Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 25

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 25
SKÁK Vaxandi menn, Margeir og Helgi að tafli Af hamingjunnar hjóli — Um fallvaltleika tilverunnar í skákheimi Eftir nær óslitna sigurgöngu fremsta skák- meistara okkar, Jóhanns Hjartarsonar, á síðasta ári, hefur flest snúist honum í mót síðustu mánuði. I kjölfar ósigursins fyrir Anatólí Karpov hefur hann vermt botnsætið á tveimur alþjóðlegum mótum í röð, en góð byrjun á heimsbikarmótinu í Barcelona gef- ur vonir um að hann reki nú af sér slyðruorð- ið. A sama tíma hafa þeir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson sem óneitanlega hafa stað- ið nokkuð í skugga Jóhanns að undanförnu, unnið frækna sigra hér heima og erlendis. Það gildir í skákinni eins og öðrum íþrótt- um að þjálfun er nauðsynleg, en verði hún of mikil spillist ferskleiki og leikgleði, menn taka að erfiða um of og sköpunarkrafturinn þverr. Vitið má sín meira en aflið eins og Pétur Hoffmann minnti okkur á. Æfingin skapar sumsé meistarann ef hún er í hófi og kúnstin er vitaskuld fyrir hvern og einn að finna sitt rétta hóf. / • • — Askell Orn Kárason skrifar Dýfur á borð við þá sem Jóhann hefur tekið eru raunar ekki óþekktar meðal ofur- stórmeistara en verða sjaldan jafndjúpar. í því sambandi koma upp í hugann nöfn eins og Jan Timman, Lubomir Ljubojevic og Viktor Kortsnoj, en allir eru þessir meistarar þekktir fyrir að draga lítt af sér við taflborð- ið. Þeim er síður gefið en mörgum öðrum að spara kraftana með stuttum jafnteflum, en þessi er einmitt einn helsti kostur Jóhanns sem skákmanns; hann gefur sig allan í hverja skák og er lítt gefinn fyrir orkusparandi jafn- tefli. Þessi styrkur getur hinsvegar snúist upp í andstæðu sína ef álagið fer yfir mörkin eins 25

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.