Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 3
Verðlaun fyrir besta vísindaerindið Á sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna voru veitt verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema. Fimm læknanemar kynntu verkefni sín sem unnin voru í samstarfi við kennara og samnemendur á Landspítala, Hjartavernd og læknadeild Háskóla íslands. Hlutskörpust urðu Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fyrir kynningu á verkefninu Vefjauppruni lungna- trefjunar og tengsl hennar við bandvefsumbreytingu þekjufrumna. Auk Huldu unnu Ragnar Pálsson, Ari Jón Arason, Sigríður Rut Franzdóttir, Helgi J. ísaksson, Ólafur Baldursson, Tómas Guðbjartsson, Gunnar Guðmundsson, Þórarinn Guðjónsson og Magnús Karl Magnússon að erindinu. I dómnefnd sátu Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir, Aðalbjörn Þorsteinsson svæfingalæknir og Sigurður Guðmundsson formaður. Verðlaunin afhentu auk þeirra Anna Gunnarsdóttir formaður Skurðlæknafélags íslands og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor. Á myndinni eru Hanna Viðarsdóttir deildarlæknir, Elín Maríusardóttir kandídat og læknanemarnir Andri Wilberg Orrason, Guðrún María Jónsdóttir og Hulda Rún Jónsdóttir. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Nýverið var haldin ein stærsta kaupstefna myndlistar í Bandaríkjunum, The Armory Show, í New York. Sérstök áhersla var að þessu sinni á norræna myndlist og var gall- eríum og sýningarstöðum á Norðurlöndum boðið að taka þátt í sérstakri álmu. Að auki var skipulögð dagskrá með pallborðsumræðum, gjörningum og öðrum uppákomum. Svo ánægjulega vildi til að ungur íslenskur listamaður, Örn AlexanderÁmundason (f. 1984), sem lauk námi frá listaháskólanum í Malmö í fyrra, var fenginn til að flytja þar viðamikið verk. Um er að ræða tónverk I flutningi 13 manna kammersveitar. Kreppa: Sinfóniskt Ijóð um efnahagsástandið á íslandi, var frumflutt árið 2009 og endurtekið af þessu tilefni í New York, í mars 2012, íflutningi Metropolis Ensemble. Verkið er konseptverk sem tekur á sig endanlega mynd sem tónverk í lifandi flutningi. Hugmyndin að baki því er skrásetning á aðdraganda og eftirköstum efnahagshruns- ins á íslandi þar sem hvert hljóðfæri hljómsveitarinnar Ijær rödd sina ólíkum þátttakendum í atburðarásinni. Opinber umræða í töluðu og rituðu máli var með aðstoð tölvufor- ritunar yfirfærð á nótnaform sem hljóðfæraleikararnir léku eftir. Stjórnmálamenn voru túlkaðir af strengjum, bankar af horni, mótmælendur af marimbu og fjölmiðlar af túbu. Alistair Darling skar sig úr sem eini útlendingurinn í hópn- um, túlkaður af trompeti, og loks voru útrásarvíkingar með forseta í broddi fylkingar túlkaðir af ýmsum blásturs- hljóðfærum. Nokkurra ára framvindu var þjappað saman í réttri tímaröð í tónverk sem tók um 20 mínútur í flutningi. Þannig bar í upphafi verksins töluvert á rödd Halldórs Ásgrímssonar í flutningi kontrabassa en hlutur Jóhönnu Sigurðardóttur í flutningi úkulele tók að vaxa undir lok verksins. í samræmi við atburðarás hrunsins upphófst verkið hægt og rólega, náði hámarki um miðbikið með miklum látum og fjaraði svo út á nokkrum stökum tónum hins havaíska smágítars. Útfærsla Arnar Alexanders sver sig í ætt við hugmyndafræði tónskálda frá sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, eins og John Cage sem átti fjölmörg verk á Tectonics, nýafstaðinni nútímatónlist- arhátíð í Hörpu. Um leið er verkið í anda myndlistarmanna eins og Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar sem voru fulltrúar (slands á Feneyjatviæringnum og sýndu þar verk sem unnið var í samstarfi við tónskáldið Karólinu Eiríksdóttur þar sem stjórnarskráin var færð í söng. Örn Alexander rær á mið þverfaglegrar nálgunar þar sem myndlistin notast við ólíka listmiðla til að koma hugmynd listamannsins á framfæri. Ljósmyndin á forsíðu Læknablaðsins er tekin þegar verkið var flutt í Göteborgs Konserthus á Gauta- borgartvíæringnum 2011. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL w ww. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun W///„ Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.