Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 71

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 71
áhrif á úthreinsun pregabalíns. Getnaðarvarnarlvfin noretísterón oo/eða etinvlöstradíól: Samhliða notkun pregabalíns og getnaðarvarnalyfjanna noretísterón og/eða etinýlöstradíól til inntöku hafði engin áhrif á lyfjahvörf þessara lyfja við jafnvægi. Etanól. lórazepam. oxvkódón: Pregabalín getur aukið áhrif etanóls og lórazepams. í klínískum samanburðarrannsóknum höfðu endurteknir skammtar af pregabalín til inntöku gefnir á sama tíma og oxýkódón, lórazepam eða etanól engin klíniskt mikilvæg áhrif á öndun. Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá öndunarbilun og dái hjá sjúklingum sem taka pregabalín og önnur lyf sem slæva miðtaugakerfið. Pregabalín virðist auka á skerðingu af völdum oxýkódóns á skilvitlega-og grófhreyfivirkni (cognitive and gross motor function). Milliverkanir oa aldraðir sjúklinaar: Engar rannsóknir hafa verið gerðar á milliverkunum hjá öldruðum sjálfboðaliðum. Rannsóknir á lyfhrifamilliverkunum hafa eingöngu verið framkvæmdar hjá fullorðnum. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Konur á barneianaraldri / Getnaðarvarnir karla oa kvenna: Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn þar sem hugsanleg hætta fyrir menn er óþekkt. Meðaanaa: Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknarniðurstöður um notkun pregabalíns á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á eiturverkanir á æxlun. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. LYRICA ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til (ef ávinningur fyrir móður vegur augljóslega þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið). Brióstaaiöf: Ekki er þekkt hvort pregabalín skilst út í brjóstamjólk hjá konum, hinsvegar er vitað að það finnst í mjólk hjá rottum. Þess vegna er ekki mælt með brjóstagjöf meðan á meðferð með pregabalíni stendur. Friósemi: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um áhrif pregabalíns á frjósemi kvenna. í klínískri rannsókn sem framkvæmd var til að meta verkun pregabalíns á hreyfanleika sæðisfrumna var heilbrigðum karlmönnum gefið 600 mg af pregabalíni á sólarhring. Eftir þrjá mánuði meðferðar höfðu engin áhrif á hreyfanleika sæðisfrumna komið fram. Frjósemisrannsókn á kvenrottum hefur sýnt fram á skaðleg áhrif á æxlun. Frjósemisrannsóknir hjá karlrottum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á æxlun og þroska. Klínískt mikilvægi þessarra niðurstaðna er óþekkt. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Lyrica hefur lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Lyrica getur valdið sundli og svefnhöfga og getur því haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ráðleggja á sjúklingum að aka ekki eða stjórna flóknum vélum eða fást við önnur áhættusöm verk áður en þeir þekkja hvaða áhrif meðferðin hefur á hæfni þeirra til að vinna slík verk. Aukaverkanir Svkinaar af völdum svkla oa sníkiudvra: Sjaldgæfar: Nefkoksbólga. Blóð oa eitlar: Mjög sjaldgæfar Hlutleysiskyrningafæð. Ónæmiskerfi: Tíðni ekki þekkt: Ofnæmi, ofsabjúgur, ofnæmisviðbrögð. Efnaskipti oa nærina: Algengar: Aukin matarlyst. Sjaldgæfar: Lystarleysi, blóðsykurslækkun. Geðræn vandamál: Algengar: Vellíðunartilfinning, rugl, skapstyggð, minnkuð kynhvöt, vistarfirring, svefnleysi. Sjaldgæfar: Ofskynjanir, kvíðakast, óeirð (restlessness), æsingur, þunglyndi, depurð, skapsveiflur, sjálfhvarf (depersonalisation), málstol, óvenjulegir draumar, aukin kynhvöt, fullnæging næst ekki (anorgasmia), sinnuleysi (apathy). Mjög sjaldgæfar: Hömluleysi (disinhibition), ofsakæti (elevated mood). Tíðni ekki þekkt: Árásarhneigð. Tauaakerfi: Mjög algengar: Sundl, svefnhöfgi. Algengar: Ósamhæfing hreyfinga, skortur á samhæfingu, skjálfti, tormæli, minnistruflun, einbeitingarskortur, breytt húðskyn, róun, jafnvægistruflun, drungi. Sjaldgæfar: Yfirlið, hugstol, vöðvarykkjakrampi, skynhreyfiofvirkni, bragðleysi, hreyfingartregða, réttstöðusundl, starfsriða, augntin, skilvitleg truflun, talörðugleikar, vantaugaviðbrögð, snertiskynsminnkun, minnisleysi, ofurnæmt snertiskyn, sviðatilfinning. Mjög sjaldgæfar: Vanhreyfni, lyktarglöp, skriftarörðugleikar. Tíðni ekki þekkt: Meðvitundarleysi, andleg skerðing, krampar, höfuðverkur, lasleiki. Auau: Algengar: Þokusýn, tvísýni. Sjaldgæfar: Sjóntruflun, augnbólga, breyting á sjónsviði, minnkuð sjónskerpa, augnverkur, augnþreyta, augnþurrkur, aukin táraseyting. Mjög sjaldgæfar: Minnkun á jaðarsjón, sveiflusýni, breyting á dýptarsjónskyni (altered visual depth perception), glampar fyrir augum, erting í augum, Ijósopsstæring, rangeygi, ofbirta. Tíðni ekki þekkt: Sjónmissir, glærubólga. Evru oa völundarhús: Algengar: Svimi. Sjaldgæfar: Ofurnæm heyrn. Hiarta: Sjaldgæfar: Hraðtaktur, fyrstu gráðu gáttasleglarof. Mjög sjaldgæfar: Sínushraðtaktur, hægur sínustaktur, hjartsláttaróregla (sinus arrhythmia). Tíðni ekki þekkt: Hjartabilun, lenging QT-bils. Æðar: Sjaldgæfar: Roði, hitasteypa, lágþrýstingur, háþrýstingur. Mjög sjaldgæfar: Útlimakuldi. Öndunarfæri. briósthol oa miðmæti: Sjaldgæfar: Mæði, nefþurrkur. Mjög sjaldgæfar: Blóðnasir, herpingur í hálsi, hósti, nefstífla, nefslímubólga, hrotur. Tíðni ekki þekkt: Lungnabjúgur. Meltinaarfæri: Algengar: Uppköst, munnþurrkur, hægðatregða, vindgangur. Sjaldgæfar: Uppþemba, maga-vélindabakflæði (gastrooesophageal reflux disease), mikil munnvatnsframleiðsla, vanskynnæmi í munni. Mjög sjaldgæfar: Skinuholsvökvi, brisbólga, kyngingartregða. Tíðni ekki þekkt: Bólgin tunga, niðurgangur, ógleði. Húð oa undirhúð: Sjaldgæfar: Útbrot með smáþrymlum, ofsvitnun. Mjög sjaldgæfar: Ofsakláði, kaldur sviti. Tíðni ekki þekkt: Stevens Johnson heilkenni, kláði. Stoðkerfi oa stoðvefur: Sjaldgæfar: Vöðvakippir, liðbólga, vöðvakrampar, vöðvaþrautir, liðverkir, bakverkur, verkur í útlimum, vöðvastífleiki. Mjög sjaldgæfar: Rákvöðvalýsa, hálskrampi, hálsverkur. Nvru oa bvaafæri: Sjaldgæfar: Þvagleki, þvaglátstregða. Mjög sjaldgæfar: Nýrnabilun, þvagþurrð. Tíðni ekki þekkt: Þvagteppa. Æxlunarfæri oa brjóst: Algengar: Ristruflun. Sjaldgæfar: Seinkun á sáðláti, truflun á kynlífi. Mjög sjaldgæfar: Tíðaleysi, útferð úr brjóstum (breast discharge), verkir f brjóstum, tíðaþrautir, brjóstastækkun. Almennar aukaverkanir oa aukaverkanir á íkomustað: Algengar: Óeðlilegt göngulag, ölvunartilfinning, þreyta, bjúgur í útlimum, bjúgur. Sjaldgæfar: Dettni, þyngsli fyrir brjósti, þróttleysi, þorsti, verkur, óeðlileg líðan, kuldahrollur. Mjög sjaldgæfar: Útbreiddur bjúgur, hiti. Tíðni ekki þekkt: Andlitsbjúgur. Rannsóknaniðurstöður: Algengar: Þyngdaraukning. Sjaldgæfar: Hækkuð gildi kreatínfosfókínasa í blóði, hækkuð gildi alanín amínótransferasa, hækkuð gildi aspartamínótransferasa, fækkun blóðflagna. Mjög sjaldgæfar: Blóðsykurshækkun, minnkað blóðkalíum, fækkun hvítra blóðfrumna, hækkað kreatínín í blóði, þyngdartap. Fráhvarfseinkenni hafa komið fram hjá sumum sjúklingum bæði þegar skammtíma- og langtímameðferð með pregabalíni hefur verið hætt. Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum: svefnleysi, höfuðverk, ógleði, kvíða, niðurgangi, flensulíkum einkennum, krömpum, taugaveiklun, þunglyndi, verkjum, ofsvitnun og sundli. Fræða á sjúklinginn um þetta í upphafi meðferðar. Ekki eru fyrirliggjandi gögn um tíðni og alvarleika fráhvarfseinkenna í tengslum við lengd meðferðar og skammtastærðir, þegar langtímameðferð með pregabalíni er hætt. Ofskömmtun: Ekki hefur verið greint frá neinum óvæntum aukaverkunum eftir stóra skammta allt að 15 g. Eftir stóra skammta eru svefnhöfgi, ringlunarástand, uppnám og eirðarleysi algengustu aukaverkanirnar sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Meðferð við ofskömmtun á að fela í sér almenna meðferð við einkennum og getur ef nauðsyn krefur falist í blóðskilun. Afgreiðslutilhögun og greiðsluþátttaka: R,0. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer Limited. Samantekt um eiginleika lyfs er stytt í samræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar. Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) í heild sinni má nálgast hjá umboðsaðila á íslandi lcepharma hf. og á heimasíðu Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is. Pakkningar og smásöluverð 1. nóvember 2011: Hylki 25 mg, 56 stk. 4.493 kr. Hylki 75 mg, 14 stk. 3.309 kr. Hylki 75 mg, 56 stk. 10.078 kr. Hylki 150 mg, 14 stk. 4.550 kr. Hylki 150 mg, 56 stk. 14.815 kr. Hylki 225 mg, 14 stk 5.486 kr. Hylki 225 mg, 56 stk. 18.812 kr. Hylki 300 mg, 56 stk 20.896 kr. Heimild:LYRICA®, Samantekt á eiginleikum lyfs, janúar 2011 (www.lyfjastofnun.is). LÆKNAblaðið 2011/97 735
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.