Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 66
Ritstjórn vill fá fleiri raddir kolleganna til að hljóma. í þessu skyni hefur blaðið kallað eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur.|»w^, Fyrir yöar iður „Félag meltingarfræða" var formlega stofnað 1970. Fyrsti formaður þess var Ólafur Gunnlaugsson en Tómas Árni Jónasson tók við formennskunni 1972- 1975. Á þessum árum hittust lærifeður okkar reglulega á tilfellafundum, skoðuðu myndir teknar með hálfstífri „gastro- cameru" og röntgenmyndir ásamt Ás- mundi Brekkan röntgenlækni á Borgar- spítalanum. Meltingarlæknar á Islandi voru flestir 24 árið 2009, þar af fjórir meltingarlæknar barna. Síðustu tvö ár hafa 5 flutt til út- landa. Nokkrir eru búnir með sérnám en hafa frestað heimför. Ellefu meltingarlæknar starfa á Land- spítala, 9 í hlutastarfi. Fjórir þeirra koma frá St. Jósefsspítala. Mikill missir er að góðri starfsemi sem þar var rekin í mörg ár. Fimm meltingarlæknar búa og starfa á landsbyggðinni, á Akureyri, Húsavík og ísafirði. Þrír starfa á Akureyri, þar af einn barnalæknir. Meltingarlæknar búsettir í Reykjavík vinna hlutastarf á sjúkrahúsun- um á Akranesi, Selfossi og Suðurnesjum. Nickolas Cariglia (Nick) kom fyrst til Islands 1972, læknanemi í sumarfríi. Hann var þá ráðinn sem aðstoðarlæknir á hand- lækningadeild FSA (Akureyri) og flutti sem meltingarlæknir til Islands 1979. Nick fór snemma að nota maga- og ristilspegl- anir auk gallvegaþræðinga (ERCP) í starfi sínu. Hann er ábyrgur fyrir því að undir- ritaður valdi sér þessa sérgrein. Tæknin við greiningu meltingar- sjúkdóma er sífellt að batna. Nú má sjá minnstu æðar og slímhúðaryfirborð með stafrænni tækni við maga- og ristil- speglanir. Auðvelt er að snara sepa í ristli og fyrirbyggja þannig krabbamein. Með ERCP má oft fjarlægja steina eða losa um illkynja flæðishindrun í gallvegum. Ómskoðun við speglun (EUS) hjálpar við stigun illkynja meina. Holsjárskoðun með hylki gerir mögulegt að finna minnstu smáblæðingar frá smáþörmum. Góðar tölvusneiðmyndir og segulómun gera ástungur oft óþarfar. Sannleikurinn er síbreytilegur. Einu sinni var jörðin flöt. Við fengum magasár af stressi. Erfitt var að lækna sárin og þau komu sífellt aftur. Sjúklingar dvöldu á sjúkradeildum á sérfæði og rúmlegu vikum og jafnvel mánuðum saman. Oft þurfti að skera burt stóran hluta magans og klippt var á Vagustaugina. Þegar áströlsku læknarnir Marshall og Warren komu með kenningu sína 1982 um Helicobacter Pylori (HP) sem orsök maga- og skeifugarnarsára trúðu þeim fáir. Þeir fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2005 fyrir þessa uppgötvun. Nú eru flest magasár læknuð með sýklalyfjum. Ákveðna tegund lymphoma í maga „MALT-oma" má einnig rekja til HP- sýkingar. Margir vonuðu að fleiri bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma mætti rekja til sýkinga en erfitt hefur reynst að sanna orsakatengslin. Síðustu áratugi hefur meðferð á flestum sjúkdómum í meltingarfærum batnað. Öflugir prótondæluhemlar bæta sýrutengd * mein. Erfiða bólgusjúkdóma í þörmum má oft hemja með ónæmisbælandi með- ferð þar sem mótefni gegn TNF-alfa hafa reynst vel, líkt og við gigt- og húðsjúk- dómum. Skurðaðgerðir við magasárum eru nú mjög sjaldgæfar og oftast duga öfl- ugir sýruhemlar við bakflæði. Gömlu gigtarlyfin valda þó enn maga- og þarma- blæðingum og jafnvel götun (perforation) sem þarfnast skurðaðgerðar. Mikilvægir samstarfsfélagar meltingarlækna eru enn skurðlæknar meltingarfæra. Oftast vegna illkynja meina. Ristilkrabbamein er langal- gengasta og mikilvægasta illkynja mein sem meltingarlæknar fást við. Fáir efast um gagnsemi þess að leita skipulega að ristilkrabbameini með hægðaprufum eða Trausti Valdimarsson formaður Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum trausti. valdimarsson@hve.is ristilspeglunum. Reiknað hefur verið af heilsuhagfræðingum að slík leit margborgi sig og tryggingafélög í Bandaríkjunum greiða fyrir ristilspeglun tryggingartaka sinna. Smáþarmar okkar eru duglegir við að sjúga hitaeiningar úr næringunni. Varaforði verður vandamál. Nútímalífsstíll með bílum og öðrum þægindum veldur því að við hreyfum okkur sífellt minna. Öll þiggjum við hreyfiþörf í vöggugjöf. Mörgum tekst að bæla þessa þörf. Lyftur sem voru hannaðar fyrir hreyfihamlaða og vöruflutninga eru notaðar af frískum. Allt bilar sem ekki er notað. Ef þú hættir að gera það þá hættir þú að geta það! Hjá flestum jarðarbúum er enn mikið framboð á mat. Þegar önnur ráð duga ekki hefur hjáveituaðgerð (ileal bypass) reynst mörg- um vel. Er ekki öfugsnúið að við þurfum að takmarka frábæra starfsemi þarmanna? Oftast má greina og meðhöndla sjúk- dóma í meltingarfærum án innlagnar á sjúkrahús. Sjúkrarúmum hefur fækkað mikið síðustu árin og flestir meltingar- læknar starfa mest á göngudeildum eða læknamóttökum utan sjúkrahúsa. Meltingarlæknar hittast enn á tilfella- fundum og í árlegum vor- og/eða haust- ferðum. Norræna þingið í meltingarsjúk- dómum verður haldið á Islandi 12.-15. júní 2012, heimasíða þingsins er: ngc2012.com. Það hefur verið haldið 6 sinnum á íslandi síðan 1975. Þátttaka síðustu ár hefur farið minnkandi. Margir sækja frekar stærri ráðstefnur og því hefur verið ákveðið að þingið í sumar verði það síðasta í röðinni. Einar S. Björnsson yfirlæknir og prófessor verður forseti þingsins. Meltingarlæknar í undirbúningsnefnd eru staðráðnir í að gera veg þess sem mestan. Vinir meltingarfræða munu ekki hætta að hittast. Fyrir yðar iður! 258 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.