Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 65

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 65
VÍSINDI forystudýrs. Hann eltir því aðeins móður sína sé hún honum næst á þessu skeiði. Vilji hins vegar svo til að einhver annar er hjá unganum þegar þetta skeið stendur yfir, eltir unginn hann hvert sem hann fer. Þetta sannaði Konrad á sjálfum sér. Hann fjarlægði móður Renötu frá unganum ein- mitt á því skeiði sem hún lærði að elta for- ystudýr sitt, og þar sem Konrad var henni næstur á þessum tíma gekk hann unganum í móðurstað. Þegar þessu lærdómsskeiði er lokið skiptir það engu máli þótt móðirin birt- ist að vitja afkvæmis síns. Unginn virðir hana ekki viðlits. Atferli afleiðing þróunar Þessi tilraun færði Konrad Lorenz heim sanninn um að ekki aðeins líkamsbygging tegundanna væri afleiðing margra milljón ára þróunar og aðlögunar, heldur einnig at- ferli hennar. Því aðeins ef andlegt og líkam- legt atgervi hennar væru í fullkomnu sam- ræmi hvort við annað ætti tegundin von um að sigra í baráttunni um úrval tegundanna. Maðurinn hafi þurft að laga sig að þessari samkeppni og þannig breytt atferli sínu svo til sigurs horfði. Til þess hafi honum ekki aðeins nægt líkamlegir yfirburðir heldur hafi hann neyðst til að herða hug sinn og jafn- framt að taka upp breytta lifnaðarhætti. Þessi aðlögun hafi gert hann að drottnara merkurinnar og nú sé svo komið að hann hafi örlög gjörvallrar jarðarkringlunnar í hendi sér. Svartsýni? Mörgum þykir gæta fullmikillar svartsýni í hugmyndum Konrad Lorenz. Hann efast um að maðurinn sé nógu skyni borinn til þess að lifa af á atómöld. Hann segir manninn standa frammi fyrir hinni dýrðlegustu framtíð en á sama tíma hafi hann aldrei verið nær því að tortíma sjálfum sér. „Hugtakahugsun mannsins veitir honum frelsi sem ekkert dýr hefur,“ sagði Konrad Lorenz í viðtali skömmu fyrir andlát sitt. „í því liggur grundvallarmunur: dýr geta ekki gert neitt sem þau ekki mega, en maðurinn getur hins vegar gert margt sem hann ekki má. Þess vegna eru allar ákvarðanir sem snerta framtíð mannkyns fyrst og fremst sið- ferðilegar." Konrad Lorenz lést í lok febrúar s.l., 85 ára aldri. Hann hlaut Nóbelsverð- launin í læknisfræði árið 1973. Gunnsteinn Ólafsson Bækur Lorenz ollu miklu fjaðrafoki í vís- indaheiminum. Frægust er bókin um „Hina svonefndu reiði“, sem kom út 1963. 65

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.