Læknablaðið - 15.12.2011, Page 56
Ritstjórn er sífellt á höttunum eftir því að halda Læknablaðinu lifandi og láta það ekki
festast í farinu. Liður í því er að hleypa að nýjum og ferskum pennum, og fá fleiri raddir
kolleganna til að hljóma. í þessu skyni hefur Læknablaðið kallað eftir pistlum frá for-
mönnum hinna ýmsu sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur
þar sem þeir reifi það sem efst er á baugi í þeirra félagi og meðal félagsmanna. Fyrstur
til að skrifa slíkan pistil er Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar.
Frá formanni Félags áhugamanna
um sögu læknisfræðinnar
Félag áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar heldur upp á 57 ára afmæli
sitt þann 18. desember næstkomandi. A
þessum degi árið 1964 kallaði Jón heitinn
Steffensen prófessor saman tæplega fimm-
tíu manns sem komu á stofnfundinn. Jón
reifaði þau verkefni sem hann taldi að
félagið ætti að standa að, en þar bar hæst
útgáfu Nordisk Historisk Ársbok auk heim-
ildarrits um sögu læknisfræðinnar og
varðveislu minja. A stofnfundinum viðraði
Jón þá skoðun sína að félagið ætti að efla
þekkingu á sögu læknisfræðinnar sem var
honum mikið hjartans mál.
Jón var formaður félagsins til æviloka
1991 en síðan hafa þeir Gunnlaugur Snæ-
dal, Halldór Baldursson, Atli Þór Ólason
og Óttar Guðmundsson setið á þeim stóli.
Fæstir halda upp á 57 ára afmælið sitt
með lúðraþyt og söng en oft sest afmælis-
barnið niður og veltir fyrir sér ævi sinni
og hvert stefni. Margir fyllast eldmóði og
þegar þeir líta yfir farinn veg en aðrir von-
leysi og finnst eins og lítið hafi áunnist.
Félag áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar getur að mörgu leyti vel við
unað enda hefur félagið haldið uppi
öflugri starfsemi um árabil. Eitt helsta
baráttumál Jóns Steffensens var að koma
upp safni um sögu lækningasögu enda
ánafnaði hann Læknafélagi íslands mikl-
um hluta eigna sinna og skyldi féð renna
til byggingar lækningaminjasafns í Nesi.
Ef við Jón Steffensen eigum eftir að hittast
einhvern tíma í framtíðinni annaðhvort í
efra eða neðra get ég glatt hann með því
að segja honum að nú sé búið að byggja
eitt glæsilegasta safnhús í heimi úti á Sel-
tjarnarnesi undir þessa sögu.
Byggingin er reyndar í hléi þessa
mánuðina sakir fjárskorts en enginn vafi
leikur á að fyrr eða síðar mun safnið taka
fullbúið til starfa og mun verða íslenskri
lækningasögu til mikils framdráttar. Nes-
stofa er komin í vörslu Þjóðminjasafnsins
og mun sömuleiðis hýsa safn um sögu
Jón Steffcnsen 1905-1991.
Um Jón segir í Læknatali: „Gafhúseign sína og
bókasafn (um 6000 bindi) til Háskólabókasafns og
aðrar eigur skv. erfðaskrá til Læknafélags íslands, sem
verja skyldi andvirði þeirra til uppbyggingar Nes-
stofusafnsins."
fyrsta landlæknisins á íslandi auk eigin
byggingarsögu. Jón sjálfur safnaði miklum
fjölda muna sem nú eru í geymslu og bíða
þess að salir safnsins verði opnaðir og
almenningur fái litið þá augum. Félagið
stóð í fylkingarbrjósti í áratugalangri með-
göngu og byggingu þessa glæsilega safn-
húss.
Ef Jón spyrði mig hvernig gengi að efla
áhuga íslenskra lækna á eigin sögu vefðist
mér tunga um tönn. Margir íslenskir
læknar hafa þá skoðun að saga læknis-
fræðinnar hafi hafist þegar þeir sjálfir sett-
ust í læknadeild og sögunni ljúki þegar
þeir skelli hurðum spítalans á eftir sér í
síðasta sinn. Menn sýna starfi fyrirrenn-
ara litla virðingu og líta oft á allar þeirra
lækningar sem hið mesta kukl. Hetjur
gærdagsins eru fljótar að falla í gleymsku
og dá og ég yrði að hryggja Jón með því að
segja honum að nú muni engir aðrir eftir
honum lengur en gamlir nemendur hans
og bráðlega muni þeir hætta störfum fyrir
aldurs sakir.
En ég gæti kætt minn gamla kennara
með því að segja honum að sumir fundir
félagsins séu ágætlega sóttir þótt aðrir
mættu vera fjölsóttari. Varðandi útgáfu
rita um sögu læknisfræðinnar gæti ég bent
Jóni á nokkrar ágætar bækur um þetta efni
sem ritaðar hafa verið á síðustu árum þótt
enn megi bæta í þá hillu. Enginn læknir
kemst þó með tærnar þar sem Jón hafði
hælana í rannsóknum og skrifum um
sögu læknisfræðinnar.
720 LÆKNAblaðið 2011/97