Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 245
,AÐ SKRIFA ÍSLAND INN í UMHEIMINN
Margir nemenda minna hafa lesið um landið, kynnt sér það svolítið í bók-
um og á Netinu. Sumir þeirra vita hins vegar næstum því ekki neitt um Is-
land og nota námskeiðin sem leið til að kynnast landi. Það er því ekkert
sem tengir þessa nemendur við ísland nema áhugi þeirra, enginn uppruni,
engin reynsla, ekkert utan skólans, sem þýðir að það Island sem er fengist
við í kennslustofunni er ekki raunverulegt heldur eitthvert „ímyndað Is-
land“, mynd sem nemendur hafa gert sér í hugarlund eða ímynda sér á
meðan á kennslu stendur.
Hvemig „þýðir“ maður íslenska menningu við þessar aðstæður, menn-
ingu „úr samhengi" (e. ,,dislocated“), fýrir nemendur sem eru þarri Is-
landi og hafa jafhvel aldrei komið þangað? Menning „úr samhengi“, sér-
staklega jaðarmenning sem er ekki víða þekkt, á það til að verða sveipuð
töfraljóma, þ.e. fólki þykir hún heillandi, einmitt vegna þess að hún er, eða
þykir vera, gjörólík því sem fólk þekkir. Oftast stafar þessi skilningur af
einhvers konar trega heimsborgarans efdr horfhum heimi, löngun eftir
einhverju sem virðist skorta í heimamenningu.4 Augljós leið til að vinna
gegn þessari glýju er í gegnum þekkingarmiðlun. En hvaða „þekkingu"
miðla kennarar? Og hvaða áhrif hefur sú þekláng á áhuga nemandans?
Kennarinn verður að finna milliveg milh ímyndunar og „raunveru-
leika“ og leysa þá spexmu sem getur myndast þegar það sem heillar nem-
anda við Island stangast á við staðreyndir. Auðvitað væri hægt að sýna, eða
„þýða“, íslenska nútímamenningu sem alþjóðlega borgarmenningu þar
sem lífsstíll og venjur eru ekki mjög ólík því sem tíðkast heima hjá nem-
andanum, draga fram það sem Gísh Sigurðsson kallar „the haddock-chic-
ken-hamburger-and-pasta-eating Icelander11.5 Hér verður þó að fara var-
lega og hafa í huga ábyrgð kennarans sem miUigöngumanns. Hlutverk
kennarans er að miðla þekkingu og bæta úr vanþekkingu en ekki endilega
að troða eigin útgáfu af íslenskri menningu upp á nemendur. Kennarar,
Islendingar jafnt og útlendingar, eiga nefnilega alUr sitt eigið Island. Þeg-
ar kemur að því að kynna það fyrir nemendum veljum við öll úr því efni
sem við ákveðum að kenna og það er líka misjafnt með hvaða hætti við
„berum það fram“, þ.e. þýðum það fyrir nemendur (og í mínu tilviki þýði
4 Sjá Graham Huggan, The Post-Colonial Exotic: Marketing the Margins, London:
Routledge, 2001, bls. 13-20.
5 Gísli Sigurðsson, „Icelandic National Identity: From Romanticism to Tourism.“
Making Europe in Nordic Ccmtexts, ritstj. Pertti J. Anttonen. Turku: Nordic
Institute of Folklore, 1996, bls. 41-75, hér bls. 72 (NIF Publications, 35).
2 43