Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 58
ÖLDUNGADEILD Læknisferð á aðventu 1901 Goðafoss í klakaböndum. Ljósmynd. Andreas Tille Miimingabrot úr kaflanum „Úr endurminn- ingum" sem Ingólfur Gíslason ritaði í Lækna- bókina sem gefin var út 1949 af Helgafelli. Ingólfur réðst fyrst til héraðslæknisþjónustu árið 1901 í Reykjadalshéraði er tók yfir alla suðurlireppa Suður-Þingeyjarsýslu. Hann gegndi því til ársins 1906. Mér dettur í hug ein af þessum ferðum, það var nokkru fyrir jól, þennan fyrsta vetur. Við lögðum af stað síðari part nætur og ferðinni var heitið til sóknarprests, sem átti Iim-I95i,as°" heima fremst frammi f Bárðardal. Presturinn var ungur og efnilegur mað- ur, en nú hafði hann fengið lungnaberkla með blóðhósta. Ferðin gekk nú sæmilega til að byrja með, hestarnir óðu snjóinn á Fljótsheiðinni og sums staðar var skafið af brautarnefnunni. Við gátum þá látið hestana skokka og þegar vestur af heiðinni kom, sáum við, þrátt fyrir hríðarkólguna, hvernig Goðafoss barðist við klökuga klettadranga og þeytti stórum klaka- stykkjum, heilum jökum, niður í hyldýpið. Gufan upp af fossinum virtist frjósa og verða að strönglum er steyptust svo fram af brúninni með stóru, hvítu vatnsbólstr- unum. Ekki vildi ég vera í sporum Grettis Ásmundssonar þegar hann kafaði undir fossinn og vann á ófreskjunum þar. Nei, þá var skárra að vaða lausar fannirnar á fljótsbakkanum í mitti, með hestinn brölt- andi á eftir sér, bara passa að hann stigi ekki ofan á mann í umbrotunum. Komast svo á bak á næstu hæð og hvíla sig á hest- inum um stund. Svona gekk þetta lengi dags, veðrið versnaði, hríðarkófið buldi á okkur og lítið sá til þessara fáu bæja sem urðu á leið okkar, því þeir voru að mestu huldir snjó. Þegar rökkva tók komum við loks heim að einum bæ. Mér fannst við vera komnir svo langt inn til fjalla að þetta hlyti að vera útilegumannabær og mað- urinn sem var að moka frá bæjardyrunum var í stórri mórauðri úlpu og með skinn- húfu á höfðinu, en hann var svo gæfur og góðlegur, að hann gat ekki verið úti- legumaður. Fiann bauð okkur inn í stofu, sem auðvitað var héluð innan og köld. Við settumst niður í öllum skrúðanum, sem víða var skreyttur drifhvítum snjó, óþarfi að dusta af sér, því ekki var hætt við að snjórinn bráðnaði. Við vissum að við áttum langa leið fyrir höndum, áður en við kæmum á prestssetrið, eu samt fannst mér að Ódáðahraun hlyti að vera á næstu grösum með allar sínar forynjur og tröll. Ég varð því mjög undrandi er ég heyrði allt í einu leikið á „píanó" yfir höfð- inu á mér og það var auðheyrt að sá kló er kunni. Symfonia eftir Beethoven streymdi um húsið eins og skærasta ljósalda og hvergi virtist blettur né hrukka. Grammo- fon var ekki um að tala og útvarp hafði þá engum dottið í hug. Þetta var húsbóndinn við slaghörpuna sína, hann var nýkominn inn frá því að gefa ánum, búinn að þvo sér um hendurnar og var nú að liðka fingurna og hressa sig áður en hann kæmi niður til að drekka með okkur kaffi. Við lögðum af stað sáttari en áður við guð og menn, héldum út í hríðina, myrkrið og nóttina, sem skilaði okkur til prestsins, um það bil er dagur rann. Fyrsta botnlangaaðgerð á íslandi Guðmundur Hannesson varð fyrstur íslenskra lækna til að nema brott botn- langa. Sjúklingurinn var Ingólfur Gíslason læknir. Aðgerðin fór fram 2. september 1902 á Akureyri. Skopmyndin Margrét Guðnadóttir prófessor var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við læknadeild Háskóla íslands 10. nóvem- ber síðastliðinn. Öldungadeild óskar henni hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna. Teikning: Siguröur V. Sigurjónsson U?)ldungadeild Læknafélaqs íslands Stjórn Öldungadeildar: Öldungaráð Umsjón síðu: Páll Ásmundsson Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Ásmundsson 722 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.