Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 15
RANNSÓKN Tafla VI. Yfirlit yfir sjúklinga sem létust innan 30 daga. Nr. Aldur/ kyn NYHA flokkurV logEuroSCORE Greining Lífræn loka Önnur samhliða hjartaaðgerð Fyrst reynd viðgerð Tangar- tími (mín) Ósæðar- dæla/ ECMO dælaf Blóð- gjoft Endur- aðgerð vegna blæðingar Lifun (dagar) Dánarorsök 1 74/kk IV/74,5 Enduraðgerð vegna leka í míturlokuviðgerð sama dag + 162 -/- 5 3 Hjartadrep í tengslum við aðgerð 2 47/kk IV /88,4 Leki vegna hjartaþelsbólgu - - - 120 -/- 37 + 19 Sýklasótt 3 71/kk IV/31,1 Hjartadrep með rofi á totuvöðva — Kransæða- hjáveita - 311 -/+ 23 - 4 Hjartadrep, andnauðar- heilkenni 4 60/kk III /20,2 Leki vegna hjartaþelsbólgu - - + 285 +/+ 87 - 9 Fjöllíffærabilun 5 65/kvk 111/11,0 Leki vegna blóðþurrðar í hjarta — Kransæða- hjáveita + 355 +/- 15 - 1 Hjartadrep í tengslum við aðgerð 6 50/kk III /5,5 Leki vegna aftara míturlokubakfalls + Ósæðarloku- skipti 222 -/+ 38 + 5 Fjöllíffærabilun, hjartadrep í tengslum við aðgerð * fyrir aðgerð t eftir aðgerð t fjöldi eininga rauðkornaþykknis að skýrast af því að míturlokuskipti eru tæknilega flóknar aðgerðir og krefjast lengri tíma á hjarta- og lungnavél, sem eykur hættu á blæðingum.18 Hins vegar var tíðni sýkinga í bringubeini og heila- dreps í tengsium við aðgerð lág í þessari rannsókn. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá rúmlega helmingi sjúklinga. Nýtilkomið gáttatif eða flökt var algengast, eða hjá 45% sjúklinga, en þá eru ekki taldir með þeir 28 sjúklingar sem höfðu þekkt gáttatif fyrir aðgerðina. Tíðni nýtilkomins gáttatifs reyndist umtalsvert lægra en eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarþrengsla, en þar var það 76%.15 Ekki er ljóst hvað skýrir þennan mun, en tæknilega flóknum aðgerðum eins og míturlokuaðgerðum fylgir oft há tíðni gáttatifs.12 A móti kemur að sjúklingar í þessari rannsókn voru að meðaltali 13 árum yngri en þeir sem gengustu undir ósæðarlokuskipti, en tíðni gáttatifs eykst með aldri.15 Þessi rannsókn tók til 20 ára tímabils og er hugsanlegt að gáttatif hafi verið vangreint á fyrri hluta rann- sóknartímabilsins þegar eftirfylgd sjúklinga með hjartarafsjá var styttri en í ósæðarlokurannsókninni sem tók til áranna 2002-2006. Hlutfall sjúklinga sem létust innan 30 daga reyndist 9%, sem er svipað eða lægra en í erlendum rannsóknum.19'22 Beinn saman- burður er þó erfiður þar sem sumar erlendu rannsóknanna tóku ekki með ákveðna sjúklingahópa, til dæmis sjúklinga sem gengust undir bráðaaðgerðir og endurtekin míturlokuskipti.19-20,22 Þar sem bráðaaðgerðir voru einnig teknar með í þessari rannsókn hefði allt eins mátt búast við enn hærra dánarhlutfalli, en dánarhlutfall án bráðaaðgerða var aðeins 5%. í nýlegri sænskri rannsókn með svipuðu sjúklingaþýði reyndist dánarhlutfall innan 30 daga 9,7%.22 Dánarhlutfall eftir míturlokuskipti reyndist hærra en eftir ósæð- arlokuskipti á Islandi þar sem það var 6,4%.15 Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir23 og kann að skýrast af mismunandi eðli aðgerðanna og að í þessari rannsókn höfðu margir sjúklingar brátt hjartadrep og hjartaþelsbólgu. Þetta endurspeglast meðal annars í háu logEuroSCORE (14,9%) en einnig þeirri staðreynd að 87% sjúk- linga voru í NYHA-flokki III eða IV, og því með veruleg einkenni hjartabilunar fyrir aðgerð. Þar að auki hafði fjórðungur sjúklinga áður gengist undir hjartaaðgerð en í erlendum rannsóknum er dánarhlutfall innan 30 daga oft mun hærra eftir enduraðgerðir á míturloku, enda þótt lægra hlutfalli (8%) hafi verið lýst.24 Útstreymisbrot vinstri slegils var að meðaltali lækkað og sleg- illinn stækkaður hjá sjúklingum með míturlokuleka. Útstreymis- brot er yfirleitt ofmetið í míturlokuleka þar sem stór hluti slagrúm- máls er dælt til baka í vinstri gátt. Þannig getur útstreymisbrot verið eðlilegt hjá slíkum sjúklingum þótt samdráttargeta vinstri slegils sé skert.25 Athyglisvert er að hjá flestum sjúklingum með leka var útstreymisbrot vinstri slegils undir 60%, en yfirleitt er mælt með aðgerð við lokuleka áður en starfsemi vinstri slegils skerðist.2'8 Þar sem stór hluti sjúklinganna var með skerta starf- semi vinstri slegils og einkenni hjartabilunar fyrir aðgerð virðast þeir hafa komið seint til aðgerðar, án þess að ástæða þess sé þekkt. Aðrir sjúklingar höfðu sögu um brátt hjartadrep eða leka vegna langvinns blóðþurrðarsjúkdóms, sem gæti skýrt skerta starfsemi vinstra slegils og hjartabilun. Míturlokuskiptum hefur fækkað verulega frá því fyrsta aðgerð- in var gerð hér á landi fyrir rúmum tveimur áratugum. Þannig voru næstum helmingi fleiri aðgerðir gerðar fyrstu 5 ár rann- sóknarinnar, en síðustu 5 árin aðeins tvær aðgerðir að meðaltali á ári. Hlutfall míturlokuskiptaaðgerða af öllum hjartaaðgerðum sem framkvæmdar eru hér á landi er enn lægra, því hjartaaðgerðum hefur fjölgað á þeim 20 árum sem rannsóknin tók til. Gigtsótt er talin orsök langflestra tilfella míturlokuþrengsla, enda þótt saga um gigtsótt fáist ekki nema í helmingi tilfella,1 eins og sást í þessari rannsókn. Fækkun míturlokuskipta hér á landi tengist að einhverju leyti fækkun tilfella af míturlokuþrengslum sem líklega má rekja til lægri tíðni gigtsóttar hérlendis. Vaxandi fjöldi míturlokuviðgerða hjá sjúklingum með lokuleka hefur þó sennilega meira að segja. Eins og sést á mynd 1 þá jókst hlutfall viðgerða úr 34% árin 1990-1994 í 81% árin 2005-2009 og undir lok rannsóknartímabilsins voru viðgerðir rúmlega fjórum sinnum algengari en míturlokuskipti. Svipuð þróun hefur sést á stærri LÆKNAblaðið 2012/98 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.