Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 38

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 38
LEIÐBEININGAR vísun í lykilheimildir. Umræða á að vera hnitmiðuð og fjalla um þýðingu rannsóknar höfunda. Hún á ekki að vera yfirlitsgrein um efnið. Mikilvægt er að fram komi hvað sé nýtt og mikilvægt í niðurstöðunum og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Einnig er mikilvægt að nefna takmarkanir og styrkleika rannsóknarinnar. Fullyrðingar í texta verður að vera hægt að rökstyðja með vísun í niðurstöður rannsóknarinnar eða með tilvísun í aðrar rannsóknir. Sjálfsagt er að höfundar komi með ráðleggingar sem byggja á nið- urstöðum rannsóknarinnar um greiningu vandamála og meðferð. Einnig er oft æskilegt að taka saman í lokin helstu niðurstöður og um leið benda á tækifæri til frekari rannsókna sem auka þekkingu á efninu eða tengjast frekari prófun rannsóknarspurningar. Þakkir Hérna er tilvalið að þakka samstarfsaðilum sem lagt hafa hönd á plóginn við framkvæmd og úrvinnslu rannsóknarinnar en upp- fylla ekki þær kröfur sem Læknablaðið gerir til meðhöfunda (sjá að ofan). Oft eru það aðilar sem veitt hafa tæknilega aðstoð, aðstoðað við hluta gagnasöfnunar eða hjálpað til við tölfræðilega útreikn- inga. Ennfremur er rétt að þakka þeim sem veitt hafa aðgang að tækjabúnaði í þeirra umsjá og greitt götu höfunda, til dæmis yfir- manni deildar. Yfirleitt er ekki ástæða til að þakka aðkeypta að- stoð sem greitt er fyrir fullu verði. Loks er sjálfsagt að geta allra styrkveitinga til rannsóknarinnar og þakka fyrir þær. Sjúkratilfelli Sjúkratilfelli eru fyrst og fremst vettvangur til að kynna fátíða sjúkdóma eða sjaldgæfa birtingarmynd sjúkdóma og meðferð við þeim. Mikilvægt er að tilfellið sé lærdómsríkt og hafi kennslugildi fyrir hinn almenna lækni fremur en þröngan hóp sérfræðinga. Æskilegt er að auðga kynninguna með myndefni, verði því við komið. Sjúkratilfellum er oftast skipt í þrjá kafla, a) ágrip, bæði á íslensku og ensku, b) stuttan inngang, c) tilfellið sjálft og c) um- ræðu. I lýsingu á tilfellinu þarf að greina frá birtingarmynd og einkennum sjúklingsins, helstu atriðum í sögu og skoðun, niður- stöðum rannsókna og í hverju meðferðin fólst. Einnig er mikilvægt að nefna hvernig sjúklingnum reiddi af. í umræðukaflanum þarf að útskýra af hverju þetta tiltekna tilfelli var valið til birtingar. Umræðuna þarf að tengja tilfellinu og draga fram sérstöðu þess með vísun í aðrar rannsóknir eða tilfelli. Koma þarf skýrt fram hvað hægt sé að læra af þessu tilfelli. Sjúkratilfelli mega ekki vera lengri en 2500 orð og ágripið skal ekki vera lengra en 100 orð. Hægt er að birta samtals 5 myndir og/eða töflur og vísa í allt að 15 heim- ildir. Sjúkratilfellum þurfa að fylgja 4-6 lykilorð á ensku. Tilfelli mánaðarins í tilfelli mánaðarins er leitast við að setja sjúkratilfelli upp sem eins konar myndagátu og er myndefni því haft í fyrirrúmi. Titillinn verður að vera opinn og má ekki gefa greininguna. Textinn er tví- skiptur. Fyrri hlutinn er stutt lýsing (hámark 150 orð) á tilfellinu, helst með 1-2 myndum eða töflu með niðurstöðum rannsókna, og endar gjarnan á tillögu að sjúkdómsgreiningu og meðferð. í síðari hlutanum eru rökstudd svör við spurningum sem varpað var fram í fyrri hlutanum. Þar kemur fram hver greiningin er og helstu mis- munagreiningar. Síðan fylgir almenn fræðsla um sjúkdóminn. Sá texti verður að vera stuttur og tengjast tilfellinu. Einnig er æski- legt að fram komi hvernig sjúklingnum reiddi af. Svarið má ekki vera lengra en 650 orð og leyfðar eru allt að 8 heimildir. Hægt er að óska eftir birtingu myndar með svartexta en þá verður að stytta Dæmi um frágang heimilda Vísindagrein • Sigurdsson S. Um berklaveiki á íslandi. Læknablaðið 1976; 62: 3-50. 'nafn höfundar er skrifað á enska vísu en heiti greinar og Lækna- blaðsins á íslensku. • Briez N, Piessen G, Bonnetain F, Brigand C, Carrere N, Collet D, et al. Open versus laparoscopically-assisted oesophagec- tomy for cancer: a multicentre randomised controlled phase III trial - the MIRO trial. BMC Cancer 2011; 11: 310. "skrifaðir eru sex höfundar og síðan et al. Bækur • Jonasson JG, Tryggvadottir L (Eds.). Krabbamein á íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957-2006. Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2008. • Travis WD, Brambilla E, Muller-Hermelink HK, Harris CC (Eds.). World Health Organization Classification of Tumours. Pathology and Genetics of Tumours of the Lung, Pleura, Thy- mus and Heart. IARC Press, Lyon 2004. Bókarkafli • Khalpey ZI, Ganim RB, Rawn JD. Postoperative care of cardiac surgery patient. In: Cohn LH, ed. Cardiac Surgery in the Adult. 3rd ed. McGraw Hill, New York 2008: 465-86. Tímaritsgrein á netinu (áður en greinin birtist á prenti) • Gudmundsson LS, Scher AI, Aspelund T, Eliasson JH, Jo- hannsson M, Thorgeirsson G, et al. Migraine with aura and risk of cardiovascular and all cause mortality in men and women: prospective cohort study. BMJ 2010; 341: c3966. doi: 10.1136/bmj.c3966 Netsíða • ncbi.nlm.nih.gov/PubMed - desember 2011. • hagstofa.is - janúar 2009. • krabbameinsskra.is - febrúar 2011. 702 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.