Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 54
LYFJASPURNINGIN Eru serótónín endurupptökuhemlar öruggir í notkun á meðgöngu? Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspftala eHnjac@landspitaH.is Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspitala einarsb@landspitali. is Höfundar taka fúslega við athugasemdum frá lesendum um pistlana og önnur lyfjatengd efni. Fyrir nokkrum vikum var þeirri frétt slegið upp í dönskum fjölmiðlum að notkun þunglyndislyfja á meðgöngu hefði valdið fósturskaða í þónokkrum tilvikum þar í landi. Hvergi kom þó fram í fréttinni hvaða lyf hefði verið um að ræða, annað en að þetta hefðu verið „lykkepiller". í framhaldinu hafði fréttamaður Ríkisút- varpsins samband við Miðstöð lyfjaupp- lýsinga og vildi vita hvort við vissum af tilvikum á íslandi þar sem vitað væri að þunglyndislyf hefði valdið fósturskaða. Fréttamaðurinn vissi ekki hvaða lyf hefði verið um að ræða í dönsku fréttinni. Þegar talað er um„lykkepiller" koma serótónín endurupptökuhemlar (SSRI-lyf) óhjákvæmilega upp í hugann. Við ákváð- um því að skoða hvað nýjustu upplýsingar segðu um notkun SSRI-lyfja á meðgöngu. Á vef dönsku lyfjastofnunarinnar segir að stofnuninni hafi frá júní til október 2011 borist 12 tilkynningar um 21 mögu- lega aukaverkun af ýmsum toga á börn mæðra sem höfðu tekið SSRI-lyf á með- göngu.1 Mjög mikilvægt er að hafa í huga að ekki hefur verið sannað orsakasam- band í þessum tilfellum en stofnunin hef- ur sent þetta mikilvæga mál til umfjöllun- ar í nefnd evrópsku lyfjastofnunarinnar um lyfjagát (EMA-Pharmacovigilance Working Party). Vert er að fylgjast með framgangi mála þar. Áhrif SSRI-lyfja á meðgöngu hafa verið mikið rannsökuð en niðurstöður um mögulega aukna hættu á fósturskaða eru misvísandi.2 Þekktur er mögulegur viðvarandi lungnaháþrýstingur og tíma- bundin fráhvarfseinkenni hjá nýfæddum börnum mæðra sem tóku SSRI-lyf seint á meðgöngu.3 Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið birtar á þessu ári um áhrif SSRI-lyfja á fóstur. I finnskri afturskyggnri ferilrannsókn2 voru gögn úr fæðingarskrám og lyfjagagnagrunni notuð til að bera saman börn mæðra sem höfðu tekið SSRI-lyf á fyrsta þriðjungi meðgöngu og börn annarra mæðra. Niðurstöður bentu til lítillega hækkaðrar tíðni sleglaskiptagalla (ventriculcir septal defects) vegna flúoxetíns og aukinnar tíðni galla í útflæðisrás hægri slegils (right ventricular outflow tract defect) vegna pa- roxetíns. í nýrri yfirlitsgrein3 þar sem rýnt var í þær rannsóknir sem birst hafa um áhrif SSRI-lyfja á meðgöngu og aðferða- fræði skoðuð sérstaklega, segir að niður- stöður rannsókna séu misvísandi og ým- islegt athugavert við aðferðafræði þeirra. Aðeins lítill hluti rannsókna taki tillit til undirliggjandi sjúkdóma mæðra og áhrifa þeirra á fóstur. í rannsóknum þar sem tekið er tillit til slíks er þýðið oft lítið og styrkur rannsóknar því ekki nægur til að draga tölfræðilega marktækar álykt- anir. Þá sé ekki nægjanlega tekið tillit til aukinnar tíðni reykinga, áfengisneyslu og lyfjamisnotkunar þunglyndra mæðra og ekki heldur skammta SSRI-lyfjanna, meðferðarlengdar, annarrar lyfjanotk- unar og fleiri þátta sem gætu haft áhrif á meðgöngu og afdrif fósturs.3 Þessi atriði eru grundvallaratriði við mat á orsaka- tengslum lyfja og mögulegra aukaverkana samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar um orsakatengsl.4 Þess ber að geta að í gangi er samnor- ræn rannsókn sem ísland er aðili að, þar sem rannsökuð eru tengsl á milli notkun- ar geðdeyfðarlyfja á meðgöngu og áhrifa á fóstur með því að bera saman gögn úr fæðingarskrám við lyfjagagnagrunna. Samantekt: Ekki er vitað til þess að tilfelli fósturskaða vegna SSRI-lyfja hafi verið tilkynnt á íslandi. Meðferð við þunglyndi á meðgöngu er stundum nauðsynleg, einnig með SSRI-lyfjum. Niðurstöður far- aldsfræðilegra rannsókna eru misvísandi og rannsóknir stundum ekki nægilega vandaðar hvað varðar aðra undirliggjandi þætti. Ekki hefur tekist að sýna fram á fósturskaða með óyggjandi hætti. Nýjar rannsóknir benda til aðeins hækkaðrar tíðni hjartagalla vegna flúoxetín og parox- etín á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Mikil- vægt er að læknar tilkynni mögulegar aukaverkanir lyfja á meðgöngu til Lyfja- stofnunar. Heimildir 1. Lægemiddelstyrelsen. laegemiddelstyrelsen.dk/en/ topics/side-effects-and-trials/side-effects/news/ adverse-reaction-reports-on-antidepressa - nóvember 2011. 2. Malm H, Artama M, Gissler M, Ritvanen A. Selective serotonin reuptake inhibitors and risk for major congenital anomalies. Obstet Gynecol 2011; 118:111-20. 3. Grzeskowiak LE, Gilbert AL, Morrison JL. Investigating outcomes following the use of selective serotonin reuptake inhibitors for treating depression in pregnancy: a focus on methodological issues. Drug Saf 2011; 34: 1027-48. 4. The Uppsala Monitoring Centre. who-umc.org/ Graphics/24734.pdf - nóvember 2011. 718 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.