Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 32
32 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
VELDU GÆÐI
VELDU KJARNAFÆÐI
www.kjarnafaedi.is
Stolt íslenskrar náttúru
Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir
MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM
Íslenskt heiðalambS
kýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur er orkubiti ársins.
Það var erfiður biti að kyngja. Helsta niðurstaða var sú að eigendur
fyrirtækisins tóku sér arð út úr fyrirtækinu sem ekki var í neinu sam
hengi við getu þess til að greiða arðinn. Eigendur fengu greiðslur
úr fyrirtækinu upp á 16,3 milljarða á tíu ára tímabili á sama tíma og
afkoman var neikvæð um 50 milljarða. Tapið skapaðist að vísu að
mestu á árinu 2008.
M
únkhásen sagðist hafa togað sig upp á hárinu með góðum árangri.
Hártogun ársins er þess vegna stefna Íslendinga í efnahagsmálum.
Stjórnvöld hækka skatta og draga þar með úr getu fyrirtækja til að
fjárfesta og rífa upp hagvöxtinn. Aðilar vinnumarkaðarins skrifa á sama
tíma undir stórfelldar launahækkanir og segjast vilja slá á atvinnuleysi og
auka fjárfestingar – en fyrirtæki ráða færri í vinnu þegar vinnuafl verður dýrara og eiga
eftir launahækkanir minna fé til að fjárfesta. Á sama tíma vill verkalýðshreyfingin stöðugt
verðlag, fast gengi og helst af öllu nýja mynt; evru, og segir að verðbólgan sé krónun
ni að kenna en ekki launahækkunum. Kannski virka þessi Múnkhásenmeðul eftir allt
saman. Þetta er jú einu sinni Ísland.
VantraustársinservantraustmeirihlutafjárlaganefndaráSveiniArasyniríkisendur-
skoðanda.SkýrslasemAlþingipantaðihjáhonumfyriráttaárumvarekkikominíhússl.
haustogþáhófstmikillgauragangur.ForsetiAlþingisheimtaðiskýrslunainnanmánaðar
ogBjörnValurfórífýlu.Þegarsvoríkisendurskoðunskilaðiskýrslunnihafðienginn
áhuga á henni. En hverju breytir það?
Sjálfhverfa kynslóðin, sem Sighvatur
Björgvinsson nefnir svo, er kynslóð
ársins. Þetta er fólk á aldrinum 30 til 45
ára og segir Sighvatur að þetta sé sjálf
hverfasta kynslóð á Íslandi. Þetta sé
kynslóðin sem hafi lifað langt um efni
fram og að sextán þúsund Íslendingar,
flestir af sjálfhverfu kynslóðinni, hafi
verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun.
Hann segir að umræðan um skuldamál
sjálfhverfu kynslóðarinar snúist um þá
kröfu að aðrir borgi. Fólk á þessum
aldrei hefur í stjórnunarfræðum verið
nefnt Ykynslóðin.
orkubiti árSiNS
vANtrAuSt árSiNS
hártoguN árSiNS
kyNSlóð
árSiNS
annáLL
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Múnkhásen sagðist hafa togað sig upp á hárinu með góðum árangri.