Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.2012, Blaðsíða 25
Y F I R L I T Rannsóknir í lyfjafaraldsfræði á íslandi Magnús Jóhannsson' læknir, Sigríöur Haraldsdóttir2 landfræðingur ÁGRIP Lyfjafaraldsfræði er hratt vaxandi fræðigrein sem gagnast vel við rann- sóknir á verkunum og aukaverkunum lyfja. Á undanförnum árum og áratugum hafa verið að byggjast upp í landinu gagnasöfn sem eru að verða öflug tæki til rannsókna af þessu tagi. Forsenda fyrir gagnsemi safnanna til rannsókna er að þau séu persónugreinanleg og þannig hægt að samkeyra þau. Önnurforsenda er að þessi persónugreinanleiki sé ekki afmáður eftir vissan tíma vegna þess að iðulega er þörf á að rannsaka það sem hefur verið að gerast árum eða áratugum saman. Lyfjagagnagrunnur landlæknis, sem nær aftur til ársins 2002, er lyftistöng fyrir lyfjafaralds- fræðilegar rannsóknir og hefur gjörbreytt stöðu þeirra. Megintilgangur þessarar greinar er að gefa yfirlit yfir þau gagnasöfn sem til eru og hvetja til rannsókna á þessu mikilvæga sviði. Inngangur 'Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla íslands, 2Embætti landlæknis Fyrirspurnir: Magnús Jóhannsson magjoh@hi.is Greinin barst: 28. júní 2011 - samþykkt til birtingar: 1. mars 2012 Engin hagsmunatengsl gefin upp. Lyfjafaraldsfræði (pharmacoepidemiology) eru fræðin um notkun og verkanir lyfja hjá stórum hópum einstaklinga.1' 2 Eins og nafnið gefur til kynna tekur fræðigreinin mið af tveimur öðrum fræðigreinum, lyfjafræði og faralds- fræði. Sú lyfjafræði sem hér um ræðir er í reynd klínísk lyfjafræði (clinical pharmacology) sem fjallar um verkanir og aukaverkanir lyfja í mönnum. Þess vegna má segja að lyfjafaraldsfræði sé undirgrein klínískrar lyfjafræði en eitt af viðfangsefnum hennar er mat á hlutfalli ávinnings og áhættu af lyfjum. Þetta hlutfall verður að vera jákvætt til að lyf geti fengið markaðsleyfi og þarf stöðugt að vera í endurmati meðan lyfið er í notkun. Hlutfall ávinnings og áhættu er metið með ýmsum aðferðum en aðferðir lyfjafaraldsfræði vega þar þungt. Faraldsfræði eru fræðin um dreifingu og ákvarðandi þætti fyrir sjúkdóma í samfélaginu og nær sérstaklega til sýkinga (faraldra) og langvinnra sjúkdóma.3 Segja má að lyfjafaraldsfræði noti aðferðir faraldsfræðinnar til að auka skilning á klínískri lyfjafræði og er því einnig undirgrein faraldsfræðinnar. Upphaflega voru viðfangsefni lyfjafaraldsfræði eink- um á sviði rannsókna á lyfjum eftir markaðssetningu (fasa IV rannsókna) en á síðari árum hefur sviðið stækk- að verulega og skilgreiningar á hugtakinu lyfjafaralds- fræði hafa víkkað. Hér er tekið mið af lyfjafaraldsfræði en mörg af þeim gagnasöfnum sem fjallað er um geta einnig nýst við rannsóknir sem ekki falla undir það hugtak. Einnig er bent á að upptalning á gagnasöfnum sem gætu nýst við rannsóknir í lyfjafaraldsfræði er ekki tæmandi og þetta svið er stöðugt að taka breytingum. Meðferðarprófun (clinical trial) hefur lengi verið talin gullstaðall lyfjarannsókna og ný lyf eru ekki sett á mark- að nema gerðar hafi verið meðferðarprófanir sem sýna verkun við vel skilgreindum sjúkdómi og ásættanlegar aukaverkanir (jákvætt ávinnings/áhættuhlutfall). Flestir eru sammála um þetta og styrkleikar meðferðarprófana, sem eru tvíblindaðar, slembiraðaðar og oft með lyf- leysuarmi, eru óumdeildir. En eðli sínu samkvæmt eru meðferðarprófanir oftast tiltölulega litlar og takmark- aðar í tíma og hafa fleiri vel þekktar takmarkanir eins og rakið er lauslega í töflu I. Alvarlegasta takmörkun meðferðarprófana er senni- lega sú að inn í þær eru valdir sjúklingar eftir ströngum reglum og þeir gjarnan útilokaðir sem eru með vissa aðra sjúkdóma, taka viss önnur lyf eða eru á vissum aldri, svo einungis það helsta sé nefnt. Þetta er góðra gjalda vert og er gert til að minnka dreifingu á niður- stöðum og fá þannig markvissari útkomu. Gallinn er hins vegar sá að þetta eru ekki raunverulegar aðstæður, sjúklingarnir sem gætu haft gagn af lyfinu eru oft með aðra sjúkdóma, þeir taka önnur lyf og eru á öllum aldri. Það ríkir því iðulega nokkur óvissa um verkanir og aukaverkanir nýrra lyfja þegar um er að ræða sjúklinga sem eru á einhvern hátt öðruvísi en þeir sem vaidir voru í meðferðarprófanir. Stundum er bætt úr þessu með því að takmarka viðurkenndar ábendingar við vissa sjúklingahópa og tilgreina vissar frábendingar, en þetta er ekki alltaf gert og eftir slíkum reglum er ekki alltaf farið. Eitt af því sem getur bætt úr þessum þekk- ingarskorti og þannig gert notkun viðkomandi lyfs ár- Tafla I. Helstu eiginleikar sem oft skilja á milli meðferðarprófana (clinical triais) og rannsókna með aðferðum lyfjafaraldsfræði (non- interventional studies). Frá þessu eru að sjálfsögðu undatekingar. meðferðarprófanir lyfjafaraldsfræði Stærð úrtaks lítið stórt Valið úrtak iá nei Eftirfylgni stutt löng Endapunktar oft mjúkir harðir Ályktanir út frá takmarkaðar oft víðtækar niðurstöðum LÆKNAblaðið 2012/98 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.