Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN s s Arangur míturlokuskipta á Islandi Sigurður Ragnarsson1 læknir, Martin Ingi Sigurðsson1 læknir, Ragnar Danielsen23 læknir, Þórarinn Arnórsson1 læknir, Tómas Guðbjartsson13 læknir ÁGRIP Inngangur: Míturlokuskipti eru næstalgengasta lokuskiptaaðgerð hér á landi á eftir ósæðarlokuskiptum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtíma- og langtímaárangur míturlokuskipta á íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á þeim 64 sjúklingum (meðalaldur 59 ár, 63% karlar) sem gengust undir 66 míturlokuskipti á Landspítala frá 1990 til 2010. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var heildarlifun reiknuð út. Meðaleftirfylgd var 7,4 ár. Niðurstöður: Algengasta ábending aðgerðar var lokuleki hjá 47 sjúkling- um (71%) en 18 (27%) höfðu lokuþrengsli. Fjórðungur hafði áður gengist undir opna hjartaaðgerð, 9 höfðu virka hjartaþelsbólgu og 8 nýlegt hjarta- drep. Meðal logEuroSCORE var 14,9% (bil 1,5-88,4) og 83% sjúklinganna voru í NYFIA-flokki lll/IV fyrir aðgerð. Sex sjúklingar fengu lífræna loku en hinir gerviloku. Önnur hjartaaðgerð var gerð samtímis hjá tveimur þriðju sjúklinga, oftast kransæðahjáveita (41%) og/eða ósæðarlokuskipti (20%). Fljartadrep í tengslum við aðgerð (26%), öndunarbilun (17%), enduraðgerð vegna blæðingar (15%) og nýrnabilun sem krafðist skilunar (9%) voru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir. Að auki þurfti ECMO-dælu í þremur tilfellum vegna hjartabilunar og ósæðardælu hjá 6 sjúklingum. Minniháttar fylgikvillar greindust í 61% tilfella, oftast fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, nýtilkomið gáttatif og lungnabólga. Sex sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (9%) og 5 ára lífshorfur voru 69%. Ályktun: Tíðni fylgikvilla var há eftir míturlokuskipti, enda flestir sjúkling- anna með alvarlegan undirliggjandi hjartasjúkdóm. Skurðdauði var lægri hér á landi en í mörgum sambærilegum erlendum rannsóknum. Inngangur ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Greinin barst: 5. nóvember 2011, samþykkt til birtingar: 8. mars 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Míturlokuskipti eru gerð hjá sjúklingum með þrengsli eða leka í lokunni en án meðferðar getur hvort tveggja leitt til alvarlegrar hjartabilunar.1' 2 Gigtsótt (febris rheumatica) er langalgengasta ástæða míturlokuþrengsla en sjúkdómurinn leiðir til skemmda á lokublöðum sem þrengja lokuopið.1 í þróunarlöndum er gigtsótt enn landlæg og míturlokuþrengsli því algeng.3 Hér á landi er gigtsótt hins vegar sjaldgæfur sjúkdómur en á Vesturlöndum greinast ný tilfelli míturlokuþrengsla aðallega í innflytjendum.3 Mikið kalk í míturlokuhring eða lokublöðum getur einnig þrengt lokuna, sem og sjaldgæfari orsakir á borð við slímvefjaræxli (cardiac myxoma) í hjartanu.4 Við alvarleg míturlokuþrengsli hjá fullorðnum (lokuflatarmál undir 1 cm2) þarf í flestum tilvikum að skipta út lokunni. Við vægum þrengslum, sérstaklega hjá börnum, getur komið til greina að losa um lokublöðin með skurðaðgerð (commissurotomy) eða víkka lokuopið með belg, en langtímaárangur er lakari samanborið við míturlokuskipti.1 Belgvíkkun er oft reynd í fyrstu en ókostur er að eftir víkkunina verður oft leki í lokunni.5 Fjölmargir sjúkdómar geta valdið míturlokuleka. Al- gengastir eru hrörnunarsjúkdómar í lokunni (degenera- tive mitral disease), blóðþurrð og hjartaþelsbólga. Dæmi um hrörnunarsjúkdóma eru míturlokubakfall (mitral valve prolapse) og slit á stögum lokublaðanna (chordae tendinae).6 Bráð blóðþurrð getur valdið drepi í totuvöðva (papillary muscle) sem tengist míturlokunni með tilheyr- andi leka í lokunni. Langvarandi blóðþurrð í hjarta- vöðvanum getur aftur á móti breytt lögun og stærð vinstri slegils, og þar með breytt afstöðu totuvöðvanna og lokublaðanna sem getur leitt til míturlokuleka.2 Eina vel rannsakaða meðferðin við alvarlegum mítur- lokuleka er skurðaðgerð,2 annaðhvort viðgerð á lokunni eða lokuskipti, en nýrri meðferðir sem byggja á hjarta- þræðingartækni eru í örri þróun.7 Við mat á því hvort og hvenær beita eigi skurðaðgerð er tekið tillit til klínískra einkenna og niðurstöðu hjartaómskoðunar, sérstaklega mats á stærð og útstreymisbroti vinstri slegils.2 Oftast er mælt með aðgerð hjá sjúklingum sem hafa mikinn leka samkvæmt hjartaómskoðun og annaðhvort einkenni hjartabilunar eða skerta samdráttargetu vinstri slegils.8 Yfirleitt er reynt að gera við lokublöðin, einkum þegar um hrörnunarsjúkdóm er að ræða, enda talinn besti meðferðarkosturinn.2'9 Ekki er þó alltaf hægt að gera við lokuna, eins og þegar lokublöðin eru skemmd eða þegar leki stafar af bráðu hjartadrepi, og því gripið til þess að skipta út lokunni.9 Míturlokuskipti eru framkvæmd með opinni skurð- aðgerð með aðstoð hjarta- og lungnavélar. Míturloku- blöðin eru fjarlægð en reynt að halda eftir hluta aftara blaðsins þar sem lokustögin festast til að varðveita starfsemi vinstri slegils.10 Ýmist er notast við gervilokur (mechanical prosthesis) úr hertu kolefni eða lífrænar lok- ur (bioprosthesis) sem búnar eru til úr svínalokum eða gollurshúsi kálfa. Sjúklingar með lífrænar lokur þurfa ekki langtíma blóðþynningarmeðferð en sjúklingar með gervilokur þurfa blóðþynningu ævilangt með warfaríni til að koma í veg fyrir segamyndun.11 Meðal- endingartími lífrænna loka er talinn vera í kringum 15 ár og þær eru því jafnan notaðar í eldri sjúklingum.12 Fyrstu míturlokuskiptin á íslandi voru framkvæmd árið 1990 og eru þau næstalgengasta lokuskiptaaðgerðin á eftir ósæðarlokuskiptum. Arangur míturlokuskipta LÆKNAblaðið 2012/98 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.