Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 44
LYFJAEFTIRLIT
Markmiðið er markvissari lyfjaávísanir
Lyfjaeftirlit landlæknis hefur eflst til muna á síðasta ári
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Hjá landlæknisembættinu starfar nú
þriggja manna teymi við lyfjaeftirlit,
þau Magnús Jóhannsson læknir, Ingunn
Björnsdóttir lyfjafræðingur og Ólafur B.
Einarsson líffræðingur og verkefnisstjóri
um lyfjagagnagrunn. Þau segja bætt
lyfjaeftirlit byggjast á góðu samstarfi við
lækna en rafræn sjúkra- og lyfjaskrá á
landsvísu sé það sem beðið er eftir.
„Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið
árið 2006 og eftirlit með honum var hluta-
starf okkar Matthíasar Halldórssonar
aðstoðarlandlæknis þar til hann hætti
störfum hjá embættinu og ég sinnti þessu
einn þar til í fyrra að Magnús og Ingunn
komu hingað til starfa. Með því má segja
að lyfjaeftirlit byggt á lyfjagagnagrunni
hafi aukist verulega," segir Ólafur í upp-
hafi. Hann segir að mikil vinna hafi farið í
að byggja upp gagnagrunninn, gera hann
nothæfan og skilvirkan og semja eftirlits-
handbók. „Við erum enn að sníða viðmótið
að þörfum eftirlitsins. Við gerum útttektir
á þriggja mánaða fresti og skoðum út-
skriftir á lyfjum í ákveðnum flokkum,
aðallega ávanabindandi lyfjum en þar
undir eru 130 lyfjaheitisnúmer. Aðal-
vandi okkar er þó að koma trúnaðarupp-
lýsingum til læknanna þar sem við höfum
ekki upplýsingar um starfsstöðvar lækna
og boðleiðir eru takmarkaðar. Það eru ekki
allir læknar jafn hrifnir af því að fá bréf í
ábyrgðarpósti þessa efnis heim til sín."
Magnús bætir því við að læknar skipti
oft um starfsstöð og upplýsingar um slíkt
séu því fljótar að úreldast. „Það er hvergi
haldin skrá yfir þetta og okkar eina leið
til að koma viðkvæmum upplýsingum til
lækna er oft að senda þeim bréf. Slík bréf
innihalda oft upplýsingar með nöfnum
skjólstæðinga sem koma upp í eftirliti. Við
viljum ekki senda bréf með slíkum upplýs-
ingum í almennum pósti eða á fjölmennan
vinnustað þar sem læknirinn er hættur
eða kemur mjög stopult á."
Ingunn segir að ábendingar til
læknanna snúist oft um að tilteknir
sjúklingar virðist flakka á milli lækna og
fá margfalda skammta af ávanabindandi
lyfjum. „Læknarnir geta ekki séð hvort
sjúklingurinn hefur fengið lyfseðil með
sama lyfi hjá öðrum lækni en við sjáum
það og bendum þeim á það."
Vantar samræmda sjúkra- og lyfjaskrá
Hér er auðvitað tæpt á því máli sem
læknar hafa hvað hatrammast barist fyrir
að komist í gagnið, en það er samræmd
sjúkra- og lyfjaskrá á landsvísu. Þannig
gætu þeir séð hvaða lyfjum aðrir læknar
eru að ávísa og hagað sínum ávísunum í
samræmi við það. „Þetta snýst ekki nema
að mjög litlu leyti um misnotkun lyfja
heldur einfaldlega betri læknisfræði," seg-
ir Magnús og leggur áherslu á að í sam-
ræmdri rafrænni sjúkra- og lyfjaskrá fyrir
allt landið verði heilmikið af þessum upp-
lýsingum. „Þar að auki væri æskilegt að
læknar hefðu aðgang að lyfjagagnagrunn-
inum í dag og gætu séð hvort sjúklingar
þeirra eru að fá lyfjum ávísað annars
staðar. Það er auðvitað gagnlegt, jafnvel
þó þeir sæju ekki nöfn hinna læknanna.
Það myndi eflaust hafa áhrif á ákvörðun
læknisins ef hann sæi að sjúklingurinn er
að fá sama lyf hjá 13 öðrum læknum eins
og dæmi eru um þó það sé ekki algengt."
Þau segja að áherslur þeirra við lyfja-
eftirlitið hafi beinst að því að finna þá ein-
staklinga sem eru að fá ávanabindandi lyf
hjá mörgum læknum en einnig að finna þá
lækna sem telja verður að ávísi slíkum lyfj-
um í óhófi. „Við getum varað læknana við
þessum sjúklingum og haft samband við
þá sem við teljum að séu að ávísa í óhófi.
Oftast er það gert í góðri trú læknisins og
við getum þá hjálpað þeim að draga úr
lyfjaávísunum til þessara einstaklinga."
Þau benda á að misnotkun ávana-
bindandi lyfja og blekkingaleikur fíkla
gagnvart læknum sé ekki séríslenskt
fyrirbrigði. „Það hefur verið rannsakað
í Svíþjóð að 1-2% þeirra sem fá ávísað
ávanabindandi lyfjum eru að misnota þau
og/eða selja öðrum."
Eitt af því sem þau leggja áherslu á er
að trúnaðarsamband læknis og sjúklings
er á ábyrgð beggja. „Sjúklingur sem svíkur
lyf út úr lækni með blekkingum er að
brjóta trúnað. Læknirinn má ekki treysta
sjúklingi í blindni og ber að leita eftir
merkjum um ávana eða fíkn þegar um slík
lyf er að ræða."
Upplýsingar í lyfjaeftirliti eru ekki
eingöngu komnar úr lyfjagagnagrunni.
í eftirliti eru einnig skoðaðar rann-
sóknarniðurstöður krufningarsýna vegna
dauðsfalla sem rekja má til misnotkunar
eða ofnotkunar lyfja. Þá eru innlagnir á
bráðadeildir vegna eitrana eða ofskömmt-
unar ávanabindandi lyfja skoðaðar en
vegna slíkra tilfella eru kannaðar ávísanir
til fólksins 90 dögum fyrir andlát eða inn-
lögn. „Auk þess fáum við fullt af ábend-
ingum úr ýmsum áttum frá almenningi,
lögreglu, læknum og lyfjafræðingum sem
er allt mjög gagnlegt."
Aðspurð um hvort eftirlitið beinist nær
eingöngu að notkun ávanabindandi lyfja,
segja þau að svo hafi verið nær eingöngu
undanfarið ár. Astæðuna megi að nokkru
leyti rekja til aukinnar umræðu í samfé-
laginu um þetta en heilbrigðisyfirvöldum
hafi verið kunnugt um vandann talsvert
fyrr og ráðstafanir hafi þegar verið komn-
ar til framkvæmda áður en umræðan hófst
236 LÆKNAblaðið 2012/98