Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 53
MYND LÆKNIS Mynd frá árinu 19 Mynd og texti: Ársæll Jónsson Sigurður varð prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands árið 1954 og yfir- læknir á lyflækningadeild Landspítala. Á efri árum skrifaði hann um sjúkdóma fornmanna í íslendingasögum. Þórir stofnaði göngudeild sykursjúkra við Landspítala árið 1974. Hann þótti afburða kennari í klínískri skoðun. Hann var kröfu- harður við sjúklinga sem mátu hann mikils. Hann notaði 1000 hitaeiningalista við megrun og sagt var að sjúklingar hans á göngudeild hefðu lést um meira en eitt og hálft tonn (óstaðfest). Þorsteinn Svörfuður varð yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans árið 1991. Hann öðlaðist alþjóðleg dómararétt- indi á golfmótum og stundar nú nám í latínu og grísku við HÍ. Sigurður Samúelsson innleiddi áherslur á forvarnir við kransæðasjúkdóma. Eg sá hann (1963-64) uppljómaðan í kennslu- stund í lyflæknisfræði, nýkominn frá þingi hjartalækna í Bandaríkjunum. Þar var fjallað um nýjar uppgötvanir um kransæðakölkun fallinna hermanna í Kóreu og skorin var upp herör til að draga úr fituneyslu, reykingum og háþrýstingi. Sigurður kvaddi saman ákveðinn og fram- taksaman hóp manna sem stofnuðu samtök og öfluðu fjár um land allt. Hann uppskar mikla andstöðu, einkum frá talsmönnum landbúnaðarins. Þessi nýja þekking varð Sigurði sá hvati, sem leiddi til stofnunar Hjartaverndar og þótt margir legðu hönd á plóg skipti framganga Sigurðar ótvírætt mestu máli. Sigurður var ekki góður ræðumaður og þótti einstrengingslegur. Kollegar sumir höfðu í flimtingum svör hans og viðbrögð. Hann var vel kynntur og var valinn í heiðurs- sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á mínum aldri er oft hægt að sjá menn og mál- efni skýrar en áður. Við mér blasir nú ótrú- lega kröftugur áhugi Sigurðar á forvörnum við kransæðasjúkdómum byggðum á vísinda- legum grunni. Árangurinn varð Hjartavernd. Á myndinni er Sigurður Samúelsson að tala við Þóri Helgason sérfræðing, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson deildar- læknir hlýðir á. Formannafundur Ll Föstudaginn 27. apríl heldur Læknafélag íslands árvissan formannafund sinn. Fyrir hádegi er farið yfir ályktanir aðalfundar 2011 og störf stjórnar LÍ. Jafn- framt gefa forkólfar í innra starfi félagsins skýrslur um starfsemi síðasta árs. Eftir hádegi er opið málþing undir fyrirsögninni: Hver er staða sjálfstætt starfandi læknaþjónustu á íslandi? Frekari dagskrá málþingsins og framsögu- menn verða kynntir síðar. Málþingið verður kl. 13-17 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is REYKJAVIK L. LÆKNAblaöiö 2012/98 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.