Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 70

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 70
UPPELDI Kynjamunur á tómstu ndastarf i Könnun á fjölmiðlanotkun og tómstundaiðju barna og unglinga í Reykjavík Mikill munur er eftir kynjum hvernig börn og unglingar verja frítíma sínum. Strákarnir lesa oftar dagblöð og dunda sér við tölvur meðan stúlkur lesa sögubækur og læra á hljóðfæri. Um miðjan marsmánuð var haldin barna- og unglingavika þar sem ýmis viðfangsefni tengd börnum og unglingum voru til umræðu. í tilefni vikunnar stóðu nemendur í fjölmiðlun í Menntaskólanum við Hamrahlíð að fjöl- miðla- og tómstundakönnun í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur undir leiðsögn kennara síns, Adolfs H. Petersen. Gengið var út frá spurningaramma sem notaður var í svip- uðum könnunum árin 1980 og 1984 sem gerðar voru að tilhlutan Æskulýðsráðs og Fræðslu- ráðs Reykjavíkur, en Þorbjörn Broddason og Elías Héðinsson, kennarar við Háskólann sáu um verklega hlið þeirra. Markmið þessarar könnunar var m.a. að bera saman iðju bama og unglinga nú og fyrir nokkrum ámm og á hvaða sviðum helstu breytingar hafa átt sér stað. Farið var í 10 gmnnskóla og varð úrtakið 540 nemendur í 5., 7., og 9. bekk, en þessir árgangar vom einnig L kannaðir 1984. Úrtakið þá var þó mun stærra, eða 1704 nemendur úr 21 skóla. Að auki var spurningalistinn mun viðameiri en nú og vom m.a. virkum dögum og helgar að- skildum. Tölur sem gefnar em upp úr fyrri könnunum em því meðaltal virkra daga og helga, en munurinn þar á milli var ekki ýkja mikill nema í einstaka tilfellum. Fá- einum spumingum hefur verið breytt, m.a. vegna breyttra aðstæðna, þ.á m. tilkomu nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Niðurstöður könnunarinnar verða hér kynntar í megindráttum, fyrst heildaryfirlit borið saman við fýrri ár, síðan hver liður fyrir sig þar sem árgangamir og kynin eru borin saman. Þar sem ekki er unnt að bera saman, m.a. vegna breyttra spuminga, er merkt með Ástæða fyrir svigunum við hljóðfæranámið er sú að þar er reiknað með reglulegu námi, þ.e. að minnsta kosti 2—3 sinnum í viku. Eins og sést á töflunni em ekki miklar breyt- ingar milli ára, nema í þremur tilvikum. Plötu- hlustun hefur dvínað síðustu árin og er skýr- ingu að finna í aukinni útvarpshlustun vegna tilkomu nýrra útvarpsstöða. Dagleg mynd- bandanotkun hefur einnig aukist og em ástæð- ur eflaust þær að nú er mun meira horft á það sem tekið er upp úr sjónvarpi og að auki hefur notkun myndbanda við kennslu í skólum auk- ist undanfarin ár. Sem sagt, þessi háa tala þýðir ekki endilega að horft sé á leiknar kvik- myndir af myndbandi. Spurningalistinn var í fleiri liðum og verður getið hér nokkurra þeirra. Um fjórðungur stundar íþróttir reglulega í íþróttafélagi og er engin breyting þar á. Milli 85 og 90% stunda aldrei leiktækjastofur, innan við 5% stunda þær að einhverju ráði. Milli 10 og 15% stunda dans að staðaldri og em súlkur þar í miklum meirihluta. Svipaðar tölur eru um hesta- mennsku, en um 10% tilgreindu að þeir fæm á hestbak a.m.k. einu sinni í viku. Bíóferða er enn ógetið, en ekki var unnt að koma þeim fyrir í töflu 1, sökum þess að dag- legar ferðir eru ekki ýkja algengar. Madonna. Börn og ungling- ar nota mikinn tíma til að hlusta á tónlist. Eitt helsta átrúnaðargoð þeirra í dag er Madonna. Tafla 1: Þelr sem tilgreindu að viðkomandi iðja væri stunduð svo til daglega. 1980 1984 1989 lesdagblöð 75% 67% 73% les sögubækur - 14% hlusta á plötur/snældur 80% 78% 60% horfi á sjónvarp 82% 83% 84% horfi á myndbönd 5% 14% hlusta á útvarp 48% 61% 76% nota heimilistölvu - 13% 17% læri á hljóðfæri (14%) (15%) (16%) fer að vinna 13% 11% 13%

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.