Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 107
TÚLKUN Á LÆKNAMÓTTÖKU
er ekki vél heldur manneskja og sú staðreynd hindrar algert hlutleysi
meira en virðist við fyrstu sýn. Túlkurinn, ólíkt vél eða tölvu, hugsar, hef-
ur innsæi í aðstæður, getur brugðist við óvæntum aðstæðum af dómgreind
og hefur ábyrgðartilfinningu. Hann þarf að vera mjög meðvitaður um
hvaða mörk hlutverk hans hefur en verður jafnframt að sjá til þess að sam-
skiptin gangi sem best. Þó að sumir kunni að ætla að þessir eiginleikar
hins mennska túlks þvælist óhjákvæmilega fyrir góðri túlkun þá tel ég að
hið gagnstæða sé reyndin. Góður túlkur er ekki alltaf hlutlaus. Eg held að
ekkert okkar sem höfum þurft að nota túlka í daglegu starfi myndi vilja
skipta hinum mennska túlki út og fá tölvu eða vél í staðinn.28 Þrátt fyrir
allt er auðveldara að treysta mennskum túlki en hlutlausri vél.29 Þó að
hlutleysið sé mikilvægt og það sé grundvallarregla í túlkun að koma skoð-
unum annarra á framfæri en ekki sínum eigin þá er góð dómgreind og
ábyrgðartilfinning nauðsynleg og ómetanleg í starfi sérhvers túlks. Upp
koma tilvik þar sem nauðsynlegt er að túlkur taki afstöðu og sýni frum-
kvæði. Einmitt þessar aðstæður gera starf þeirra svo siðferðilega vanda-
samt.30 Við getum tekið sem dæmi þá stöðu sem upp kemur þegar túlkur
verður þess áskynja að sjúklingur misskilur orð læknisins og telur að lyf
sem er mikilvægt fyrir meðferð sjúklingsins, sé vítamín.31 A túlkur að
grípa inn í samtalið og leiðrétta þennan misskilning eða á hann að vera
„vélin“ sem leiðir þetta hjá sér. Flestir túlkar myndu grípa hér inn í á ein-
hvem hátt.32 Hin siðferðilega spuming figgur í raun ekki bara í því hvort
eigi að grípa inn eða ekki, heldur Hka og kannski ekki síður hvemig eigi að
grípa inn í. Á túlkurinn að snúa sér að lækninum og leiðrétta þetta eða á
hann að snúa sér að sjúklingnum og koma leiðréttingu á framfæri? Einnig
skiptir orðalag og fas máh. Er túlkurinn hlutlaus og fjarlægur eða er hann
hlýr og nálægur í viðmóti þegar það er gert? Að mínum dómi er svarsins
28 Tate og Tumer lýsa því í grein sinni hvemig gera má ráð fyrir að hugmyndin um
túlkinn sem vél sé að víkja fyrir öðrum hugmyndum þar sem hún sé ekki raunhæf:
Granville Tate og Graham H. Tumer, „The Code and the Culture: Sign language
interpreting - in search of the new breeds ethics", bls. 56.
29 Jan Humphrey, Bob Alcom og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an In-
terpreter, bls. 8.4-8.7.
30 Granville Tate og Graham H. Tumer, „The Code and the Culture; Sign language
interpreting - in search of the new breeds ethics“, bls. 55.
31 Hér er byggt á dæmi úr rannsókn sem gerð var á táknmálstúlkum þar sem afstaða
þeirra til dæmisins var athuguð. Sjá sama rit, bls. 57.
32 Sama rit, bls. 57.
io5