Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 52

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 að stjórnvöld hafa yljað sjávarútvegnum undir uggum, svo að um munar, undanfarin misseri án þess að hafa haft sérstaka heimild til þess í sjálfri stjórnarskránni. Stjórnvöld taka nú ákvarðanir um smæstu atriði, svo sem að veiðiréttindi eru skert ef bátur notar vélar til að beita línu. Í nýja frumvarpinu hafa stjórnmálamenn stjórnar skrárvarin réttindi til að mið- stýra nýtingu náttúruauðlinda, ef þeir svo kjósa, en það virðist vera vilji núver andi stjórnvalda. Þess vegna tel ég að eignar - réttarkaflar frumvarpsins séu hættulegir. Það verður að takmarka aðgang stjórnmála - manna að náttúruauðlindum okkar. Loks boðar frumvarpið róttækar breytingar á stjórn kerfi landins á fjölmörgum sviðum. Ég leyfi mér að fullyrða að ekki nokkur sála hefur minnsta grun um það hvernig nýja kerfið mundi virka, enda hefur engin tilraun verið gerð til að meta afleiðingarnar. Mín fyrstu viðbrögð eru þau að kerfis- breyt ingin geti sett stjórnkerfið í hnút – Ameríkumenn nota orðið „gridlock“ um slík vandamál. Sem sé, á þessu stigi frum - varpsins er mannréttindakaflinn vaðall, það sem sagt er um eignarrétt býður hættunni heim og alger óvissa ríkir um afleiðingar af boðuðum breytingum á stjórnkerfinu. uM árið 2013 oG nÝJA MynT á ÍslAndi Árið 2013 verður kosningaár á Íslandi. Hvað er brýnasta verkefni nýrrar ríkis- stjórnar í efnahagsmálum? Erfiðar ákvarðanir bíða nýrrar ríkisstjórnar en þær lúta að fjármagnshöftunum, mynt- málum, umhverfi atvinnulífsins, siðvæðingu og fjölmörgu öðru. Fjármagnshöftin hafa eitrað út frá sér og virðast vera að festast í sessi. Því hefur verið haldið fram að við hefðum átt að taka skellinn strax og hefta ekki fjármagnsflutninga til og frá landinu. Ég held þó að enginn viti með vissu hvar sú leið hefði endað. Það er mikilvægt fyrir útflutningsgreinarnar að losna undan höftunum og ég vona að þau líði smám saman burt, þegjandi og hljóðalaust – en það er óskhyggja en ekki spá. Við munum búa við krónuna næstu árin, vænti ég. Það hefur ýmsa alkunna kosti að taka upp heimsmynt svo sem evruna, en einnig fylgja því vandamál og hættur. Ef íslenska hagkerfið er ekki í takt við leið- andi hagkerfi í slíku myntsamstarfi get ur skapast sambærilegur vandi og nú ríður yfir Grikkland. Ég óttast sérstaklega slæmar afleiðingar af verðbólguvæntingum og óstýrilæti Íslendinga, ef við tökum upp alþjóðlega mynt. Í Þýskalandi, til dæmis, er verð á vöru og þjónustu stöðugt eða það hækkar eftir langt hlé um 1-3 prósent. Á Íslandi, svo sem á þessu ári, hækka einkaaðilar taxta sína hiklaust um 20-25 prósent og sama gildir um opinbera þjón- ustu. Almenn laun fylgja á eftir. Ef við notum erlenda mynt og slíkar hækkanir eiga sér stað mundi fljótlega kom að því að útflutningur okkar væri ekki lengur samkeppnishæfur og kreppa riði yfir. Til að setja hagkerfið aftur í gang væri nauð - synlegt að lækka verðlagið í landinu. Jafnvel þótt almennt samkomulag væri um lækkun verðlags vill enginn verða fyrstur til að lækka sín laun og taxta. Atvinnu leysi mundi þá breiðast út og ef til vill missti fjórðungur eða þriðjungur launþega vinnuna – eins og við höfum séð gerast í Grikklandi og á Spáni. Að liðnum nokkrum misserum mundu atvinnulausir bugast og launin lækka uns jafnvægi væri náð. Og menn mundu sennilega læra sína lexíu og hugsa upp frá því eins og Þjóð - verjar um verðlagsmál. En þetta ferli er hræðilegt og oft gróðrarstía fyrir pólitískar öfgahreyfingar. Við þurfum einnig að endurskoða stöðu Íslands í umheiminum. Mig dreymir um að Ísland verði eins konar nýtt Hong Kong með öfluga samvinnu í efnahagsmálum við Norðurlöndin og Grænland, við Evrópu - sambandið og Bandaríkin og við rísandi ríki í þriðja heiminum. Það þarf stjórnvisku og aga ef slíkt dæmi á að ganga upp og hvort tveggja er af skornum skammti hér lendis. Sumir af félögum mínum hafa haldið því fram að skortur á stjórnvisku og aga séu sterk rök fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Reynsla jaðarþjóðanna í sambandinu undanfarið bendir þó til þess að Brussel flytji ekki út stjórnvisku og aga í miklu magni. uM ÞÖGGun ÞeirrA seM sTÝrA uMrÆðunni Ég var í Berlín í leyfi frá Háskóla Íslands haustið 2008, þegar íslensku bankarnir þrír hrundu. Ég skrifaði þá grein í Morgunblaðið og sagðist óttast félagslegar og pólitískar afleiðingar hrunsins meira en fjármálalegu afleiðingarnar. Sem betur fer var þessi ótti minn ástæðulaus, hér hafa ekki risið upp voldugar pólitískar öfgahreyfingar. En eðli svokallaðrar umræðu hefur versnað, margir hafa sýnt sínar verstu hliðar og eiturský neðan úr dýpstu holræsum netheima hvílir yfir landinu. Hvar sem ég kem kvarta nær allir meira undan eitraðri umræðu en efnahagsvandanum. Fólk hefur dregið sig í hlé, forðast það að tjá skoðanir sínar til að losna við svívirðingastraum úr munni þeirra sem að mestu ráða umræðunni. Jafnt prófessorar sem æðstu ráðamenn ríkis ins reyna að þagga niður gagnrýni með ógeð- felldum persónulegum svívirðingum. Mál er að linni. „Efnahagsbati er yfir leitt háður því að útflutningsgreinar kreppuríkja séu vel reknar og geti keppt á erlendum mörk- uðum.“ Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is eimskip færir þér óskir um gleðilegt nýtt ár Eimskipafélag Íslands er stór vinnustaður með starfsemi um allan heim. Fyrirtækið hefur verið mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Íslendinga í tæp 100 ár með flutningastarfsemi á ýmsum sviðum. Eimskip leitast við að leggja samfélaginu lið á margvíslegan hátt. Það er gert meðal annars með framlagi til forvarna, uppbyggingar margs konar íþróttastarfsemi, stuðningi til lista-, menningar- og góðgerðamála. Leiðir Eimskips og landsmanna hafa því legið saman á „ölmörgum sviðum á liðnu ári og þakkar félagið landsmönnum af alhug ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Fimleikasamband Íslands, styrktaraðili. Fjölskylduhjálp Íslands, styrktaraðili. Golfsamband Íslands, aðalstyrktaraðili golfs á Íslandi. Eimskip hefur gefið öllum grunnskólabörnum reiðhjólahjálma síðan árið 2004. Landsbjörg, Slysavarnaskóli sjómanna, styrktaraðili. Mæðrastyrksnefnd, styrktaraðili. Rauði kross Íslands. Eimskip leggur fatasöfnun RKÍ lið með því að flytja fatnað með Flytjanda af landsbyggðinni til Reykjavíkur og áfram út til Alþjóðaskrifstofu Rauða krossins. Sjóminjasafnið, einn helsti styrktaraðili þess. Skátasamband Íslands, styrktaraðili. Skógrækt ríkisins (starfsemin í Brynjudal). Vesturport, einn helsti styrktaraðili. Eimskipafélagið leggur ölmörgum aðilum lið, þar á meðal þessum: F ÍT O N / S ÍA efnaHagsMáL Samkvæmt norskri athugun er framleiðni í íslenskum sjávarútvegi helmingi meiri en í Noregi. Góð lífskjör á Íslandi eru háð góðu skipulagi í sjávarútvegi. Í flestum öðrum löndum er sjá- varútvegurinn lágtekjugrein og alls ekki driffjöður hagkerfisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.