Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
60
50
40
1990-1994 1995-1999 2000-2004 2005-2009
H Míturlokuskipti Míturlokuviðgerðir
Mynd 1. Fjöldi míturlokuskipta (n-66) og míturlokuviÖgerÖa (n=113) skipt ífimm
ára tímabil.
á íslandi hefur ekki verið birtur áður og var markmið þessarar
rannsóknar að bæta úr því. Lögð var sérstök áhersla á snemm-
komna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð og lang-
tímalifun sjúklinganna.
Efniviður og aðferðir
Sjúklingar og skráðar breytur
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem geng-
ust undir míturlokuskipti á Islandi á tímabilinu 1. janúar 1990
til 31. desember 2009. Listi yfir sjúklinga fékkst úr gagnagrunni
hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala og sjúklingabókhaldi
Landspítala þar sem leitað var undir aðgerðarkóða. Úr sömu
gagnagrunnum fengust upplýsingar um fjölda sjúklinga sem
gengust undir míturlokuviðgerð (mitral valve repair) á rannsóknar-
tímabilinu. Frekari upplýsingar um sjúklinga sem gengust undir
míturlokuskipti fengust úr sjúkraskrám. Skráðar voru 139 breytur,
meðal annars lýðfræðilegir þættir eins og aldur og kyn, fyrra
heilsufar, áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma, saga um hjarta-
bilun, langvinna lungnateppu, nýrnabilun og fyrri hjartaaðgerðir.
Hjartabilunareinkenni sjúklinga voru skráð samkvæmt
NYHA-flokkuninni (New York Heart Association) en sjúklingarnir
voru einnig metnir með tilliti til áhættu við svæfingu samkvæmt
ASA-flokkunarkerfinu (American Association of Anesthesiology).
Abending míturlokuskipta var metin, til dæmis hvort um mark-
tæk þrengsli eða leka var að ræða og hugsanleg ástæða lekans,
svo sem míturlokubakfall, hjartaþelsbólga eða hjartadrep. Hæð
og þyngd voru skráð samkvæmt svæfingarblöðum og út frá
þeim upplýsingum reiknaður líkamsþyngdarstuðull. Einnig var
reiknað út logistic EuroSCORE (European System for Cardiac Risk
Evaluation) afturvirkt fyrir alla sjúklinga en það er áhættulíkan
sem metur líkur á andláti innan 30 daga frá opinni hjartaaðgerð.
Hjartaómskoðun og kransæðaþræðing
Orsök míturlokusjúkdóms var metin með hjartaómun frá brjóst-
vegg en einnig var gerð vélindaómun hjá hluta sjúklinga. Skráðar
voru mælingar afturvirkt úr fyrirliggjandi hjartaómskoðun, með-
al annars stærð vinstri slegils, útstreymisbrot (ejection fraction) og
stærð vinstri gáttar. Hjá sjúklingum með þrengsli var mælt meðal-
þrýstingsfall yfir lokuna og flatarmál þrengsla reiknað með þrýst-
ingshelmingunartíma-aðferð.13 Einnig var metinn leki í lokunni á
skalanum frá einum (vægur leki) og upp í þrjá (mikill leki) með
Doppler-aðferðum.'4 Útbreiðsla kransæðasjúkdóms var skráð sam-
kvæmt niðurstöðum fyrirliggjandi hjartaþræðingar.
Tafla I. Sjúklingatengdirþættir, fjöldi sjúklinga (%), meðaltöl með staðalfrávikum
fyrir aldur og EuroSCORE.
Karlar 40 (63)
Aldur (ár) 59 ± 14
Háþrýstingur 13(20)
Sykursýki 2(3)
Saga um reykingar 41 (62)
Líkamsþyngdarstuðull a25 kg/m2 32 (49)
Langvinn lungnateppa 7(11)
Nýrnabilun (kreatínín >200 pmol/L fyrir aðgerð) 7(11)
Virk hjartaþelsbólga 10(15)
Kransæðasjúkdómur 40 (56)
Lungnaháþrýstingur, slagbilsþrýstingur >60 mmHg 18(27)
Saga um fyrri hjartaaðgerð 16 (24)
NYHA-flokkur
l+ll 9(14)
III + IV 57 (87)
ASA-flokkur*
l+ll 0
III 41 (62)
IV 25 (38)
EuroSCORE (log) 14,9 ±20,0
* American Association of Anesthesiology
Gerð og tegund loku var skráð, hvort aðrar hjartaaðgerðir voru
gerðar samtímis lokuskiptunum, auk fjölda kransæðatenginga ef
gerð var kransæðahjáveituaðgerð. Sömuleiðis var skráður heild-
araðgerðartími, tími á hjarta- og lungnavél og tangartími (aortic
cross-clamp time). Blæðing fyrstu 24 klukkustundir eftir aðgerð var
skráð í millilítrum og tími í öndunarvél í klukkustundum. Einnig
var skráður fjöldi eininga sem gefnar voru af rauðkornaþykkni,
blóðflögum og blóðvökva.
Skilgreiningar á fylgikvillum og skurðdauða
Fylgikvillar sem greindust innan 30 daga frá aðgerð voru taldir til
snemmkominna fylgikvilla og skiptust þeir í alvarlega og minni-
háttar fylgikvilla. Alvarlegir fylgikvillar voru skilgreindir sem
enduraðgerð vegna blæðingar, aðrar enduraðgerðir, djúp sýking í
bringubeinsskurði, bráður nýrnaskaði sem þarfnaðist blóðskilun-
ar, öndunarbilun sem krafðist öndunarvélar í meira en eina viku,
drep í heila og hjartadrep. Hjartadrep var skilgreint sem nýjar ST-
hækkanir eða Q-takkar á hjartariti eða CK-MB mæling yfir 100
pg/L eftir aðgerð hjá sjúklingi sem ekki hafði hjartadrep fyrir að-
gerð. Til minniháttar fylgikvilla töldust gáttatif, þvagfærasýking,
lungnabólga, nýrnaskaði sem ekki krafðist skilunar, fleiðru- eða
gollurshúsvökvi sem krafðist tæmingar og minniháttar hjarta-
skaði. Minniháttar hjartaskaði var skilgreindur sem hæsta CK-MB
gildi á bilinu 70-100 pg/L. Nýrnaskaði sem ekki krafðist skilunar
var skilgreindur sem kreatínín >200 pmol/L hjá sjúklingum sem
ekki höfðu hækkað kreatínín fyrir aðgerð. Skurðdauði (operative
mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð.
Legutími á gjörgæslu var reiknaður í klukkustundum og heildar-
legutími í heilum dögum.
204 LÆKNAblaðið 2012/98