Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 14

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 14
RANNSÓKN Tafla V. Snemmkomnir fylgikvillar. Sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla. Fjöldi (%). Alvarlegir fylgikvillar 31 (47) Hjartadrep tengt aögerö* 15(26) Alvarleg öndunarbilun 11(17)* Enduraðgerð vegna blæðingar 10(15) Hjartabilun í tengslum við aðgerð sem krafðist ósæðardælu (n=6) eða ECMO dælu (n=3) 9(14) Bráð nýrnabilun sem leiddi til skilunar 6(9) Varanlegt heiladrep 2(3) Enduraðgerð vegna hliðarlokuleka 1(2) Sýking/los í bringubeini 2(3) Hjartaþelsbólga 1 (2) Minniháttar fylgikvillar 40 (61) Nýtilkomið gáttatif/-flökt* 17(45) Minniháttar hjartaskaði5 18(31) Fleiðruvökvi sem krafðist aftöppunar 17(26) Lungnabólga 8(12) Bráður nýrnaskaði11 sem ekki þarfnaðist blóðskilunar 5(8) Gollurshúsvökvi sem krafðist aftöppunar 5(8) Þvagfærasýking 3(6) Hægataktur sem krafðist gangráðsísetningar 2(3) Yfirborðssýking í skurðsári 2(3) * ST-hækkanir á hjartariti eða CK-MB mæling yfir 100 pg/L hjá sjúklingum sem ekki höfðu hjartadrep fyrir aðgerð. t Meðferð í öndunarvél lengur en í eina viku. Sex þessara sjúklinga fengu barkaraufun. t tekur aðeins til þeirra 38 sjúklinga sem ekki höfðu þekkt gáttatif fyrir aðgerð § CK-MB-mæling 70-100 pg/L eftir aðgerð hjá sjúklingum sem ekki höfðu hjartadrep fyrir aðgerð. H Kreatínín >200 pmol/L hjá sjúklingum sem ekki höfðu hækkað kreatínín fyrir aðgerð. var að meðaltali 1166 ± 1079 mL. Miðgildi fjölda gefinna eininga af rauðkornaþykkni eftir aðgerð var 7 (bil 0-87, meðaltal 12,3), en blóðvökva 5 (bil 0-63, meðaltal 13,3) og blóðflaga 0 (bil 0-25, meðaltal 2,6). Miðgildi tíma í öndunarvél eftir aðgerðina var 17 tímar, eða frá þremur og upp í 1700 klukkutímar (10 vikur). Mið- gildi gjörgæslulegu voru 68 tímar (bil 12-1839) en heildarlegutími á sjúkrahúsi 24 dagar (bil 1-160). Fylgikvillar eftir aðgerð eru sýndir í töflu V. Alvarlegir fylgi- kviliar greindust hjá rúmlega helmingi sjúklinga, en algengastir voru hjartadrep (30%), alvarleg öndunarbilun (17%) og endurað- gerð vegna blæðingar (15%). Sex sjúklingar (9%) þurftu nýrna- skilun vegna bráðs nýrnaskaða og tveir hlutu varanlegt heiladrep. Sex sjúklingar þurftu ósæðardælu (intra-aortic balloon pump, IABP) eftir aðgerð vegna hjartabilunar og þrír meðferð með ECMO (extra corporeal membraneous oxygenation) á gjörgæsludeild. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá 40 (61%) sjúklingum og voru algeng- ustu fylgikvillarnir fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, ný- tilkomið gáttatif og lungnabólga. Sex sjúklingar létust innan 30 daga og var skurðdauði því 9%. í töflu VI eru nánari upplýsingar um þessa sex sjúklinga, meðal annars dánarorsakir þeirra. Þrír sjúklingar til viðbótar létust fyrir útskrift og var sjúkrahúsdauði (hospital mortality) því 14%. Tími (mánuðir) Mynd 2. Heildarlifun (Kaplan-Meier) sjúklinga (svört lína) með 95% vikmörkum (brotnar línur). Heildarlifun sjúklinganna eftir míturlokuskipti er sýnd á mynd 2. Fimm ára lifun var 69% (95% ÖB: 58-82). Fjölbreytugreining á forspárþáttum lifunar leiddi í ljós að hærri aldur (ÁH 1,03; 95% ÖB 1,00-1,08; p=0,047) reyndist neikvæður forspárþáttur lifunar. Hins vegar reyndust kyn, logEuroSCORE og NYHA-flokkur, auk tilkomu annarrar samhliða aðgerðar eins og ósæðarlokuskipta og tangartími, ekki hafa áhrif á langtímalifun. Ef NYHA-flokkun var sleppt voru bæði aldur (ÁH 1,04; 95% ÖB 1,00-1,07; p=0,047) og hærra logEuroSCORE (ÁH 1,02; 95% ÖB 1,00-1,04; p=0,019) sjálf- stæðir marktækir áhættuþættir. Líkanið var prófað með NYHA- flokkun en án logEuroSCORE, og styrkti það áhrif aldurs (ÁH 1,05, ÖB 1,01-1,09, p=0,008), en aðrar breytur höfðu ekki marktæk tengsl við langtímalifun. Umræða Helstu markmið þessarar rannsóknar voru að meta árangur mítur- lokuskipta hér á landi með áherslu á skammtímafylgikvilla, dán- arhlutfall innan 30 daga og langtímalifun. Fylgikvillar reyndust algengir og alvarlegir fylgikvillar greindust hjá tæpum helmingi sjúklinga. Þetta verður að teljast hátt hlutfall og er nokkru hærra en bæði við ósæðarlokuskipti (33%)15 og kransæðahjáveituaðgerðir (9,6%) hér á landi.16 Af þeim sem ekki höfðu hjartadrep fyrir aðgerð fengu 25% hjartadrep í tengslum við aðgerðina. Þetta er næstum helmingi hærra en í áðurnefndri rannsókn á ósæðarlokuskiptum og sennilega má helst rekja það til langs tangartíma í þessum að- gerðum. Margir þessara sjúklinga áttu við alvarlega öndunarbilun að stríða og þurftu að vera lengur en eina viku í öndunarvél. í afturskyggnri rannsókn getur verið erfitt að greina nákvæma ástæðu öndunarbilunar í hverju tilfelli en oftast var um brátt andnauðarheilkenni (adult respiratory distress syndrome, ARDS) og hjartabilun að ræða. Enduraðgerðir vegna blæðingar voru álíka algengar eftir míturlokuskipti (15%) og ósæðarlokuskipti (17%), en í nýlegri rannsókn af Landspítala var tíðni enduraðgerða vegna blæðingar 8% eftir allar opnar hjartaaðgerðir.17 Þessi munur kann 206 LÆKNAblaðið 2012/98 j

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.