Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
sögu. Nýlega var sagt frá því í fréttum að
lán þýskra banka til Suður-Evrópu væru
lítill hluti af vanda bankanna. Þýsku bank -
arnir hefðu lánað margfalt hærri upp hæðir
til smíða á flutningaskipum en til jaðar-
ríkjanna á evrusvæðinu. Farskipin eru
veð sett fyrir lánunum en verð skipanna
hefur lækkað vegna offramboðs og kreppu
og veðin eru nú neðan sjávarlínu, ef marka
má fréttina.
Ég hef óljósa hugmynd um það að bankar
í norðrinu standi almennt verr en gefið
hefur verið í skyn. Nú streyma einnig
nýjar fréttir frá Frakklandi um að hagkerfi
lands ins sé í vanda vegna hallarekstrar
og vegna þess að helstu atvinnuvegir eru
ekki samkeppnishæfir alþjóðlega. François
Hollande, nýkjörinn forseti, hefur lofað
því að nota ekki „gömlu íhaldsúrræðin“ til
að leysa vandann. Annar jafnaðarmaður,
François Mitterrand, lofaði því sama þegar
hann tók við forsetaembætti í Frakklandi
árið 1981. Mitterrand reyndi meðal annars
að útrýma atvinnuleysi með því að fjölga
opinberum starfsmönnum, hækka laun,
stytta vinnuvikuna, lengja sumarleyfin
og hækka skatta. Kreppan dýpkaði og
Mitterrand lærði sína lexíu og það mun
Holl ande einnig gera, en það tekur tíma.
Ég sé ekkert athugavert við það að gengi
evrunnar lækki gagnvart öðrum gjald miðl -
um, ef svo ber við. Mesti vandi Frakka og
margra annarra þjóða á evrusvæðinu er
samkeppnishæfni en til að breyta henni
þarf pólitískan vilja og samstöðu meðal
þjóðarinnar og þessi samstaða og vilji eru
oft ekki fyrir hendi.
Sérð þú fyrir þér að Grikkir og jafn vel
Spánverjar séu á leiðinni út úr evru-
samstarfinu og telurðu að björg unar-
sjóðurinn dugi t.d. Ítölum og Spán-
verjum?
Ég svaraði þessari spurningu hér í Frjálsri
verslun haustið 2011 og sagðist ekki eiga
von á því að Grikkir hættu í evru sam starf-
inu. Þá spáðu margir sérfræðingar því
að það væri spurning um vikur en ekki
mán uði að Grikkir hættu að nota evruna.
Ég er á sömu skoðun um Spánverja, þeir
munu hanga í evrunni. Ástæðan er fyrst og
fremst ótti ráðamanna í Evrópusambandinu
við að útganga Grikkja eða Spánverja úr
myntsamstarfinu kunni að skapa hættu -
legan glundroða á öllu svæðinu. Ef björg-
unar sjóðurinn dugar ekki verður gripið til
annarra ráða svo sem peningaprentunar.
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, hin franska Christine Lagarde,
segir að enn séu verstu hliðar efna-
hagsþrenginga í Evrópu ekki komnar
fram, þar sem áhrif af miklum
niðurskurði opinberra útgjalda muni til
skamms tíma dýpka vandamál ríkja í
álfunni. Það muni reyna á heimsálfuna,
en aðgerðirnar séu nauðsynlegar til
lengri tíma litið. – Hvernig metur þú
þjóðfélagsástandið í Evrópu – sem þegar
er heitur pottur sem kraumar í – ef enn á
eftir að harðna verulega á dalnum?
Ég sagði áðan að engin einföld lausn á
efnhagsvandanum í Evrópu blasir við vegna
þess að uppsafnaðar skuldir takmarka
úrræðin sem koma til greina. Ef einnig er
rétt að víða þurfi að auka sveigjanleika á
vinnumarkaði og breyta lagaramma fyrir-
tækja svo að þau geti keppt við erlenda
framleiðendur taka slíkar aðgerðir nokkur
ár og eru oft mjög óvinsælar. Ég vona að
Evrópa rétti fljótlega úr kútnum og öfga-
hópum vaxi ekki ásmegin.
Innan Evrópusambandsins hefur verið
mikið rætt um að stíga skrefið frá ríkja-
sambandi til sambandsríkisins Evrópu
sem setti fjárlög fyrir allt svæðið. – Sérð
þú fyrir þér að þetta skref verði stigið á
næstu árum?
Ég hef grun um að þróun í átt að sam bands-
ríki verði hægfara. Oft er sagt að Bretar
standi gegn aukinni miðstýringu í Evrópu -
sambandinu, sem er rétt, en ég álít að
Við þurfum að endurskoða stöðu Íslands í umheiminum. Mig dreymir um að Ísland verði eins konar nýtt Hong Kong með öfluga samvinnu í efna-
hagsmálum við Norðurlöndin og Grænland, við Evrópusambandið og Bandaríkin og við rísandi ríki í þriðja heiminum.