Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 58
Ibandronic acid Portfarma 150 mg filmuhúðaðar töflur Ábendingar: Meðferðvið beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf sem eru íaukinni hættu á beinbrotum (sjá kafla 5.1). Sýnt hefurveriðfram á að hætta á samfallsbrotum íhrygg minnkar, virkni gegn brotum á lærleggshálsi hefur ekki verið staðfest. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Ráðlagður skammtur er ein 150 mg filmuhúðuð tafla einu sinni í mánuði. Helst á að taka töfluna á sömu dagsetningu hvers mánaðar. Taka á Ibandronic acid Portfarma eftir næturföstu (að lágmarki 6 klst.) og 1 klukkustund fyrir fyrsta mat eða drykk (annað en vatn) dagsins (sjá kafla 4.5) eða önnur lyf til inntöku eða fæðubótarefni (að meðtöldu kalki). Ef gleymist að taka skammt á að gefa sjúklingum fyrirmæli um að taka eina Ibandronic acid Portfarma 150 mg töflu næsta morgun eftir að munað er eftir töflunni, nema að næsti áætlaði skammtur sé eftir innan við 7 daga. Sjúklingar eiga síðan að halda áfram að taka skammtinn einu sinni í mánuði samkvæmt upphaflega áætlaðri dagsetningu. Ef næsti skammtur er innan 7 daga á sjúklingurinn að bíða eftir næsta skammti og halda síðan áfram að taka eina töflu i mánuði eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Sjúklingar eiga ekki að taka tvær töflur í sömu vikunni. Sjúklingar eiga að fá viðbótarkalk og/eða D vitamín ef ekki er nóg af því í fæði (sjá kafla 4.4 og kafla 4.5). Sérstakir siúklinaahónar: Sjúklirtgar með skerta nýrnastarfsemi: Ekki er þörf fyrir skammta- aðlögun hjá sjúklingum með lítið eða miðlungi skerta nýrnastarfsemi þar sem kreatínínúthreinsun er 30 ml/mín. eða meira. Ekki er mælt með íbandrónsýru fyrir sjúklinga með kreatínín- úthreinsun undir 30 ml/mín. vegna takmarkaðrar klínískrar reynslu (sjá kafla 4.4 og kafla 5.2). Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun (sjá kafla 5.2). Aldraðir: Ekki er þörf á skammtaaðlögun (sjá kafla 5.2). Börn: Ábendingar fyrir notkun Ibandronic acid Portfarma eiga ekki við um börn og var Ibandronic acid Portfarma ekki rannsakað hjá börnum. Lvfaaiöf: Til inntöku. -Gleypa á töflur í heilu lagi með glasi af vatni (180 240 ml) meðan sjúklingur situr eða stendur uppréttur. Sjúklingar eiga ekki að leggjast næstu 1 klukkustund eftir töku Ibandronic acid Portfarma. -Venjulegt vatn er eini drykkurinn sem taka á með Ibandronic acid Portfarma. Vakin er athygli á að í sumum tegundum kolsýrðs vatns getur verið hærri kalsíumþéttni og því á ekki að nota slíkt. -Sjúklingar eiga hvorki að tyggja né sjúga töfluna vegna möguleika á sáramyndun í munni og koki. Frábendingar: -Frábrigði í vélinda sem seinka vélindatæmingu, svo sem þrengsli eða vélindislokakrampi. -Vangeta til að standa eða sitja uppréttur í a.m.k. 60 mínútur. -Blóðkalsíumlækkun (sjá kafla 4.4). -Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sjá einnig kafla 4.4. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Meltingarfæri: Bisfosfónöt sem gefin eru til inntöku geta valdið staðbundinni ertingu slímhúðar í efri hluta meltingarfæra: Vegna þessara hugsanlegu ertingaráhrifa og mögulegrar versnunar á undirliggjandi sjúkdómi, á að gæta varúðar þegar Ibandronic acid Portfarma er gefið sjúklingum með virka kvilla í efri hluta meltingarfæra (t.d. þekkt Barretts vélinda, kyngingartregða, aðrir sjúkdómar í vélinda, magabólga, skeifugarnarbólga eða sár). Hjá sjúklingum sem fá meðferð með bisfosfónötum til inntöku hefur verið tilkynnt um auka- verkanir svo sem vélindabólgu, vélindasári og vélindafleiðri sem eru stundum alvarleg og krefjast sjúkrahússinnlagnar, í mjög sjaldgæfum tilvikum með blæðingu eða þar sem vélindaþrenging eða -roffylgir í kjölfarið. Hættan á alvarlegum aukaverkunum ívélinda virðistvera meiri hjá sjúklingum semfara ekki eftirskammtaleiðbeiningum og/eða halda áfram að taka bisfosfónöt eftir að fram eru komin einkenni sem benda til vélindaertingar. Sjúklingar eiga að fara að öllu með gát og vera færir um að fýlgja skammtaleiðbeiningum (sjá kafla 4.2). Læknar eiga að vera vakandi fyrir öllum merkjum eða einkennum sem gefa til kynna hugsanleg viðbrögð frá vélinda og leiðbeina á sjúklingum um að hætta að nota Ibandronic acid Portfarma og leita læknis ef þeir finna fýrir kyngingartregðu, sársauka við kyngingu, verk aftan brjóstbeins eða ef brjóstsviði kemur fram eða versnar. Ekki varð vart viðaukna hættu í klínískum samanburðarrannsóknum, en eftir markaðssetningu hefurverið tilkynnt um maga- ogskeifugarnarsárvið notkun bisfosfónata til inntöku og eru þau stundum alvarleg og með fýlgikvillum. Þar sem bæði bólgueyðandi verkjalyf og bisfosfónöt tengjast ertingu í meltingarvegi, á að gæta varúðar við samtímis notkun. Blóðkalslumlækkun: Rétta verður blóðkalsíumlækkun sem fýrir er áður en Ibandronic acid Portfarma meðferð hefst. Einnig þarf að ná árangri við meðhöndlun annarra truflana á umbroti beina og steinefna. Brýnt er að allir sjúklingar fái nóg af kalki og D vitamíni. SkertnýmastarfsemkMegna takmarkaðrar klínískrar reynslu er ekki mælt með íbandrónsýru fýrir sjúklinga með kreatínínúthreinsun undir30 ml/mín. (sjá kafla 5.2). BeindrepiÁ/d/Áa:Tilkynnt hefurverið um beindrep í kjálka sem yfirleitttengisttanndrætti og/eða stað- bundinni sýkingu (m.a. bein- og mergbólgu (osteomyelitis)) hjá krabbameinssjúklingum í meðferðaráætlunum með bisfosfónötum sem eru aðallega gefin í bláæð. Margir þessara sjúklinga fengu jafnframt krabbameinslyfjameðferð og barkstera. Einnig hefur verið tilkynnt um beindrep í kjálka hjá sjúklingum með beinþynningu sem fengu bisfosfónöt til inntöku. íhuga á tannskoðun með viðeigandi forvarnartannlækningum áður en meðferð með bisfosfónötum hefst hjá sjúklingum með aðra áhættuþætti (t.d. krabbamein, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barkstera, lélega munnhirðu). Meðan á meðferð stendur eiga þessir sjúklingar að forðast tannaðgerðir ef kostur er. Ef sjúklingar þróa með sér beindrep f kjálka meðan á meðferð með bisfosfónötum stendur, geta skurðaðgerðir á tönnum gert illt verra. Hvað varðar sjúklinga sem þurfa í tannaðgerðir liggja ekki fyrir upplýsingar sem gefa til kynna hvort það dregur úr hættu á beindrepi íkjálkaað stöðva meðferð með bisfosfónötum.Taka á miðafklínísku mati meðferðarlæknisviðáætlun um hvað gera skuli í hverju tilviki á grundvelli mats á ávinningi/áhættu hjá hverjum og einum. Galaktósaóþol: Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol sem er sérstök tegund arfgengs laktasaskorts (Lapp Lactase Deficiency) eða vanfrásog glúkósa/galaktósa eiga ekki að taka þetta lyf. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Aðgengi íbandrónsýru til inntöku er yfirleitt minna þegar fæða er til staðar. Einkum eru fæðutegundir sem innihalda kalk og aðrar fjölgildar katjónir (svo sem ál, magnesíum, járn), að meðtalinni mjólk, líklegar til að trufla frásog íbandrónsýru, en það er í samræmi við niðurstöður úr dýrarannsóknum. Þvf eiga sjúklingar að fasta á nóttunni (a.m.k. 6 klst.) áður en þeir taka íbandrónsýru og að fasta áfram í klukkustund eftir töku íbandrónsýru (sjá kafla 4.2). Líklegt er að fæðubótarefni með kalki, sýrubindandi efni og ákveðin lyf til inntöku sem innihalda fjölgildar katjónir (svo sem ál, magnesíum, járn) trufli frásog íbandrónsýru. Því eiga sjúklingar ekki að taka önnur lyf til inntöku í a.m.k. 6 klukkustundir áður en íbandrónsýra er tekin og i eina klukkustund eftir töku íbandrónsýru. Umbrotamilliverkanir eru taldar ólíklegar þar sem ibandrónsýra hamlar ekki helstu P450 ísóensimum í lifur manna og sýnt hefur verið fram á að hún örvar ekki cýtókróm P450 kerfið í lifur hjá rottum. Að auki er próteinbinding í plasma um 85%-87% (ákvörðuð in vitro við lækningalega þéttni) og því er lítil tilhneiging til milliverkana við önnur lyf vegna tilfærslu. Ibandrónsýra skilst eingöngu út um nýru og verður ekki fýrir neinum umbrotum. Seytingarleiðin virðist ekki taka til þekktra flutningskerfa fyrir sýrur eða basa sem koma við sögu við útskilnað annarra virkra efna. (tveggja ára rannsókn hjá konum eftir tíðahvörf sem höfðu beinþynningu (BM 16549)vartíðniaukaverkana íefri hluta melt ingan/egar hjá sjúklingum sem tóku samtimisaspirín eða bólgueyðandi verkjalyf svipuð hjá sjúklingum sem tóku íbandrónsýru 2,5 mg daglega eða 150 mg einu sinni í mánuði eftir eitt og tvö ár. Af meira en 1500 sjúklingum sem tóku þátt í rannsókn BM 16549 þar sem bornir voru saman mánaðarlegir og daglegir skammtar af fbandrónsýru, notuðu 14% sjúklinganna histamín (H2) blokka eða prótónpumpuhemla eftir eitt ár og 18% sjúklinganna eftir tvö ár. Á meðal þessara sjúklinga var tíðni aukaverkana frá efri hluta meltingarvegar hjá sjúklingum sem fengu íbandrónsýru 150 mg einu sinni í mánuði svipuð og hjá sjúklingum sem fengu íbandrónsýru 2,5 mg einu sinni á dag. I heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum og konum eftir tíðahvörf olli ranitídín í æð aukningu á aðgengi íbandrónsýru sem nam um 20%, sennilega vegna minnkaðrar magasýru. Þar sem þessi aukning er innan eðlilegs breytileika fýrir aðgengi íbandrónsýru, er þó ekki talið nauðsynlegt að aðlaga skammta þegar Ibandronic acid Portfarma er gefið með H2 hemlum eða öðrum virkum efnum sem auka sýrustig (pH) í maga. I rannsóknum á milliverkunum lyfjahvarfa hjá konum eftir tíðahvörf hefur komið í Ijós að engar milliverkanir eru hugsanlegar við tamoxífen eða uppbótarmeðferð með hormónum (estrógen). Ekki varð vart við milliverkun þegar lyfið var gefið samhliða melfalan/prednisóloni hjá sjúklingum með mergæxlager. Aukaverkanir: Öryggi íbandrónsýru 2,5 mg daglega var metið hjá 1251 sjúklingi meðhöndluðum Í4 klínísk- um samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem mikill meirihluti sjúklinga kom úr þriggja ára lykilrannsókninni (MF 4411). Heildaröryggissnið íbandrónsýru 2,5 mg daglega í öllum þessum rannsóknum var svipað lyfleysu. (tveggja ára rannsókn hjá konum eftir tiðahvörf með beinþynningu (BM 16549) var heildaröryggi íbandrónsýru 150 mg einu sinni í mánuði og íbandrónsýru 2,5 mg daglega svipað. Heildarhlutfall sjúklinga sem fundu fýrir aukaverkunum, þ.e. aukaverkun sem hugsanlega eða líklega tengist rannsóknarlyfinu, var 22,7 % eftir eitt ár og 25,0% eftir tvö ár fyrir íbandrónsýru 150 mg einu sinni í mánuði. Meirihluti aukaverkananna voru vægar eða miðlungs alvarlegar. I flestum tilvikum þurfti ekki að stöðva meðferð. Algengasta aukaverkun sem tilkynnt var um var liðverkur. Aukaverkanir sem voru af rannsakendum taldar tengdar Ibandronic acid Portfarma eru taldar upp eftir líffæraflokkum hér á eftir. Tíðni er skilgreind sem algengar (a 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (al /1.000 til < 1/100) og mjög sjaldgæfar (> 1/10.000 til < 1/1.000). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fýrst. Tafla 1: Aukaverkanir sem komu fram hjá konum eftir tíðahvörf sem fengu Ibandronic acid Portfarma 150 mg einu sinni í mánuði eða íbandrónsýru 2,5 mg daglega i III stigs rannsóknunum BM 16549 og MF 4411. Alaenaar aukaverkanir: Höfuðverkur; Vélindabólga, magabólga, maga-vélindis-bakflæðis-sjúkdómur, meltingartruflanir, niðurgangur, kviðverkur, ógleði, útbrot, liðverkur, vöðvaþrautir, verkir í stoðkerfi, vöðvakrampar, stirðleiki í stoðkerfi, inflúensulík veikindi. ‘Sjaldgæfar aukaverkanir: Sundl, vélindaþólga að meðtöldum vélindasárum eða þrengingum og kyngingartregðu, uppköst, vindgangur, bakverkur þreyta. Miöa sialdaæfar aukaverkanir: Ofnæmisviðbrögð, skeifugarnarbólga, ofsabjúgur, andlitsbjúgur, ofsakláði. MedDRA útgáfa 7.1. ’Tilkynnt hefur verið um tímabundin, inflúensulík einkenni fýrir íbandrónsýru 150 mg einu sinni í mánuði, yfirleitt í tengslum við fýrsta skammtinn. Slík einkenni stóðu almennt yfir í stuttan tima, voru væg eða miðlungs mikil og hurfu við áframhaldandi meðferð án þess að sérstakrar meðferðar væri þörf. Inflúensulík veikindi nær yfir aukaverkanir sem greint er frá sem bráðri bólgusvörun eða einkenni eins og vöðvaverkir, liðverkir, sótthiti, hrollur, þreyta, ógleði, lystarleysi og beinverkir. Sjúklingar sem hafa sögu um meltingarfærasjúkdóma þar á meðal sjúklingar með magasár án nýlegrar blæðingar eða sjúkrahúsinnlagnar og sjúklingar með meltingartruflanir eða bakflæði sem er meðhöndlað með lyfjum fengu að taka þátt í rannsókninni á skömmtun einu sinni í mánuði. Enginn munur var á tíðni aukaverkana frá efri hluta meltingarvegar á milli skömmtunarinnar 150 mg gefin einu sinni í mánuði og 2,5 mg gefin daglega fýrir þessa sjúklinga. Niðurstöður úr rannsóknum: ( þriggja ára lykilrannsókninni með íbandrónsýru 2,5 mg daglega (MF 4411) var enginn munur á lyfinu og lyfleysu hvað varðar óeðlilegar rannsóknarniðurstöður sem gáfu til kynna skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, brenglun á blóðmynd, blóðkalsíumlækkun eða blóðfosfatlækkun. Á sama hátt kom enginn munur fram á milli hópanna í rannsókn BM 16549 eftir eitt og tvö ár. Revnsla eftir markaðssetninnu: Tilkynnt hefur verið um beindrep í kjálka hjá sjúklingum í meðferð með bisfosfónötum. Meirihluti tilkynninganna á við um krabbameinssjúklinga, en einnig hefur verið tilkynnt um slíkt hjá sjúklingum í meðferð við beinþynningu. Beindrep í kjálka tengist yfirleitt tanndrætti og/eða staðbundinni sýkingu (m.a. bein- og mergbólgu (osteomyelitis)). Greining krabbameins, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barksterar og léleg munnhirða eru einnig taldirvera áhættuþættir (sjá kafla 4.4). Pakkningastærð: Iþandronic acid Portfarma 150 mg filmuhúðaðartöflurfást í (PA/ál/PVC-ál) þynnupakkningum (ál-ál þynnupakkningum) sem innihalda 1 eða 3 töflur. Hámarksverð og greiðsluþátttaka: Lyfið er E merkt. Hámarksverð í smásölu: 5.487 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Markaðsleyfishafi: Portfarma ehf, Borgartúni 26,105 Reykjavík. Heimildir: Samantekt á 7 eiginleikum lyfs (SmPC) 6.júlí 2011. Lyfjaverðskrá febrúar 2012. Sérlyfjaskrártextann í heild sinni máfinnaá vef Lyfjastofnunar: www.serly5askra.is. Æ / í Portfarma 250 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.