Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 39
BARNALÆKNIR í ÍRAK Hasan, tveggja vikna, daginn eftir aðgerð vegna víxlunar stóru slagæð- anna. Zainab og Ali Abdul höfðu komið langt að og bjuggu á sjúkrahúsinu í viku áður en röðin kom að þeim. Þegar Salman var farið að leiðast öndunaræfingarnar sem honum var skipað aðgera eftir aðgerðina, sagði hann við hjúkrunarfræðinginn: „Þér mun verða refsað afríkis- stjórninni." Hann var ekki svona kátur þá. og skipulagður af utanaðkomandi aðilum að metnaðinn sem þarf til að koma á sjálf- stæðu heilbrigðiskerfi muni alltaf skorta. Aftur til írak Við keyrum frá vöktuðu gistihúsinu, ein- hvers konar „safe house", að spítalanum í lögreglufylgd. Blá ljós, sírenur og hlaðnar vélbyssur. Lögreglufylgdin vekur athygli og fólk snýr sér við á götunni til að fylgjast með. Mér finnst þetta vera óþarfa havarí og hefði helst bara viljað fara gangandi í vinnuna. Eða ríðandi á asna. Klæddur í búrku. En þetta venst, veitir falska örygg- iskennd og svo er bara að byrja að vinna. En þetta byrjar allt hálfömurlega. í fyrstu aðgerðinni deyr 11 ára drengur. Hann var frá Kúrdahéruðunum og kom nánast ein- kennalaus inn til aðgerðar vegna ops á milli slegla og ósæðarþrengsla. Næsta dag er gerð aðgerð á tveggja og hálfs árs stúlku með gátta- og sleglaskiptagalla. Aðgerðin gengur vel en næstu nótt fær hún alvarleg einkenni lungnaháþrýstings sem svarar engri meðferð. Þegar við mætum til vinnu næsta morgun mætum við lækni á gang- inum með barnslík í fanginu vafið í bláan dúk. Þetta er alls ekki tilgangur ferðar- innar. Ef börnin hefðu ekki farið í þessar aðgerðir væru þau enn á lífi. Oft fylgir aukin áhætta aðgerðum í vanþróuðum löndum. Það helgast í fyrsta lagi af því að sjúklingarnir hafa oft gengið lengi með sinn hjartagalla, sem hefur skapað önnur vandamál einsog lungnaháþrýsting, auk þess sem börnin eru oft vannærð og veik- ari fyrir. í öðru lagi er þekking og reynsla heimamanna af skornum skammti sem eykur hættu á mistökum. Ekki er heldur hægt að veita alla gjörgæslumeðferð sem tíðkast á Vesturlöndum, til dæmis eru lyf einsog niturildi (NO) eða meðferð með ecmo nokkuð sem ekki er hægt að bjóða uppá. Eftir áföllin fyrstu dagana fara hlut- irnir að ganga betur. Engin meiriháttar óhöpp verða þó að tvö börn þurfi að fara í enduraðgerð. Mitt hlutverk er að skoða börnin fyrir og eftir aðgerð, gera hjartaóm- skoðanir og velja hentuga sjúklinga til aðgerðar ásamt barnahjartalækninum á staðnum. Það er ljóst að við náum aðeins að sinna broti af þeim langa biðlista sem fyrir er. Við meðhöndlum 15-20 börn á tveimur vikum en á hverju ári fæðast um 30.000 börn sem þurfa á hjartaaðgerð að halda. Kennsla og þjálfun starfsfólksins er stór þáttur í starfinu. Læknarnir tala yfirleitt ágæta ensku en kunnáttan er minni hjá hjúkrunarfræðingunum og öðru starfs- fólki. Hjúkrunarfræðingarnir eru nánast eingöngu karlmenn og oft á tíðum hafa þeir ekki valið sér þetta starf heldur var það valið fyrir þá. Þannig eru ekki allir í starfinu af áhuga eða hugsjón, sem getur endurspeglast í því hversu móttækilegir þeir eru fyrir kennslunni. Ég reyni að miðla af því sem ég kann en sjálfur læri ég líka heilmikið. Á Vesturlöndum upp- götvast hjartagallar yfirleitt fljótt og flest börn sem þurfa á aðgerð að halda fara í hana fljótlega eftir fæðingu, eða áður en sjúkdómurinn fer að valda of miklum ein- kennum. Þannig hefur maður lítið kynnst því hvaða áhrif hjartagallinn hefur ef hann er ekki meðhöndlaður. í Hondúras sá ég til dæmis 7 mánaða gamalt barn með víxlun LÆKNAblaðið 2012/98 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.