Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 48
250 ára afmæli Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræöingur Ólafur Þ. Jónsson fyrrum yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Borgarspítalans olibara@mi.is Um þessar mundir eru 250 ár frá fæðingu Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræð- ings. Hann hefur af mörgum verið talinn til merkustu Islendinga á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Hann var slíkur yfirburðamaður á mörgum sviðum að undrum sætir. Hann var einn hinna fyrstu lærðu lækna hérlendis og þjónaði áratugum saman víðlendu og erfiðu læknishéraði og var hugrakkur og þrek- mikill ferðagarpur og vatnamaður. Sveinn var auk þess lærður náttúrufræðingur og fór ungur nokkrar rannsóknarferðir um landið til að kanna náttúru þess og landshætti og ritaði um þessar ferðir merkar ferðabækur. Þá var hann mjög vel ritfær og eftir hann er mikið efni, bæði í útgefnu máli og handritum. Þykir vel við hæfi að hans sé minnst nokkuð á þessum tímamótum. Sveinn Pálsson fæddist 25. apríl 1762 að Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Páll Sveinsson (1725- 1804), bóndi og smiður, og kona hans Guð- rún Jónsdóttir (1732-1791), yfirsetukona. Haustið 1777 fór Sveinn í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan tvítugur vorið 1782. Síðla árs 1783 fór hann suður að Nesi á Seltjarnarnesi til þess að stunda nám í Kirurgiska akademíiö í Kaupmannahöfn, byggt af arkitektinum Peter Meyn 1786-1787. Kennslustofnun fyrir skurölækna. læknisfræði hjá Jóni Sveinssyni (1752-1803) landlækni. Mjög litlar heimildir eru um nám hans í Nesi, en þar dvaldist hann í fjögur ár. Sveinn sigldi til frekara náms í Kaupmannahöfn síðsumars 1787. Hann fékk húsnæði á stúdentagarði og hóf nám sitt og lauk nokkru síðar stúdentsprófi. Var síðan formlega innritaður í Háskólann 1788. Námsgreinar sem Sveinn getur um voru heimspeki, málfræði og eðlisfræði. Um vorið hófst síðan læknanám hans. Tveir kostir voru í boði fyrir þá sem hefja vildu nám í læknisfræði: Annars vegar læknadeild Háskólans, sem stofnuð var árið 1479 með fimm til sex nemendum og tveimur prófessorum. Þar var áhersla lögð á innvortis sjúkdóma og lyflækningar. Hins vegar var það hið Konunglega kirurgiska akademi sem tók til starfa árið 1787. Þar var áhersla lögð á sárameðferð og handlækningar. Þessar stofnanir voru sameinaðar síðar. Sveinn segir í ævisögu sinni að hann hafi einkum stundað nám við kirurgiska akademíið en hann segir ekki ýtarlega frá námi sínu. Þær kennslu- greinar sem Sveinn telur upp voru: Efnafræði, líffærafræði, umbúnaður sára, grasafræði fyrir lækna, rafmagnsfræði, barnasjúkdómar, réttarlæknisfræði og reglugerðir í læknisfræði. Þar fóru einnig fram krufningar. Hann gekk daglega til verklegs náms á handlækningadeild Frið- riksspítala sem stofnaður var árið 1752. Þar var einnig fæðingardeild og hefur Sveinn fengið þar þjálfun vegna vandamála við barnsfæðingar. Á Friðriksspítala var einn- ig apótek. Námið stundaði Sveinn af kappi og lét fátt trufla sig en vegna fátæktar og tímaleysis gat hann ekki nýtt sér það sem var í boði á listasviðinu í Kaupmannahöfn nema að mjög litlu leyti. Sveinn sá fram á að honum tækist ekki að framfleyta sér til loka námsins vegna fátæktar og peningaleysis. Hann lét inn- rita sig til ókeypis fyrirlestra hjá Nátt- úrufræðifélaginu í dýrafræði, steina- og bergfræði og grasafræði. Ástæða þessa, auk áhuga hans á fræðunum, mun hafa verið sú að hann taldi sig geta fengið kennarastöðu í náttúrufræði við hinn nýja Hólavallarskóla í Reykjavík fengi hann ekki læknisstöðu. Hann lét þó nám sitt í læknisfræði ganga fyrir. Hann lauk prófi í náttúrufræði vorið 1791 og var sá fyrsti í Danmörku að ljúka slíku prófi. Honum var síðan veittur styrkur til náttúrufræði- rannsókna á Islandi og fór hann til Islands sumarið 1791 en ætlaði sér að koma síðar og ljúka því sem eftir var af læknanáminu. Sveinn fór síðan í rannsóknarferðir um ísland á árunum 1791-1794 og fór víða um land og má lesa um þessar rannsóknir í hinni miklu ferðabók Sveins. Árið 1795 gekk Sveinn að eiga Þórunni Bjarnadóttur (1776-1836). Hún var 19 ára en hann 33 ára. Hún var dóttir Bjarna Páls- sonar (1719-1779), fyrsta landlæknisins. Afi hennar var Skúli Magnússon (1711-1794) landfógeti. Vorið 1796 settu þau saman bú á Ysta-Skála undir Eyjafjöllum og bjuggu þar í ár. Þau fluttust að Kotmúla í Fljóts- hlíð 1796 og bjuggu þar í 12 ár. Sveinn var embættislaus og ólaunaður og var afkoma hans því bágborin og varð hann „að róa sér vertíðarhlut á Grund undir Eyjafjöllum hvern vetur þó ærið yrði stopult vegna sjúklingaaðkalls", eins og hann segir. Árið 1799 var stofnað læknisembætti í austurhéraði Suðuramtsins. Það náði yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslur, auk Vestmannaeyja. Sveini var veitt þetta embætti og tók hann við því árið 1800. Hann kallaðist ýmist fjórðungs- læknir eða distriktskirurg. Ibúar á þessu svæði voru um 11.000 og á öllu landinu voru þá um 50.000 manns. Þá voru aðeins 5 læknar á landinu, auk landlæknis. Sveinn mun hafa notið mikils álits sem læknir og var hvað eftir annað vitjað frá Reykjavík. Hann var settur landlæknir um eins árs skeið 1803-1804. Sveinn fluttist að Suður-Vík í Mýrdal 1809 og átti þar heima til dauðadags 1840. Þau Þórunn eignuðust 15 börn. Sjö urðu fulltíða, þrjú dóu í æsku og fimm kornung. Heimilið var í þjóð- braut og þar komu margir erlendir menn sem geta Sveins lofsamlega í ferðabókum sínum og telja hann bera höfuð og herðar yfir samtímamenn í náttúrufróðleik. Afkoma Sveins var lengi bágborin, launin lág, börnin mörg og mikill gestagangur var á heimilinu. Oft munu 240 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.