Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 43
ATFERLISHAGFRÆÐI „Það getur skipt verulegu máli þegar lýðheilsa heillar þjóðar er viðfangs- efnið að lausnirnar séu ódýrar enda getur smá- vægileg breyting til hins betra hjá stórum hópi fólks dregið verulega úr kostn- aði samfélagsins við lyf og heilbrigðisþjónustu segir Tryggvi Þorgeirsson umsjónardeildarlæknir. markaðssetningu hefur lýðheilsugeirinn of oft mætt með því að höfða til hins skyn- sama Kerfis 2 með fræðsluherferðum og svart-hvítum upplýsingamiðum. Síðan spyr maður sig hver hefur haft betur. Þetta á einnig við í merkingum á nær- ingarinnihaldi matvæla, sem innihalda fjölda talna og þarf mikla rökhugsun til að geta nýtt sér. Rannsóknir sýna að neyt- endur eyða að meðaltali 12 sekúndum í val á hverri vörutegund í stórmarkaði og að minnihluti neytenda getur nýtt sér næringarinnihaldsupplýsingar jafn- vel þótt þeir fái að setjast niður og reikna í ró og næði með blað og blýant í hönd. Því er ólíklegt að slíkar upplýsingar hafi veruleg áhrif á val okkar þegar við förum í stórmarkaðinn, oft þreytt og annars hugar í lok erfiðs vinnudags. Ahugaverð nýleg rannsókn sýndi fram á að með því að skipta út hefðbundnum tölulegum nær- ingarupplýsingum fyrir miða sem gefur til kynna hollustu með rauðum, gulum eða grænum lit, völdu neytendur hollari valkostinn fimm sinnum oftar en ella. Enn fremur virkuðu slíkar upplýsingar jafnvel fyrir alla, óháð menntun, ólíkt hefðbundnu merkingunum." Viljum síður tapa en græða Atferlishagfræði býður upp á lausnir sem hjálpa fílatemjaranum að bregða böndum á fílinn. „Nýlegar rannsóknir í atferlis- hagfræði hafa beinst að því að hjálpa fólki að skuldbinda sig til lífsstílsbreytinga í framtíðinni. Byggist það á því að við setjum eins konar afslátt á bæði umbun og refsingu sem gerist í framtíð en leggjum mun meiri vigt á það sem gerist í dag. Því er fólk gjarnan tilbúið að skuldbinda sig til að hætta að reykja eða til að létta sig eftir mánuð frekar en strax á morgun. Ný- legar rannsóknir hafa sýnt fram á árangur slíkra skuldbindinga, meðal annars við reykbindindi og þyngdarstjórnun. Með slíkar rannsóknir í huga stofnuðu tveir hagfræðiprófessorar við Yale-háskólann heimasíðuna stickK.com þar sem til- gangurinn er að hjálpa fólki að setja sér markmið og skuldbinda sig til að standa við þau. Þar geta menn gengið eins langt og þeir kjósa. f fyrsta lagi er hægt að setja sér skrifleg markmið, en rannsóknir benda til þess að það auki líkur á að tilætlaður árangur náist. í öðru lagi er hægt að skrá vin eða ættingja til að fylgjast með og staðfesta reglulega árangurinn gegnum heimasíðuna. Þriðja stigið felst í fjárhags- legri skuldbindingu þar sem þú lætur ákveðna upphæð af hendi rakna til ein- hvers góðs málefnis ef þú stendur ekki við markmiðið. Fjórða stigið er ef til vill öflugast en þá renna peningarnir þínir til einhvers málefnis sem þú þolir alls ekki ef þú stendur ekki við markmiðið. Öll hvatning til breytts lífsstíls ætti að taka sem mest mið af því að umbun sem fæst fljótt höfðar mun sterkar til okkar en fyrirheit um uppskeru í óljósri framtíð. Það er því fyrirfram nærri vonlaust að virkja einstakling til að breyta mataræði og stunda hreyfingu með því að benda á líkurnar á hjartaáfalli eftir 10-15 ár. Ef lögð er áhersla á vellíðanina sem fylgir hreyfingunni eru líkurnar strax orðnar meiri á árangri. Bætum við þetta skriflegri skuldbindingu og loforði um að ákveðin upphæð renni úr vasa þínum til stjórn- málaflokks eða íþróttafélags sem þér líkar ekki ef þú nærð ekki settu markmiði, og líkurnar á árangri aukast enn frekar. Það þarf ekki einu sinni háar fjárhæðir því at- ferlishagfræði sýnir fram á að óhamingjan af því að tapa fjármunum er mun sterkari en ánægjan sem fylgir því að græða þá. Á það ef til vill þátt í því að það virðist áhrifaríkara að skattleggja óhollustu en að niðurgreiða hollustu, en rannsóknir benda einmitt til þess að eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitufaraldurinn sé sykur- skattur." Þótt hér sé einungis um að ræða upp- talningu á hluta þeirra aðferða sem atferlishagfræðin hefur upp á að bjóða, segir Tryggvi að lokum að hann telji að aðferðir sem þessar geti nýst bæði læknum og lýðheilsuyfirvöldum við að hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og neysluvenjur fólks með einföldum og ódýrum hætti. LÆKNAblaðið 2012/98 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.