Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 H eitstrengingar íslensku bankanna um þessi áramót ættu að vera megrun. Ekki eingöngu vegna þess að kostnaður þeirra er allt of mikill heldur ekki síður vegna þess að á næstu árum verður um allan heim mjög líklega lögð áhersla á að bankar verði smærri og fleiri svo gjaldþrot einstakra banka setji ekki allt á annan endann og ógni þjóðarbúskap ríkja. Umræðan er um það hvort skattborgarar eigi og geti bjargað stórum bönkum; að þeir taki á sig tap banka en eigendur og starfsmenn hirði gróðann. Græðgin kemur sömuleiðis við sögu. Eftir því sem bankar eru stærri, feitari og þurftameiri því gráðugri verða þeir – og um leið aukast líkurnar á að þeir fari yfir línuna yfir á gráa svæðið og noti blinda augað gagnvart svikum og prettum. Græðgin var uppspretta bankabólunnar sem reið yfir heiminn. Þráinn Eggertsson, prófessor í hag­ fræði, orðar það svo í viðtali við Frjálsa verslun hér á öðrum stað í blaðinu, að venjulegir viðskiptabankar víða um heim hafi fengið heimild til að reka „spilavíti“ – þ.e. starfa sem fjárfestingabankar – og að opinberir að ilar hafi eftir sem áður tryggt innistæður í bönkunum. Kraf an um aðskilnað hefðbundinna viðskiptabanka og fjár fest ­ ingarbanka er að hitna. Ekki veit ég hvort tískukúrar duga á banka. Meg r­unarkúrar eru oft sagðir gefast illa og hver man t.d. ekki eftir Atkins­kúrnum sem var í tísku fyrir nokkrum árum og byggist upp á miklu magni af próteinum, fitu og litlu magni af kolvetni. Bankar fara ekki á Atkins­kúrinn en þeir þurfa að fara í megrun. Þeir þurfa að breyta um lífsstíl; annars fitna þeir fljótt aftur. Líklegt er að sá lífsstíll gangi út á að smátt sé fagurt – þ.e. að bankar verði fleiri og smærri og ekki eins þurftafrekir. Flestir telja t.d. ólíklegt að stóru bank ­ arnir þrír á Íslandi fái að sameinast en þeir hafa skrifað undir samkomulag um að þeir megi ekki taka yfir aðrar fjármálastofnanir fyrr en seint á árinu 2014. Það er þá sem þeir mega taka upp símann. Þegar rætt er um hag ­ ræðingu í bankakerfinu er yfirleitt fyrst spurt að því hverjir geti sameinast fremur en hvernig sé hægt að skera niður. Það er kúltúr í bankakerfinu á Íslandi að hafa háa útlánsvexti. Ekki er langt síðan bankar lánuðu verð tryggð lán með 9 til 12% vöxtum ofan á verð trygg ing una. Þetta er galið. Þegar rætt er um að afnema verð tryggingu bregðast ráðamenn við og segja að þá þurfi að hækka nafn vextina á móti um það sem nemi verðbólgunni. Auðvitað hefur engan tilgang að afnema verðtryggingu ef hún helst áfram á öðru formi. Fjármagnskostnaður á Íslandi er kæfandi fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Eigna­ bruni heimila eftir hrun er hluti af þeirri umræðu og líkja má við hamfarir. Kostnaður bankakerfisins á Íslandi er 70 til 75 millj­ arðar króna á ári og hefur aukist um meira en 30% að raungildi síðustu tvö árin. Laun eru hærri í bönkum en flestum öðrum atvinnugreinum og hafa hækkað meira en annars staðar. Þá er vaxtamunurinn í íslenska bankakerfinu í kringum 4 til 5% miðað við 1 til 3% víða erlendis. Enda er það svo að fé er fast í bönkunum þótt raunvextir séu lágir og jafnvel neikvæðir. Stjórnvöld tryggja innlánsreikninga. Fjórðungur af rekstrarkostnaði banka er vegna upplýsingatækni og er hlutfallið hærra en í nágrannalöndunum. Fjöldi bankastarfsmanna á Íslandi er nánast sá sami og fyrir hrun, eða um 5% af vinnumarkaðnum. Hvern ig má það vera? Sambærileg hlutföll erlendis eru 3 til 4%. Ef jafna ætti stöðuna gæti þurft að segja allt að 1.700 manns upp í bankakerfinu. Það getur orðið erfi tt þegar allt verður vitlaust þegar tveggja manna útibú er lagt niður úti á landi. Eigendur bankanna hafa gefið það út að arðsemiskrafan sé um 15% af eigin fé. Eigið fé bankanna er núna um 500 milljarðar og til að ná ávöxtunarkröfunni þurfa bankarnir að skila um 75 milljarða hagnaði á ári fyrir eigendur sína. Með öðr um orðum; framlegð bankanna fyrir 75 milljarða rekstr ­ ar kostnað og 75 milljarða hagnað þarf að vera 150 milljarðar króna á ári. Atvinnulífið stendur ekki undir slíkri kröfu. Stærð bankakerfisins er núna um 2.500 milljarðar eða 1,7­föld landsframleiðsla. Í bankabólunni var stærðin tíföld landsframleiðsla og ógnaði þjóðar­ búskapnum. Þráinn Eggertsson segir í áðurnefndu viðtali að hann hafi nýlega séð grein þar sem höfundurinn hélt því fram að fjórar fjármálastofnanir í Banda­ ríkjunum hefðu náð þeirri stærð að hrun þeirra væri ógnun við þjóðarbúskapinn vestra en jafnframt væru þessir bankar svo stórir í sniðum að ríkið hefði ekki bolmagn til að bjarga þeim. Too big to fail, too big to save, sagði höfundurinn. Mótmælahreyfingin Occupy Wall Street hefur feng ið byr út um allan heim. Hún mótmælir því að skatt borg arar bjargi bönkum og taki á sig tapið en eigendur þeirra og starfsmenn hirði gróðann. Þess vegna er krafan um fleiri og smærri banka, til að bankar geti farið á höf uð ­ ið, eins og hver önnur fyrirtæki, án þess að skatt borg ­ arar hlaupi alltaf til og bjargi þeim. En þetta er fín lína; það er ógn við atvinnufrelsi að skipta sér of mikið af stærð fyrirtækja þegar heimurinn allur er vett vangur viðskiptanna. Áramótaheit bankanna um þessi áramót blasir við; megrun. Atkins­kúrinn? Varla. En megrun er það. Hvers kon ar banka kerfi er það þar sem framlegð bankanna fyrir rekstr arkostnað og hagnað þarf að vera um 150 millj arð ar króna á ári? Það er of dýrt kerfi! Bankar á Atkins-kúrinn? Jón G. Hauksson Áramótaheit bankanna um þessi áramót blasir víða við; megrun. Atkins-kúrinn? Varla. En megrun er það. Leiðari E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 4 8 5 Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Gleðilegt nýtt ár! Við óskum landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Íslandsbanka um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.