Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 37
LEIÐBEININGAR bréfi til ritstjórnar verður að tilgreina númer leyfa, en númerin eru ekki birt í blaðinu nema höfundar óski þess sérstaklega. Þegar um íhlutandi rannsókn á sjúklingum er ræða, þar sem þurfti leyfi siðanefndar, eða þegar þörf er á upplýstu skriflegu samþykki sjúklings sem fjallað er um í sjúkratilfelli, þarf að senda slík leyfi (afrit) bréflega til ritstjórnar. Undirritað samþykki sjúk- lings þarf fyrir birtingu sjúkratilfella í Læknablaöinu. Ef sjúklingur er látinn eða ófær um að gefa upplýst samþykki, þarf að skýra slíkt í bréfi til ritstjórnar. Óski höfundar eftir því að birta myndefni sem birst hefur í öðrum vísindaritum verður skriflegt leyfi viðkomandi tímarits fyrir birtingu í Læknablaðinu að liggja fyrir. Slíkt leyfi þarf einnig þótt höfundar beggja greina séu þeir sömu, enda tilheyrir birting- arréttur því blaði þar sem myndin birtist fyrst. Efnisflokkar í Læknablaðinu Fræðiefni í Læknablaðinu er birt í nokkrum efnisflokkum sem til- greindir eru ásamt lengdartakmörkunum í meðfylgjandi töflu. Leiöari Yfirleitt birtast tvær ritstjórnargreinar í hverju blaði. Þær eru oftast skrifaðar að beiðni ritstjórnar og tengjast efni blaðsins eða málum sem eru í deiglunni hverju sinni. Leiðarar eru alltaf birtir undir nafni höfunda og lýsa skoðunum þeirra fremur en ritstjórnar blaðsins, nema annað sé tekið fram. Ritstjórn getur valið að hafna leiðara eða farið þess á leit við höfund að leiðara sé breytt, líkt og á við um annað efni í blaðinu. Leiðarar verða að rúmast á einni síðu og eiga að vera á bilinu 700-750 orð. Lengd ræðst meðal annars af fjölda heimilda, en leyfðar eru allt að 5 heimildir og ekki er gert ráð fyrir myndefni. Vinnustaðar og háskólatengsla skal nú getið bæði á ensku og íslensku. Vísindagrein Hér er greint frá eigin athugunum og rannsóknum höfunda, helst rannsóknum sem eru líklegar til að hafa áhrif á greiningu eða meðferð sjúkdóma og sem hafa þýðingu fyrir læknisfræði og lýð- heilsu á íslandi. Fyrst kemur sérstök titilsíða og skal byrja nýja kafla, til dæmis ágrip, inngang og niðurstöður, á nýrri síðu. A titilsíðu skal vera heiti greinar (hámark 15 orð), nöfn og starfs- heiti/háskólagráða höfunda, deild og stofnun höfunda, og nafn deildar/stofnunar þar sem rannsóknin var unnin. Einnig þarf að koma fram nafn, aðsetur og netfang höfundar sem sér um bréfa- skipti við Læknablaðið og svarar fyrir efni greinarinnar. Fylgja skulu 4-6 lykilorð á ensku. Lykilorð á íslensku eru óþörf. Vísindagrein samanstendur af eftirfarandi köflum • Ágrip • Inngangur • Efniviður og aðferðir • Niðurstöður • Umræða • Þakkir • Heimildir Ágrip Ágripi þarf að skila bæði á íslensku og ensku og skiptist í eftir- farandi kafla; inngang (introduction), efnivið og aðferðir (material and methods), niðurstöður (results) og ályktun (conclusion). Enska ágripið á að vera efnislega samhljóða því íslenska en þarf þó ekki að vera bein þýðing. Enska ágripinu þarf að fylgja titill greinarinnar á ensku og nöfn höfunda með enskri stafsetn- ingu. Mikilvægt er að vanda til enska titilsins og lykilorða, þar sem þau eru notuð við leit að greininni í leitarvélum eins og PubMed. lnngangur I inngangi er greint frá forsendum rannsóknarinnar og ástæðum fyrir því að hún var gerð, gjarnan með tilvísun í helstu rannsóknir. Helstu rannsóknarspurningar eru kynntar fyrir lesandanum og hvað sé nýtt og einstakt við rannsóknina. í lok inngangs á að koma skýrt fram hver sé megintilgangur rannsóknarinnar. Inngangur á ekki að vera yfirlitsgrein um efnið. Mikilvægt er að texti inngangs sé stuttur og hnitmiðaður og leiði lesandann beint að megintilgátu rannsóknar með rökvísum hætti. Efniviður og aðferðir Utskýrt er hvernig markmiðum rannsóknarinnar var náð. Hér kemur fram lýsing á efniviði rannsóknar, til dæmis sjúklinga- hópum eða tilraunadýrum. Einnig verður að koma fram hvort viðmiðunarhópur var til staðar og hvernig hann var skilgreindur. Lýsa ber aðferðum, tækjabúnaði (nafn framleiðanda og heimilis- fang (borg, land í sviga)) og aðgerðum í nægilegum smáatriðum til að aðrir geti endurtekið rannsóknina. Aðeins þarf að vísa til heimilda um algengar og vel þekktar aðferðir en öðrum aðferðum sem ekki hafa verið birtar eða eru lítt kunnar er lýst stuttlega. Einnig verður að greina frá samheitum á öllum lyfjum og efnum sem notuð voru (sérlyfjaheita má geta innan sviga), skömmtum og hvernig þau voru gefin. Lýsing á tölfræðiúrvinnslu gagna er mikilvægur hluti kaflans um efnivið og aðferðir. Gæta þarf þess að persónueinkenni sjúk- linga komi hvergi fram. Lýst er helstu aðferðum sem notaðar voru við rannsóknina, þannig að lesandinn geti endurtekið útreikninga upp á eigin spýtur. Einnig þarf að geta tölvuforrita sem notuð voru við úrvinnslu gagna. Gæta skal nákvæmni eins og unnt er, án þess þó að tiltaka of marga aukastafi. Þegar við á er æskilegt að gefa upp mæliskekkju eða óvissumörk, til dæmis með staðalfráviki eða öryggismörkum (confidence interval). í texta um tölfræði skal geta p-gildis sem tölfræðilegt marktæki miðast við og rökstyðja val þess í stuttu máli ef þurfa þykir, til dæmis hvort leiðrétt hafi verið fyrir margþættum samanburði (multiple testing). Geta skal þess hvort gögn uppfylli forsendur þeirra tölfræðiprófa sem notuð eru. Niðurstöður Niðurstöðum er lýst í rökrænni röð í texta en jafnframt vísað í töfl- ur og myndir, eigi það við. Áherslur beinast að helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og reynt að forðast að tvítaka niðurstöður í texta sem lýst hefur verið í töflum eða myndum. Mikilvægt er að allar niðurstöður sem ræddar eru í umræðukafla komi fram í niður- stöðukafla. Umræða í umræðu er mikilvægt að taka saman helstu niðurstöður rann- sóknarinnar og bera þær saman við rannsóknir annarra með til- L. LÆKNAblaðið 2011/97 701
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.