Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 13
RANNSÓKN
Tafla II. Ástæður miturlokuleka. Fjöldi (%).
Bakfall á míturlokublaði/blöðum 17(36)
Slit á sinastrengjum míturloku 4(9)
Hjartaþelsbólga 9(19)
Langvarandi blóðþurrð í slegli 4(9)
Bráð blóðþurrð (rof á totuvöðva) 2(4)
Lokuleki vegna endurleka eftir fyrri míturlokuviðgerð (enduraðgerð) 5(11)
Enduraðgerð eftir fyrri lokuskipti (hliðarleki, segi, hjartaþelsbólga) 4(9)
Míturlokukölkun 2(4)
Tölfræði og leyfi
Breytur voru skráðar í forritið Excel og SPSS útgáfu 16.0 og það
notað við lýsandi tölfræði og einbreytugreiningu. Aðrir tölfræðiút-
reikningar voru gerðir í R, útgáfu 2.5.10 (R foundation for Statisti-
cal Computing, Vín, Austurríki) og miðast marktæki við p gildi
<0,05. Aðferð Kaplan-Meier var notuð til að áætla heildarlifun (ove-
rall survival) og var dánardagur skráður samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu. Forspárþættir lifunar voru metnir með fjölbreytu-
greiningu Cox (Cox proportional hazard ratio) og eru gefnir upp sem
áhættuhlutfall (ÁH, hazard ratio) með 95% öryggisbilum (ÖB, confi-
dence interval). Líkanið innihélt eftirfarandi breytur; aldur, kyn, Eu-
roSCORE, NYHA-flokk, ábendingu fyrir aðgerð (leki eða þrengsli),
tangartíma og hvort önnur aðgerð var framkvæmd samtímis. Allar
breytur líkansins stóðust kröfur um hlutfallsbil (proportionality),
svo skilyrði Cox-líkansins töldust uppfyllt.
Rannsóknin var framkvæmd með tilskildum leyfum frá Per-
sónuvernd og Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á
Landspítala.
Niðurstöður
Alls voru gerð 66 míturlokuskipti á 64 sjúklingum, þar af 40 körlum
(63%). Tveir sjúklinganna gengust tvisvar undir míturlokuskipti
á Landspítala og var enduraðgerðin gerð vegna vandamála sem
tengdust lokunni, annars vegar hliðarleka (paravalvular leakage) og
hins vegar sega á gerviloku. Tveir sjúklingar höfðu áður gengist
undir míturlokuskipti í London og var einn þeirra með leka með-
fram loku og hinn með hjartaþelsbólgu. Meðalaldur hópsins var 59
ár og var yngsti sjúklingurinn 17 ára og sá elsti 85 ára.
Fjöldi míturlokuskipta á tímabilinu 1990-2009, skipt upp í fimm
ára tímabil, er sýndur á mynd 1. Til samanburðar er sýndur fjöldi
míturlokuviðgerða, en þær voru samtals 113 á rannsóknartíma-
bilinu. Á fyrsta fimm ára tímabilinu voru gerð 21 míturlokuskipti
en 12 á því síðasta.
Sjúklingatengdir þættir eru sýndir í töflu I. Tæplega helmingur
sjúklinganna var of þungur og 62% höfðu áður reykt. Alls voru
87% sjúklinganna í NYHA-flokki III eða IV, 38 voru í ASA flokki
IV og logEuroSCORE var að meðaltali 14,9% (bil 1,5-88,4). Rúmlega
helmingur sjúklinga hafði kransæðasjúkdóm, fjórðungur hafði
áður gengist undir hjartaaðgerð og 10 sjúklingar höfðu virka sýk-
ingu í míturlokunni (hjartaþelsbólgu) þegar þeir gengust undir að-
gerð. Tíu aðgerðanna voru bráðaaðgerðir, í helmingi tilfella vegna
hjartaþelsbólgu og hjá þremur vegna hjartadreps.
Tafla III. Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð. Gefin eru upp meðaltöl og
staðalfrávik nema að annað sé tekið fram.
Leki (n=47) Þrengsli (n=18)
Útstreymisbrot vinstri slegils (%) 53 ±16 57 ±12
Stærð vinstri gáttar (mm) 51 ± 11 52 ±10
Stærð vinstri slegils í lok hlébils (mm) 61 ± 10 51 ± 7
Stærð vinstri slegils i lok slagbils (mm) 42 ±10 35 ±8
Meðalþrýstingsfall yfir miturloku (mmHg) 11 ±5
Lokuflatarmál (cm2) 1,2 ±0,4
Lokuleki (0-3) 2,8 ±0,5 1,4 ±0,8
Hlutfall sjúklinga með lokuleka >2/3 (%) 88 9
Míturlokuleki var algengari en þrengsli og höfðu 47 sjúklingar
leka (71%). í töflu II eru ástæður míturlokuleka flokkaðar nánar.
Algengasta orsök míturlokuleka var bakfall á míturlokublaði/
blöðum, eða hjá rúmlega þriðjungi þeirra sem höfðu leka. Þar á eft-
ir kom hjartaþelsbólga (19%) og aðgerð vegna endurleka eftir fyrri
míturlokuviðgerð (11%). Átján sjúklingar (27%) höfðu þrengsli, 12
fyrri tíu árin og 6 þau tíu síðari. Tæpur helmingur sjúklinga með
þrengsli hafði fengið gigtsótt. Einn sjúklingur hafði hvorki leka
né þrengsli í lokunni og var aðgerðin gerð vegna æxlis á fremra
míturlokublaði sem reyndist slímvefjaræxli.
I töflu III sjást niðurstöður úr hjartaómskoðun fyrir aðgerð,
bæði fyrir sjúklinga með leka og þrengsli í lokunni. Útstreymis-
brot vinstri slegils hjá sjúklingum með lokuleka var að meðaltali
54%. Stærð vinstri slegils í lok hlébils hjá sjúklingum sem fóru í
aðgerð vegna lokuleka var að meðaltali 61 mm samanborið við 51
mm hjá þeim sem höfðu þrengsli. Meðalstærð vinstri gáttar hjá
bæði sjúklingum með lokuþrengsli og lokuleka var rúmlega 50
mm.
Fjörutíu og þrír sjúklingar (65%) gengust undir aðra hjartaað-
gerð samhliða míturlokuskiptum. Algengasta aðgerðin var krans-
æðahjáveita (41%) og var miðgildi kransæðatenginga 2 (bil 1-4).
Þar á eftir komu ósæðarlokuskipti (20%), þríblöðkulokuviðgerð
(9%) og MAZE-aðgerð vegna gáttatifs með frysti- eða brennslu-
tækni (8%).
Sex sjúklingar fengu lífræna loku ígrædda en hinir 60 gervi-
loku. Lokutegundir eru sýndar í töflu IV. Lokustærð var að meðal-
tali 30±1 mm og miðast við uppgefna stærð framleiðanda.
Aðgerðirnar tóku að meðaltali 295 ± 125 mínútur, þar af voru
166 ± 83 mínútur á hjarta- og lungnavél og tangartími 115 ± 69
mínútur. í fjórum aðgerðanna (6,9%) varð meiriháttar blæðing
(>5 L) í aðgerð. Blæðing fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð
Tafla IV. Lokutegundir, fjöldi (%).
Gerviloka 60 (91)
St Jude Medical® bileaflet 27 (41)
Carbomedics® bileaflet 33 (50)
Lífræn loka 6(9)
Carpentier Edwards® Perimount Magna™ 2(3)
Carpentier Edwards® Porcine™ 1 (2)
St. Jude Medical® Epic™ 3(5)
LÆKNAblaðið 2012/98 205