Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 70
70 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Við óskum þér gleði
og hamingju um hátíðirnar
Þakkir fyrir samskiptin á árinu
Hlustaðu á nýtt og notalegt jólalag
með Sigurði Guðmundssyni,
Sigríði Thorlacius og Memfismafíunni,
við texta Braga Valdimars Skúlasonar,
á jol.siminn.is.
Ég mat það svo að það hefði aldrei verið
gerð alvörutilraun til þess. Jú, vissu-
lega hafði verið til kiljuklúbbur en eigi
að síður hafði þetta aldrei verið gert eins
og tíðkaðist erlendis, að gefa út nokkrar
bækur í einu og setja þær í sérstaka sölu-
standa. Við ákváðum strax á öðru ári að
gera alvöru tilraun með þetta og gáfum út
kiljur og kynntum það rækilega. Um leið
lögðum við áherslu á að vera með þessar
bækur í sölu þar sem fólk var á ferðinni,
jafnt í stórmörkuðum og bókaverslunum.
Til raunin lukkaðist samstundis og kiljan er
komin til að vera í íslenskri bókaútgáfu.“
Það er líklega ekki í anda jólanna að
tala um að minnka vægi þeirra en fyrir
bókaútgáfu er það mikilvægt. Egill segir
að það hafi alla tíð verið markmið þeirra
að auka jafnvægi í rekstrinum og þurfa
ekki að leggja allt undir varðandi bóksöl-
una um jólin. Það var ekki eingöngu gert
með því að hefja sölu á kiljum. Einnig var
ráðist í dýrari verkefni og er þar skemmst
að minnast bókaflokksins Ísland í aldanna
rás, sem hefur verið flaggskip útgáfunnar
um langt skeið. Jóhann Páll segir að þar
hafi þeir verið komnir með verk sem ljóst
var að myndi halda áfram að seljast eftir
jólavertíðina. Sama eigi við um orðabækur
og alfræðibækur.
Það er hins vegar vitað að verk af slíkri
stærðargráðu geta riðið bókaútgáfu að
fullu. Jóhann Páll játar að verkum sem
þessum fylgi talsverð áhætta og hafi
reynd ar alltaf gert. Hann rifjar upp í því
sambandi þegar Valdimar faðir hans
hóf útgáfu á Öldinni okkar, verki sem á
þeim tíma skapaði talsverða áhættu fyrir
Iðunni. „Faðir minn sagði mér gjarna
sögu af því þegar hann fór allt að því
skjálfandi inn í Bókabúð Lárusar Blöndals
á Skólavörðustígnum daginn sem fyrsta
bindið kom út til að sjá hvort einhverjar
bækur hefðu selst því að útgáfan gat riðið
fyrirtækinu að fullu. Þvílíkur léttir sem það
var þegar hann tók eftir því að bækurnar
voru farnar að seljast. Ísland í aldanna rás
tónar við þessi verk og þar lögðum við
mikið undir sem heppnaðist vel.“
vAndi Að tryggjA
fjölbreytileikA
Að bókaútgáfu er sótt úr ýmsum áttum.
Smekkur fólks getur tekið margvíslegum
breytingum en líklega er þó erfiðast að eiga
við þær breytingar sem tæknin eða breyttir
viðskiptahættir valda. Skiptir þá litlu hvort
átt er við rafbækur eða hreinlega breyttar
söluvenjur. Jóhann Páll segir að horfa verði
á sölu bóka heildstætt. Því sé áhyggjuefni
ef sala þeirra breytist og verði einsleitari.
Hann rifjar upp þá umræðu sem hafi átt
sér stað í Frakklandi um sölu bóka þar
sem stjórnvöld óttast að nýtt fyrirkomulag
geti leitt af sér fátæklegri bókaútgáfu. Því
telji menn sérstaka ástæðu til að vernda
bókabúðina sem slíka, hún ein geti tryggt
þann fjölbreytileika sem sé nauðsynlegur
í bókaútgáfu. Þar var verð á bókum gefið
frjálst en ríkisstjórnin kaus að setja lög sem
takmörkuðu þann afslátt sem mátti veita af
nýjum bókum.
Þeir litu á bókabúðir sem mikilvægar menn ingarstofnanir í þorpum og bæjum Frakk lands og þær myndu
einfaldlega leggj ast af ef stórmarkaðirnir
hæfu sölu þeirra og gæfu mikinn afslátt. Þá
ætti bókabúðin ekki möguleika og myndi
þar af leiðandi leggjast af og menningar-
legum fjölbreytileika Frakklands myndi
hraka að sama skapi,“ bætir Egill við.
Engum dylst að þeir feðgar færa þetta
ástand yfir á Ísland. Jóhann Páll segist
reyndar hafa átt von á því að þetta myndi
gerast hraðar hér en raun varð á. En hverra
hagsmunir eru það sem hér er tekist á um?
Menn ársins
Flutningur iðunnar á Bræðraborgarstíg 16 fagnað. Hannes Pétursson skáld, Valdimar Jóhanns-
son, bókaútgefandi og faðir Jóhanns Páls, og Kristján Eldjárn forseti.
Svipmynd frá samkvæmi sem haldið var vegna útkomu jólabóka iðunnar 1980. talið frá vinstri:
Jóhann Páll Valdimarsson, Njörður Njarðvík rithöfundur, Valdimar Jóhannsson og Rannveig
Ágústsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands.