Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 26
Y F I R L I T Tafla II. Helstu gagnasöfn sem nýtast ílyfjafaraldsfræði. safn ábyrgð vinnsla rafrænt frá skráð m.a. Lyfjagagnagrunnur LL LL 2002 lyfjaávísanir Krabbameinsskrá islands LL Krabbameinsfélagið 1955 krabbamein Smitsjúkdómaskrá SVL SVL 1997 smitsjúkdómar Slysaskrá islands LL LL 2002 slys Vistunarskrá heilbrigðisstofnana LL LL 1999 sjúkdómsgreiningar Samskiptaskrá heilsugæslustöðva LL LL 2004 sjúkdómsgreiningar Bólusetningaskrá SVL SVL 2002 bólusetningar Fæðingaskrá LL Landspítali 1982 meðganga, fæðing, meðfæddir gallar Dánarmeinaskrá LL LL 1996 (1981) dánarmein Gögn Hjartaverndar Hjartavernd Hjartavernd 1967 ýmislegt Aukaverkanir lyfja Lyfjastofnun WHO 1966 aukaverkanir í um 100 löndum Lyfjastofnun EMA 2003 aukaverkanir í Evrópu LL: landlæknir; SVL: sóttvarnalæknir; WHO (World Health Organisation); Alþjóöaheilbrigðismálastofnunin; EMA (European Medicines Agency); Lyfjastofnun Evrópu angursríkari og hættuminni eru lyfjafaraldsfræðilegar rannsóknir eftir að lyfið er komið í notkun. Lyfjafaraldsfræðilegar rannsóknir eru í örum vexti í heiminum.4'5 Gagnagrunnar eða gagnasöfn Gagnasöfnum í heilbrigðiskerfinu er oft skipt í tvo meginflokka. Annars vegar eru þau sem innihalda gögn sem verða til við vinnu með sjúklinga (klínísk gagnasöfn) og hins vegar þau sem verða til í stjórnsýslunni (stjórnsýsluleg gagnasöfn).6 Gott dæmi um fyrri gerðina er skrá yfir sjúkdómsgreiningar en um síðari gerðina skrá um afgreiðslu lyfjaávísana í lyfjabúðum. Skilin milli þessara tveggja megingerða gagnasafna eru ekki alltaf skýr og skipta sjaldnast máli. Þannig innihalda stjórnsýsluleg gagnasöfn stundum upplýsingar sem verða til í klínískri vinnu, vistast upp- haflega í klínískum gagnasöfnum en einhver hluti upplýsinganna er sendur áfram inn í stjórnsýslulegt gagnasafn. Megintilgangur gagnasafns getur verið mismunandi eftir eðli viðkomandi safns en flest gagnasöfn eru notuð til eftirlits, gæðastjórnunar og rann- sókna. I töflu II er yfirlit yfir helstu gagnasöfn á þessu sviði á íslandi. Oll gagnasöfnin nema gögn Hjartaverndar og aukaverkanaskrár heyra undir heilbrigðisskrár embættis landlæknis en í nokkrum tilvikum hefur landlæknir, sem ábyrgðaraðili, falið öðrum að sjá um vinnsluna (sbr. Lög um landlækni nr. 41/2007 og Reglugerð um heilbrigðisskrár nr. 548/2008). Gögn Hjartaverndar hafa þar að auki þá sérstöðu að heyra ekki undir opinbera stofnun heldur sjálfseignastofnun. Gagnasöfn sóttvarnalæknis eru háð sérlögum um sóttvarnir. Sóttvarnalæknir hefur gert samning við vinnslu- aðila um að halda berklaskrá og kynsjúkdómaská vegna starfa sinna. Upplýsingar um lyfjanotkun er einkum að finna í Lyfjagagna- grunni og Bólusetningaskrá en sjúkdómsgreiningar eru í Vist- unarskrá heilbrigðisstofnana, Samskiptaskrá heilsugæslustöðva, Krabbameinsskrá, Smitsjúkdómaskrá og Fæðingaskrá, en dánar- mein eru í Dánarmeinaskrá. Öll gagnasöfnin, að undanskildum þeim sem geyma aukaverkanir lyfja, eru með persónugreinan- legum upplýsingum og eru samkeyranleg. Öll gögn eru varin og varðveitt í samræmi við lög og upplýsingaöryggisstefnu ábyrgðar- aðila.7 Almennt má segja að þau gagnasöfn sem hér um ræðir séu nýtt með margvíslegum hætti í starfsemi ábyrgðaraðila, til dæmis við að afla þekkingar, hafa eftirlit og meta árangur. Úr skránum er reglulega unnin tölfræði sem birt er á vefsíðum ábyrgðar- og/ eða vinnsluaðila og einnig er unnin tölfræði fyrir alþjóðagagna- grunna. Gæðaeftirlit með gagnagrunnum er í stöðugri þróun. Almennt gildir að við notkun koma í ljós villur og vankantar þannig að með aukinni notkun aukast gæði gagnagrunna. Þess vegna hvetja ábyrgðaraðilar gagnasafna almennt til þess að gögnin séu nýtt í viðeigandi rannsóknum þannig að smám saman megi efla gæða- eftirlit enn frekar.8 Hér á eftir fer stutt umfjöllun um hvert gagna- safn fyrir sig. Lyfjagagnagrunnur Nýlega var varðveislu persónugreinanlegra upplýsinga í þessu gagnasafni breytt úr þremur árum í 30. Segja má að við þessa mjög svo tímabæru breytingu hafi möguleikar til rannsókna á sviði lyfjafaraldsfræði gjörbreyst hér á landi og orðið sambærilegir við það sem gerist í helstu nágrannalöndum okkar. Þetta gagnasafn er einnig notað við eftirlit með lyfjaávísunum, einkum varðandi lyf sem eru misnotuð að einhverju marki. I safnið eru skráðar allar lyfjaávísanir sem leystar eru út í lyfjabúðum á landinu öllu síðan árið 2002. Lyfjaávísanir á hjúkrunarheimilum bættust nýlega við og unnið er að því að safna einnig upplýsingum um lyfjaávísanir á sjúkrahúsum inn í grunninn. Þessari viðbót við safnið ætti að verða lokið á næstu misserum. Þegar sá áfangi næst verður í safn- inu nánast öll lyfjanotkun í landinu fyrir utan það sem selt er í lausasölu og auðvitað er alltaf einhver óvissa um það hvort lyf sem er aflað eru raunverulega notuð. Þetta gagnasafn inniheldur upplýsingar um auðkenni sjúk- lings og læknis, dagsetningu afgreiðslu, nafn og magn lyfs og nafn j 218 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.