Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 38
UMFJOLLUN O G GREINAR Ómur barnshjartans í eyöimörkinni Við stöndum við vegarkantinn í eyðimörk- inni og gónum út í buskann. Sandurinn er gráleitari en ég átti von á, svona grágulur og teygir sig svo langt sem augað eygir. Engir úlfaldar, engir asnar, engin Bedúína- tjöld. Bara þessi þráðbeini vegur einsog blýantsstrik á gráum pappír. Það er 20 stiga hiti í janúar og ég velti fyrir mér hvað ég hafi verið að hugsa þegar ég ákvað að ferðast hingað í flíspeysu. Við bíðum eftir lögreglufylgdinni sem hafði átt að fylgja okkur frá flugvellinum í Basra til Nasiriyah, þangað sem ferðinni er heitið. Þar höfðu bara tekið á móti okkur tveir skeggjaðir menn í jakkafötum. Ég ferðaðist hingað samferða Don, sem er perfusionisti frá Chicago og var að koma í annað sinn. Frá fyrri ferðinni kannaðist hann við annan manninn, Ahmed, sem gekk beint að Don, kyssti hann á báðar kinnar og sagði: „I love you". Ég sá ekki betur en að það kæmi hálfgert fát á Don við þessar innilegu móttökur. Ég fékk hins vegar engan koss og öngva ástarjátningu. Svo héldum við af stað útí eyðimörkina á lúnu rúgbrauði. Þegar við höfðum keyrt í hálftíma hringdi lögreglufylgdin og spurði hvar í fjandanum við værum. Við beygjum okkur niður og skoðum litla steina í sandinum. Þeir eru sléttir og líta út einsog þeir hafi verið pússaðir, sem þeir eru einmitt. Sandblásnir í aldanna rás. Ég kasta grænleitri steinvölu í sandinn. Nú er í gangi trúarhátíð sía-múslíma í Irak, þegar pílagrímar úr þeirra hópi ganga til borgarinnar Karballa til að minnast dauða Hússein ibn Ali, sem var frændi Múhammeðs spámanns. Nýlegt sprengju- tilræði sem beint var gegn pílagrímum hefur gert það að verkum að margir þeirra ganga hvítklæddir, í einskonar lík- klæðum, því þeir vilja vera reiðubúnir ef þeir skyldu láta lífið á göngunni. Ég minnist á sprengjutilræðið við Don. Hann hafði heyrt það frá innfæddum í síðustu ferð að oft séu hryðjuverkamennirnir ekki endilega með nein sérstök skotmörk í sigti. Þeir fari bara út að keyra og bíði eftir að þeir sjái eitthvað sem er þess virði að skjóta á eða sprengja í loft upp. „Einsog t.d. tvo bleiknefja," hugsa ég. „Tvo full- trúa hinna viljugu þjóða, sem svitna í vegarkantinum." Þrátt fyrir flíspeysuna og hitann úti snöggkólnar mér við þessar upplýsingar og langar helst að skríða aftur inní bíl. Kannski fela mig undir sæti. International Chlldren's Heart Foundation og móralskar vangaveltur Við erum mættir til írak sem hluti af teymi á vegum International Children's Heart Foundation (www.babyheart.org). Þetta eru samtök sem stofnuð voru 1993 af William Novick, barnahjartaskurðlækni frá Memphis. Tilgangurinn er að með- höndla börn með meðfædda hjartagalla í vanþróuðum löndum og þjálfa starfsfólk á hverjum stað, svo það geti á nokkrum árum öðlast þá þekkingu og reynslu sem þarf til að meðhöndla börnin án utanaðkomandi aðstoðar. Árið 2011 voru farnar 32 tveggja vikna ferðir á vegum samtakanna, til 12 landa, og framkvæmdar um það bil 450 hjartaaðgerðir. Ég fann þessi samtök á netinu og fór í mína fyrstu ferð til Hondúras í október 2010. Hondúras er fátækt land í Mið-Ameríku sem varð illa úti í fellibylnum Mitch sem gekk yfir landið 1998. 5000 manns misstu lífið auk þess sem 33.000 hús og 70% af vegakerfinu eyðilögðust. í fyrstu var ég á báðum áttum hvort ég ætti að ganga til liðs við þessi sérhæfðu samtök eða einhver önnur sem sinna algengari vandamálum. Sjúkdómar einsog meðfæddir hjartagallar eru mjög sérhæfðir og meðhöndlun þeirra er dýr. Þannig kostar hver aðgerð á vegum ICHF að meðaltali 250.000 krónur sem er mun meira en meðferð margra algengra og al- varlegra kvilla, svo sem lungnabólgu, nið- urgangs og malaríu, þó að í samanburði við Vesturlönd séu þessar hjartaaðgerðir ódýrar (sex milljónir króna í Lundi, Sví- þjóð). Ég velti fyrir mér hversu mörgum börnum með þessi vandamál væri hægt að bjarga fyrir hverja hjartaaðgerð sem væri framkvæmd. Einfaldir hlutir eins og bólusetningar, aðgangur að hreinu vatni, notkun flugnaneta og sýklalyfja gætu þannig bjargað mun fleiri mannslífum en hjartaaðgerðir á börnum. Ég sá það líka á fyrsta degi mínum í Hondúras hversu hrikaleg umferðarmenningin var og hugs- aði með mér að líklega væri affarasælast að eyða okkar sjóðum í umferðarfræðslu. Þannig gætum við sjálfsagt bjargað miklu fleiri mannslífum en með því að gera að- gerðir á nokkrum hjartveikum börnum. En eitt útilokar ekki annað. Til eru ógrynni hjálparsamtaka sem safna fé til meðhöndl- unar á ólíkum sjúkdómum. Það sá maður vel á flugvellinum í Tegucigalpa í Hond- úras, þar sem fjöldi manns gekk á milli minjagripabúða í litlum hópum, klædd í samstæða stuttermaboli - oft með merki hjálparsamtaka á brjóstinu og ritningarorð á bakinu - allir komnir til að sinna ein- hverjum ákveðnum sjúklingahópi sem þeir höfðu tekið uppá sína arma. Fyrsta daginn sem ég vann á spítalanum mættu ráð- herrahjón nokkur með myndatökumenn frá þremur sjónvarpsstöðvum í eftirdragi. Þau voru heilbrigðið uppmálað í stífpress- uðum fötum og með nýbótoxuð andlit. Og einsog stjórnmálamönnum einum er lagið, þegar þeir standa frammi fyrir mynda- vélum, gripu þau fyrsta barnið sem þau sáu úr fangi móður sinnar og kysstu það. Stúlkan varð auðvitað skelfingu lostin og grenjaði hástöfum. Hún lét hvorki múta sér með sleikjó né sápukúlum, svo fljótlega missti PR-deildin áhugann. Þegar hjónin brunuðu burt, hvort í sínum Range- rovernum og við stóðum kófsveitt við að róa barnið, velti ég því fyrir mér hvort ekki væri hætt við að fátæk ríki einsog Hond- úras, þar sem 65% þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörkum, yrðu háð ölmusunni. Að ráðamenn verði svo ánægðir með að stór hluti heilbrigðiskerfisins sé fjármagnaður J 230 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.