Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 34
SJÚKRATILFELLI Mynd 1. 1,4x1,3x1,3 cmfyrirferð íheiladingli. Umræður Góðkynja kirtilæxli er algengasta fyrirferðin í heiladingli1 og eru æxli yfir 1 cm í þvermál skilgreind sem stórkirtilæxli en önnur sem smákirtilæxli. Þessi æxli eru ýmist seytandi eða ekki-seyt- andi. Mjólkurhormónsæxli (prolactinomn) eru algengust kirtilæxla, eða í um helmingi tilfella, síðan ekki-seytandi æxli (35-40%), vaxtarhormónsseytandi æxli (8-9%), nýrilbarkarhvata-seytandi (ACTH, 2-4%) og loks skjaldvakakveikju-seytandi (TSH, l-2%).2 í þessu tilfelli var æxlið ekki-seytandi og olli algjörri vanstarfsemi á heiladingli (panhypopituitarism) með skorti á ACTH, TSH, LH og FSH. Þá eru blóðgildi viðkomandi hormóna lækkuð eða innan neðri helmings viðmiðunarmarka. Heiladingulsbilunin skýrist af beinum þrýstingsáhrifum æxlisins á kirtilvefinn eða truflun á blóðrás til eða frá heiladingli. Niðurstöður Synacthen-prófs bentu til kortisólskorts en hæsta gildi yfir 550 nmól/1 er talið útiloka kortisólskort.3 Til að staðfesta greiningu kortisólskorts má einnig framkvæma insúlínþolpróf sem metur starfsemi allra hormóna í undirstúku-heiladingulsöxlinum. Loks benti lækkað IGF-1 til skorts á vaxtarhormóni,4 en til að staðfesta það er gert insúlínþol- próf eða vaxtarhormónshvata- og arginín (GHRH+Arginine) próf. Hár aldur sjúklings var metinn sem frábending fyrir meðferð með vaxtarhormóni og var hugsanlegur vaxtarhormónsskortur því ekki rannsakaður nánar. Dópamín bælir framleiðslu mjólkurhormóns úr heiladingli en fyrirferð í heiladingli eða undirstúku geta hindrað þessa bælingu og skýrir það væga hækkun mjólkurhormóns í þessu tilfelli. Þegar um er að ræða æxli sem framleiða mjólkurhormón er hækkun á mjólkurhormóni hins vegar mun meiri. Hjá sjúklingum með ekki-seytandi stórkirtilæxli án brottfalls- einkenna frá miðtaugakerfi eins og sjóntruflanir, er oftast beðið með skurðagerð og fylgst með sjúklingum með endurteknum segulómskoðunum af höfði og sjónsviðsmælingum. Annars er æxlið numið á brott í gegnum nef og gert gat á fleygholsbein (trans- sphenoidal) til að komast að æxlinu. Algengasta orsök lækkaðs natríums í sermi er SIADH en skort- ur á kortisóli eða þýroxíni getur einnig valdið þessu.6 Skýringin er talin vera aukin losun á þvagskerðihormóni sem veldur vatns- söfnun í líkamanum og þar með minni þéttni natríums í blóði.5 í þessu tilfelli liðu margir mánuðir þar til undirliggjandi orsök natríumlækkunar greindist, en einkennin voru almenn eðlis, aðal- lega slappleiki og þreyta. Spurning er hvort fylgikvilla beinbrots megi að einhverju leyti rekja til heiladingulsbilunar en máttleysi gæti hafa þátt í því að sjúklingur datt og beinþynning stafað af skorti á vaxtarhormóni. Auk þess getur vannæring vegna horm- ónaskorts tafið gróandi sára eins og sykursýki sem sjúklingurinn var með. Minnkað natríum í sermi er algengt vandamál á sjúkrahúsum og undirstrikar þetta sjúkratilfelli mikilvægi þess að hafa kortisól- skort í huga sem orsök. Þakkir fá ritstjórn Læknablaðsins fyrir yfirlestur og úrbætur og Kristinn Grétar Harðarson fyrir aðstoð við myndvinnslu. Heimildir 1. Jagannathan J, Kanter AS, Sheehan JP, Jane JA Jr, Laws ER Jr. Benign brain tumors: sellar/ parasellar tumors. Neurol Clin 2007; 25:1231-49. 2. Raappana A, Koivukangas J, Ebeling T, Pirilá T. Incidence of pituitary adcnomas in Northem Finland in 1992-2007. J Clin Endocrinol Metab 2010; 95:4268-75. 3. Agha A, Tomlinson JW, Clark PM, Holder G, Stewart PM. The long-term predictive accuracy of the short synacthen (corticotropin) stimulation rest for assessment of the hypothalamic-pituitary-adrenal axis. J Clin Endocrinol Metab 2006; 91:43-7. 4. Biller BM, Samuels MH, Zagar A, Cook DM, Arafah BM, Bonert V, et al. Sensitivity and specificity of six tests for the diagnosis of adult GH deficiency. J Clin Endocrinol Metab 2002; 87: 2067-79. 5. Reynolds RM, Seckl JR. Hyponatraemia for the clinical endocrinologist. Clin Endocrinol 2005; 63: 366-74. 6. Verbalis JG, Goldsmith SR, Greenberg A, Schrier RW, Stems RH. Hyponatremia treatment guidelines 2007: expert panel recommendations. Am J Med 2007; 120: Sl. ENGLISH SUMMARY A 78 year-old man with hyponatremia, malaise and weight loss caused by a pituitary mass Gudnason GA, Valtysdottir ST, Valdimarsson T, Thorvaldsson S, Magnusson T A 78 year-old male was admitted for rehabilitation after a trans-tibial amputation three months earlier. Scheduled training with a prosthetic leg was postponed due to muscle atrophy and weakness. As the patient’s status deteriorated, blood results showed worsening hypo- natremia.Work-up revealed pituitary insufficiency caused by a pituitary mass. The patient's general health improved greatly and the hyponat- remia corrected after hormonal replacement therapy with Hydrocort- isone, Thyroxin and Testosterone was initiated. Key words: hyponatremia, malaise, weight loss, pituitary insufficiency, pituitary adenoma. Correspondence; Guðni Arnar Guðnason, gudni.gudnason@hve.is 226 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.