Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 68
68 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Útgáfurisi verður til
En víkjum aftur að útgáfuferlinum. Eftir
stofn un Forlagsins var Jóhann Páll aftur
orð inn eigin herra í eigin útgáfufélagi. Fyrsta
árið gekk mjög vel, nánast ævintýralega sem
var vísir að því sem koma skyldi en félagið
hefur skilað hagnaði frá upp hafi eins og áður
sagði. Strax árið 2001 varð Egill framkvæm-
dastjóri hins nýja fyrirtækis og samstarf
þeirra feðga varð enn nánara. Mál þróuðust á
besta veg. Segja má að þeir feðgar hafi staðið
með pálmann í hönd un um þegar JPV útgáfa
og bókahluti Eddu sameinuðust haustið 2007
undir merkjum Forlagsins. Það sem eftir var
af Iðunni fylgdi með. Jóhann Páll hafði þar
með lokað hringnum varðandi litla For-
lagið sem hann stofnaði árið 1984.
„Þetta átti upphaflega að vera bara lítið
og þægilegt. Reksturinn átti að duga til
að framfleyta fjölskyldunni og gefa út
höf unda sem fylgt höfðu föður mínum í
áratugi en þetta hefur vaxið miklu meira
en við ráðgerðum og jafnvel vildum,“ segir
Egill. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin því
að á síðasta áratug hafa fjársterkir aðilar
komið inn á markaðinn og stórar samein-
ingar átt sér stað.
En baráttunni var ekki lokið, nú þurfti að
huga að öðrum málum. Samkeppniseftir-
litið taldi fyrirtækið svo stórt að fylgjast
yrði sérstaklega með því. Í byrjun árs
2008 setti Samkeppniseftirlitið Forlaginu
hátt í þrjátíu skilyrði í kjölfar samrunans.
Forlagið neyddist til að gangast undir sátt
um tuttugu og eitt tölusett skilyrði fremur
en að þurfa að slíta fyrirtækin í sundur
sem hefði verið ógerningur enda búið að
renna þeim saman á þeim tímapunkti.
Meðal annars samþykkti Forlagið að selja
frá sér tiltekin útgáfuréttindi, þ.e. réttindi til
að gefa út tilteknar bækur og ritsöfn, ásamt
birgðum af bókum og ritsöfnum, í því skyni
að draga úr markaðsstyrk Forlagsins gagn-
vart keppinautum í bókaútgáfu, eins og
sagði í tilkynningu eftirlitsins frá þeim tíma.
Glímunni við samkeppnisyfirvöld var ekki lokið því að í júlímánuði á síðasta ári komst Samkeppniseftir-
litið að þeirri niðurstöðu að Forlagið hefði
brotið gegn þessum skilyrðum. Fólust brot-
in í því að Forlagið braut gegn banni við
að birta smásöluverð bóka og banni við að
veita bóksölum afslætti sem fælu í sér óeðli-
lega mismunun Forlagsins á milli þeirra.
Áf rýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti
síðan þessa niðurstöðu en feðgarnir hafa
vísað málinu til dómstóla. Jóhann Páll
segir að líklega búi fáar greinar við minni
aðgangshindranir en útgáfustarfsemi. Það
sjáist af þeim fjölda titla sem gefnir eru út
á hverju ári af einstaklingum eða minni
forlögum. „Það komast allir að þessum
mark aði. Við höfðum aldrei áhyggjur
eigenDur forlagsins
Eignarhald forlagsins er til þess að gera einfalt. Jóhann Páll og fjöl skylda eiga
50% á móti Máli og menningu Bókmenntafélagi, sem er sjálfseignarstofnun.
Megnið af eignarhlut fjölskyldunnar er vistað í Eignarhaldsfélaginu Randver
sem á 42,5%. Árni Einarsson frá Máli og menningu Bókmenntafélagi gegnir
stjórnarformennsku. aðrir í stjórn eru Halldór Guðmundson, forstjóri Hörpu,
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, MBa og aðstoðarprófessor við HR, Þórunn
Sigurðardóttir, formaður uNiCEf á Íslandi, Pétur Blöndal blaðamaður og
feðgarnir Jóhann Páll og Egill Örn.
Til fróðleiks má geta þess að Eignarhaldsfélagið Randver er skírt í höfuðið á
kettinum Randver sem gengur alltaf undir nafninu stjórnar formaður og býr í
fyrirtækinu.
Fjölskyldufyrirtæki
forlagið er fjölskyldufyrirtæki, um það þarf ekki að efast. auk þeirra Jóhanns
Páls og Egils starfa þar að jafnaði sjö aðrir fjölskyldumeðlimir. Guðrún
Sigfúsdóttir, kona Jóhanns, er ritstjóri. Þórhildur Garðarsdóttir, kona Egils, er
fjármálastjóri. Sif Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns, er verk efnastjóri útgáfusviðs.
Yngsti sonurinn, Valdimar Jóhannsson, starfar á skrifstofunni. Í bókhaldinu má
síðan finna aðalheiði Sigurðardóttur, tengdamóður Egils. Þá starfar Ásgeir Már,
bróðir Jóhanns, við sölustörf.
Útgáfan
forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helga-
fells og iðunnar og rekur auk þess metnaðarfulla kortaútgáfu. Þá er Heims -
kringla háskólaútgáfa einnig innan þeirra vébanda.
Það er misjafnt hve margir titlar eru gefnir út á ári. Á undanförnum tveimur
til þremur árum hafa komið út á milli 115 og 140 titlar á ári undir merkjum
forlagsins. Á þessu ári eru frumútgáfur útgáfufélagsins rúmlega 130, en því til
viðbótar er nokkuð um endurútgáfur og rafbókaútgáfu, sem í sumum tilfellum
er líka endurútgáfa. Til saman burðar má nefna að í Bókatíðindum var getið um
800 bókartitla, ekki þó allt nýjar útgáfur.
Dreifing milli útgáfumerkja er líka misjöfn, það fer einfaldlega eftir því hvernig
útgáfan raðast hverju sinni. að sögn Egils hefur ekki verið mikil aðgreining
milli merkja. flestar bókanna koma út undir merkjum JPV útgáfu og Máls og
menningar, en einnig kemur nokkur fjöldi út undir merkjum Vöku-Helgafells,
svo sem bækur metsöluhöfundarins arnaldar indriðasonar.
Hlutverk hvers útgáfumerkis fyrir sig er ekki sérstaklega afmarkað, utan þess
að heldur er horft til iðunnar þegar kemur að útgáfu á myndasögum. Á sama
hátt er horft til til Vöku-Helgafells þegar bækur um lífsstíl og áhugamál eru
annars vegar – en það er þó ekki algilt.
Korta- og kortabókaútgáfa hefur frá upphafi einnig verið veigamikill þáttur í
útgáfu forlagsins og kemur á hverju ári út fjöldi nýrra sérkorta auk kortabóka.
Menn ársins