Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 60

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Það sem stendur upp úr af fréttum ársins á sviði geðlækninga eru niðurstöður rann­ sókna á áhrifum svæfingalyfsins ketamíns á þunglyndi. Virknin kemur miklu fyrr en með þeim þunglyndislyfjum sem nú eru not uð og, það sem meira er, verkar eftir allt öðrum leiðum en þau. Ketamínið sjálft er þó ekki heppilegt lyf til almennrar notkunar vegna slæmra auka­ verkana og hættu á misnotkun. En þessar niðurstöður hafa opn­ að nýjar víddir í skilningi okkar á þunglyndi og möguleikum á þróun nýrra og árangursríkari lyfja til að takast á við þann erf­ iða sjúkdóm sem þunglyndið er. Stóra fréttin, sem snýr að lífi mínu sem stjórnendaþjálfari, hefur reyndar ekki birst enn. Sú frétt mun fjalla um það hvernig stjórnendur Seðlabankans, ríkisstjórn og Alþingi Íslend­ inga, stjórnarmeirihlutinn og stjórnarandstaðan, munu snúa bök um saman og skilgreina skýr markmið um hvernig við mun um bregðast við og leysa „snjóhengjuógnina“, það er að tryggja í eitt skipti fyrir öll að erlendir vogunarsjóðir nái ekki ráðandi stöðu í íslensku efnahagslífi, beint eða óbeint, í næstu framtíð. Það hefur sjaldan og kannski  aldrei gerst í sögu lýðveldisins að ofangreindir aðilar hafi sýnt fullkomna samstöðu. Í þessu máli skiptir liðsheildin öllu. Það væri því ekki með öllu galin hugmynd að fá Guðmund Guð­ mundsson, fyrrverandi lands­ liðsþjálfara, og Ólaf Stefánsson til að fara með hópinn í þjálfunar­ búðir. Eitthvað nýtt þarf til. Ef þessi óskhyggja mín birtist sem alvörufrétt fyrir áramót þá er ég viss um að áhrifin yrðu eins og af ketamíngjöf í æð og að deyfð, doða, neikvæðni og reiðinni í þjóðarsálinni myndi létta snarlega.“ Gleðilegt ár! Eitthvað nýtt þarf til HöGnI óSKARSSon – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIpULAGIÐ Í VINNUNNI Þegar nýtt ár gengur í garð mun Marillyn nokkur Hewson taka við forstjóra­keflinu hjá banda ríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Hún verður um leið „Met­Marillyn“ því aldrei áður hafa jafnmargar konur stýrt banda rísk um stór fyrir tækjum. Af fimm hundruð stærstu banda­ rísku fyrir tækjunum er … tuttugu og einu stýrt af konu. 4,2%, hvorki meira né minna. Þeg ar horft er á fyrir tæki sem eru í sæti 501­1000 er einnig tuttugu og ein kona þar við stjórnvölinn. „Sigur“ þessa árs felst í því að í upphafi ársins voru átján kon ur við stjórnvölinn á meðal fimm hundruð stærstu fyrirtækjanna, þeim fjölgaði sem sagt um þrjár. Með sama áframhaldi gætu konur orðið þriðjungur af stjórnendum árið 2060. Annað met féll einnig. Andrea Jung, sem hafði setið lengst kvenna í forstjórastóli hjá bandarísku stórfyrirtæki, hætti eða neyddist til að hætta. Það kemur í hlut Sheri McCoy að reyna að koma Avon Products út úr þeim rekstrarlegu ógöngum sem fyrirtækið hefur ratað í. Ef eitthvert fyrirtæki getur var­ pað skugga á Apple þá er það risinn í Suður­Kóreu, Samsung, en forstjóri fyrirtækisins er Oh­ Hyun Kwon. Fyrirtækið hefur náð sterkri stöðu á mörgum svið um. Á árinu fór Samsung fram úr Nokia sem stærsti selj­ andi farsíma en Nokia hafði haft for ystuna í fjórtán ár. Fyrirtækið er jafnframt í fararbroddi á heims vísu í sjónvarpstækjum og lita prenturum. Viðskiptasvið Sam sung­samsteypunnar skipta tugum og dag hvern koma um þrjátíu þúsund starfsmenn, flestir verk­ og tæknifræðingar, hönn­ uðir eða markaðsmenn, til vinnu í „Samsungbænum“, Samsung Digital City. Flestir á hjóli eða með einhverjum af hundruðum strætisvagna á vegum fyrirtækis­ ins. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár. Þær raddir heyrast þó að starfsemi og uppbygging fyrirtækisins sé í anda hinna flóknu suðurkóresku samsteypna – chaebol – sem riðuðu til falls á sínum tíma þegar hin svokallaða Asíukreppa reið yfir. Á nálægum bæ, þ.e. í Japan, var annað upp á teningnum hjá mörgum þekktum tæknifyrir­ tækj um og stappar nærri að árið hafi verið „annus horribilis“ fyrir stjórnendur þeirra. Velta fyrir ­ tækj anna hefur farið minnkandi undanfarin ár, m.a. vegna hins sterka jens, og tap verið á rekstri. Það er ekki seinna vænna að sólin fari að rísa aftur hjá fyrir tækj­ unum. Ef giska ætti svo á hvaða stjórn anda brá mest á árinu væri Antonio Brufau í hópi þeirra sigur stranglegustu en hann stýrir spænska olíufyrirtækinu Repsol. Hápunkturinn í rekstri fyrir tækisins var þegar argentísk yfirvöld ákváðu að þjóðnýta um fangsmikla starfsemi Repsol í Argentínu. Gárungarnir gætu e.t.v. sagt að hinir spænsku land vinningamenn fyrri alda – Conquist adores – hefðu fallið á eigin bragði.“ Met, metorð og magurt ár loFTuR ólAFSSon – sérfræðingur hjá Íslandssjóðum ERLENDI FORSTJÓRINN skoðun E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 8 2 9 2013 Lífæð samskipta Hvort sem þau voru um kopar eða ljósleiðara og hvort sem þau enduðu í tölvu, síma, sjónvarpi eða kannski í hátt stilltum hátölurum með uppáhaldstónlistinni þinni – viljum við þakka þér fyrir samskiptin á árinu 2012 með ósk um að sambandið verði jafnvel enn traustara á komandi ári! Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingar fyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. www.mila.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.