Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 10
10 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Icesave-ummæli ársins
„Ég er eiginlega feginn að ég tók
þetta verkefni að mér. Einhver varð
að gera það.“
– Svavar Gestsson í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins 16. desember 2012.
Til bjargar Grikklandi!
„Það er svona í gríni. Til Grikklands?
Ég hef farið margar ferðir til Wash-
ington og þurft að fylgja eftir okkar
málum þar. Og þegar við vorum þar
núna að kynna okkar mál. Og fyrsta
úttektin á okkur eftir að við lukum
samstarfinu, sem var jákvæð. Þá var
nú svona verið að spjalla á göngun
um og ein spurningin var sú hvort ég
væri ekki tilbúinn að koma og taka
að mér Grikkland í sex mánuði. Og
ég sagði nú nei takk.“
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi
fjármálaráðherra, í Silfri Egils 20. maí 2012.
Nokkur
ummæli
Brottför ársins
„Nú tel ég tímabært að aðrir taki við keflinu sem mér var falið í kjölfar hrunsins.
Að loknu þessu kjörtímabili hef ég því ákveðið að láta af þátttöku í stjórnmálum.“
– Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar í tölvupósti til sam-
fylkingarfólks 27. september 2012.
StreNgur árSiNS
Er án efa sæstrengurinn sem Landsvirkjun skoðar núna hvort borgar
sig að leggja milli Íslands og Evrópu. Þessi strengur, sem sumir vilja
kalla sjóhund, yrði lengsta innstungusnúra í heimi og myndi að sumra
mati færa Íslendingum mikilvæga gjaldeyrisuppsprettu. Hvort sem
verðlag á rafmagni í Evrópu er fimm, tíu eða tuttugu sinnum hærra en
hér á innanlandsmarkaði myndi líklega borga sig að selja. Þetta yrði
hins vegar stærsta framkvæmd Íslandssögunnar ef af verður, líklega
tvöföld Kárahnjúkavirkjun.
FiSkur árSiNS
Makríllinn er án efa fiskur ársins og það
annað árið í röð. Það fer vel á því enda er
hann farinn að hrygna við strendur lands
ins. Hann hefur fært þjóðarbúinu mikil væg
ar gjaldeyristekjur en um leið hefur hann
skapað mikla aukavinnu hjá utanríkisráðu
neytinu. Ef marka má Össur Skarphéðins
son utanríkisráðherra hefur stór hluti af
tíma utanríkisráðuneytisins farið í að róa
þjóðir Evrópu vegna makrílsins. Veiðin á
hon um herfur skilað þjóðarbúinu hátt í 30
millj arða í aukið aflaverðmæti undanfarin ár.
kíNverji árSiNS
Hér er skiljanlega úr stórum hópi að velja en
við Íslendingar hljótum að vera sammála um að
Huang Nubo sé Kínverji ársins. Áhugi hans á
að byggja hótel í íslenskri auðn hefur komið af
stað miklu róti meðal þjóðarinnar. Í stuttu máli má
segja að heimamenn vilji leyfa honum þetta en
aðrir ekki. Um leið hafa margir Íslendingar gerst
sérfræðingar í erlendri fjárfestingu. Deiluefnið er
eldfimt og ekki verður séð á þessari stundu hvort
Nubo verður að ætlun sinni.
AFmæliSbArN árSiNS
Kringlan hefur verið fjölsóttasti verslunarstaður Íslendinga í aldar
fjórðung en hún fagnaði 25 ára afmæli sínu 13. ágúst. Frá því
Kringl an var opnuð árið 1987 hafa tæplega 125 milljónir gesta lagt
leið sína þangað og tekur hún við rúmlega fimm milljónum gesta
árlega. Allt þetta gerir Kringluna að vinsælasta afmælisbarni ársins.
annáLL