Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 49
sjúklingar hafa verið teknir inn á heimilið til lengri eða skemmri tíma. Klog land- læknir (1768-1824) segir í skýrslu til heil- brigðisráðuneytisins í Kaupmannahöfn árið 1806: „Kjör lækna eru hjer mjög aum: sakir hinna litlu launa verða læknar að vinna eins og réttir og sléttir vinnumenn, þeir verða að róa, ganga að heyskap osfrv. Þetta er sannleikur en bágast af öllum á þó Sveinn Pálsson; hann hefur sjálfur skýrt mér frá eymd sinni og kenni ég mjög í brjósti um hann því hann er mjög tilfinn- ingasamur læknir." Vegna læknisstarfsins fór hann oft erfiðar langferðir og þurfti hann að fara yfir hinar hættulegu jökulár í umdæmi sínu. Við nútímamenn eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir því hve aðstæður hinna fyrri lækna voru bágbornar og von- lausar. Enginn spítali var í landinu. Engir möguleikar voru til nákvæmra sjúkdóms- greininga. Einungis var stuðst við sjúkra- sögu og skoðun. Engin lyf með markvissa verkun voru þekkt en notast við ýmsar mixtúrur við inntöku og svokallaðir plástrar voru notaðir útvortis. Skurðlækn- ingar voru lítt þróaðar, svæfingar ekki komnar til sögunnar og sýklar og smitgát óþekkt. Ritstörf Sveins eru mikil að vöxtum og hann mun hafa verið sískrifandi þegar tími gafst til. Eftir hann eru ferðadag- bækur, ævisögur, þýðingar, veðurbækur, dagbækur, bréfasöfn, heilbrigðisskýrslur og fleira. Þekktasta rit hans er sennilega ferðadagbókin sem hann skrifaði um rannsóknarferðir sínar um ísland 1791- 1795. Þessi ferðabók var gefin út á prenti árið 1945 undir nafninu Ferðabók Sveins Pálssonar. Þar er að finna hina miklu ritgerð hans um jökla, Jöklaritið, þar sem hann setti fram kenningu sína um eðli skriðjökla. Sveinn fékk þessa ritgerð ekki prentaða um sína daga en árið 2004 gaf Hið íslenska bókmenntafélag ritið út á ensku í glæsilegri myndskreyttri útgáfu. Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) nátt- úrufræðingur ritaði langan kafla um Svein í Landfræðissögu sinni og Jón Steffensen (1905-1991) prófessor í líffærafræði hefur ritað talsvert um Svein og kannað handrit hans. Segir hann Svein hafa verið kunnug- an fjölda manns og fram til ársins 1800 eru um þúsund manns sem koma við sögu í dagbókum hans. Meðal þeirra eru að kalla allir forvígismenn í þjóðlífinu og mörgum þeirra var Sveinn handgenginn. PÁLSSON 250 ÁRA Um myndina af Sveini Sæmundur Magnússon Hólm (1749- 1821) var fæddur að Hólmaseli í Meðal- landi en það var kirkjustaður sem fór undir hraun í Skaftáreldum og kenndi hann sig við þann stað. Hann dvaldist lengi í Kaupmannahöfn og lauk prófi í guðfræði. Jafnframt stundaði hann nám í Listaháskólanum og fékk fjórum sinnum verðlaun. Margar manna- mynda hans eru í Þjóðminjasafni. Sæmundur var lengst af prestur á Helgafelli á Snæfellsnesi. Sveinn Pálsson. Rauökrítarmynd eftir Sæmund Magnússon Hólm, teiknuð 7. júlí i 798. Úr Ferðabók Sveins Pálssonar 1945. Frummynd í Þjóðmiiijasafiii. Margir hafa á liðnum árum minnst Sveins og talsvert hefur verið um hann ritað og um hann hafa verið haldin mál- þing. Fjallstind við Langasjó nefndi Þor- valdur Thoroddsen eftir honum og heitir þar Sveinstindur. Sveinn andaðist 24. apríl 1840. Hann var jarðsettur í hinum forna Reyniskirkju- garði í Mýrdal. Myndarlegur gabbrósteinn er á leiði Sveins og þaðan er útsýni fagurt. Heimildir má nálgast á heimasíðu blaðsins. Steinn á gröf Sveins Pálssonar í Rei/nishverfi. Reistur fyrir forgöngu Gísla Sveinssonar (1880-1959) sýslu- manns. Mynd: Ól.J. LÆKNAblaðið 2012/98 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.