Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 52
ÖLDUNGADEILD
Hér er Skeiðará riðin með
trússhest í taumi og virðist sak-
leysið uppmálað. í haksýn gnæfir
Hvannadalshnjúkur. Sveinn
fór hér um í tvígang á náttúru-
skoðunarferðum sínum, auk ótal-
inna lækningaferða. Einni glímu
við ána lýsir hann svo: „Skeiðará
var nú komin í stólpaflóð og
var hún okkur slíkur Þrándur í
Götu ... að við urðutn aðgefast
upp eftir að við höfðum reynt
að ríða hana í þrjá daga í röð og
teflt þar á tæpasta vað." Sveinn
varðfyrstur skráðra manna til
að ganga á Öræfajökul, þótt ekki
kæmist hann á Hvannadals-
hnjúk. íþeirri för kann hann
að hafa manna fyrstur gert sér
greinfyrir eðli skriðjökla og
skriði þeirra. Myndina gerði
Ragnar Páll Einarsson mynd-
listarmaður.
Sveinn læknir Pálsson og Kópur
í ár er 250 ára afmæli
læknisins og náttúruvís-
indamannsins Sveins Páls-
sonar, en hann fæddist 25.
apríl 1762. í þessu tölublaði
Læknablaðsins er fróðleg
grein um Svein eftir Ólaf Þ.
Jónsson lækni.
Á öldungasíðunni er nú
lögð áhersla á það erfiða
starf héraðslæknis í austur-
hluta suðuramtsins sem
Sveinn gegndi í 34 ár af
rómaðri samviskusemi.
Svæðið náði allt frá Reykja-
vík austur að Lómagnúpi
að Vestmannaeyjum með-
töldum. Héraðið var afar
erfitt yfirferðar vegna fjöl-
margra mikilla og viðsjálla
fallvatna og fór Sveinn
marga svaðilförina til
læknisstarfa sem voru svo
illa launuð að hann varð að
sinna ýmsum aukastörfum
til að draga fram lífið.
Árið 1894 birtist í 8.
tölublaði mánaðarblaðsins
Sunnanfara það kvæði eftir
Grím Thomsen sem hér er
birt. í kvæðinu er lýst bar-
áttu Sveins og vatnahests-
ins Kóps við ólma jökulsá.
Þeir félagar fara með sigur
Sveiim Pálsson
3762-1840
af hólmi og Sveinn getur
sinnt konu í barnsnauð.
Talsvert hefur verið rætt
um hvaða jökulsá er átt við
í kvæðinu og einnig hver
stólpagripurinn Kópur var.
Helstar hafa verið tilnefnd-
ar Jökulsá á Sólheimasandi
eða Breiðamerkursandi
en Sveinn fór í vitjanir allt
austur á Djúpavog. í grein
sem Grímur skrifaði í Dýra-
vininn getur hann Horna-
fjarðar-Kóps sem annars
tveggja valinkunnastra
hesta „á síðari tímum".
Kópur gat borið mann yfir
Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi með vatn á miðjar
síður og vissi Grímur
engan hest leika það eftir.
Af þessu draga ýmsir þá
Grímur Thomsen
1820-1896
ályktun að kvæðið fjalli
um Hornafjarðar-Kóp og
Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi.
Eg hallast að því að
Grímur láti lesandanum
eftir að velja ána og hann
velji hestinum nafn eftir
þeim vatnahesti sem hann
vissi fræknastan. Með
ljóðinu syngur hann lof
þeim fararskjótum sem
ótrauðir báru menn yfir
verstu farartálma landsins
og hlutu fyrir sæmdar-
heitið vatnahestar. Fyrst
og fremst mærir hann þó
lækninn samviskusama
sem oft hætti lífi og limum
við að gegna skyldu sinni.
Páll Ásmundsson
Sveinn læknir Pálsson og Kópur
„Ófær sýnist áin mér,
állinn þessa verstur,
stóra jaka straumur ber,
stendur hann enginn hestur.
Áin hljóp, sem oft til ber
eftir milda vetra;
vertu í nótt, því vísast er,
að verði á morgun betra."
„Væri ei nauðsyn næsta brýn,
náttstað yrði ég feginn,
en kona í barnsnauð bíður mín
banvæn hinumegin."
„Skal þá, læknir, ljá þér Kóp,
láttu hann alveg ráða;
honum, sem fljóði fóstrið skóp,
fel ég ykkur báða."
Vandlega kannar Kópur straum,
í kvíslina drepur grönum;
slakan lætur læknir taum
leiðratanda vönum.
Var í strengnum stríðast fall,
straums í ólgu halla
jakabólgin bylgjan svall,
blakk þó hrakti varla.
Óð hægt Kópur. Yfir skall,
æðar jökuls þjóta,
drengs þó hjarta drap ei stall,
drösull missti' ei fóta.
Reyndi á beinin föst og fim
flaums í þriðja svipnum;
líkt og á skeri brýtur brim,
braut á stólpagripnum.
Komst þá Sveinn í krappa dans,
Kópur skalf á beinum,
er hann náði loks til lands
laminn jökulfleinum.
Af eðli göfgu fákur fann,
fæti að mátti' ei skeika,
læknir skylduverkið vann,
verkið mannkærleika.
Úr barns og móður bætti hann þraut,
blessun upp því skar hann,
önnur laun hann engin hlaut,
ánægður þó var hann.
Þó að liggi lífið á,
láta þeir núna bíða
í jökulhlaupi Jökulsá
og jakaburði að ríða.
Grímur Thomsen
Idungadeild
Læknafélags íslands
Stjórn Öldungadeildar:
Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar
Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri,
Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson
Öldungaráð Umsjón síðu: Páll Ásmundsson
Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar
Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín
Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Ásmundsson
244 LÆKNAblaðið 2012/98