Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 87
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 87
Starfsmenn okkar koma gjarn-
an fram í þeim og við tengjum
þær einnig umhverfinu og
samfélaginu á Austurlandi.“
Janne segir að hjá fyrirtækinu
sé lögð áhersla á að vera góður
„nágranni“ og að starfsmenn
taki virkan þátt í samfélag-
inu. „Við erum til dæmis með
samfélagsstyrki og frá upphafi
og þar til nú hafa nær 600
milljónir króna verið veittar til
margvíslegra samfélagsverk-
efna, einkum á Austurlandi.
Svo hvetjum við starfsmenn
til að taka þátt í sjálfboðaliða-
störfum í samfélaginu en
þeirra framlagi fylgja styrkir frá
Samfélagssjóði Alcoa í Banda-
ríkjunum. Okkur er einnig
annt um að styðja sjálfbært
samfélag á Austurlandi. Við
reynum t.d. að finna leiðir til
að bjóða út þjónustu og styðja
í leiðinni vöxt atvinnulífsins.
Við vinnum auk þess í stóru
sjálfbærniverkefni í samstarfi
við Landsvirkjun. Þar hafa
verið þróaðir 50 mælikvarðar
til að fylgjast með áhrifunum af
Kárahnjúkavirkjun og álver-
inu á Reyðarfirði á umhverfi,
samfélag og efnahag landsins.
Þannig sjáum við hvernig sam-
félagið þróast.“
Fyrirtækið hefur skýra um -
hverfisstefnu – að starfa í sátt
við umhverfið og gera betur en
krafist er í lögum og reglu gerð -
um. „Álver mun alltaf hafa
umhverfisáhrif en við vinnum
stanslaust í að reyna að tak -
marka þau áhrif.“
Sjötta afriðlinum bætt við
Janne sér spennandi tíma fram-
undan. „Varðandi fjárfestingar
munum við í mars gangsetja
sjötta afriðilinn í rafveitu
álversins en þeir voru upphaf-
lega fimm. Þetta er fjárfesting
upp á 3,5 milljarða króna. Alcoa
hefur ekki eingöngu byggt nýtt
álver hér á Reyðarfirði heldur
er haldið áfram að fjárfesta í
fyrirtækinu hér á staðnum. Á
þessu ári lauk til dæmis tveim -
ur fjárfestingaverkefnum þar
sem fjárfest var fyrir um sjö
milljarða króna. Þetta skapar
bæði verðmæti og störf.
Á næsta ári ætlum við að
breyta vaktakerfinu þannig að
það verði sveigjanlegra fyrir
starfsfólkið en það fær að velja
hvernig það vill hafa vaktakerf-
ið sitt.“
Hvað varðar stefnumótun
fyrirtækisins segir Janne að nú
skipti mestu máli að ná sem
bestri arðsemi. „Það snýst um
að fá sem mest út úr fjárfesting-
unum sem við erum með í dag
til að búa okkur undir fram -
tíðina og vonandi munum við
geta stækkað álverið þegar
fram líða stundir. Verði það gert
verður lögð áhersla á öryggi og
heilbrigði starfsfólks og einnig
verður þess gætt að takmarka
umhverfisáhrifin eins og mögu -
legt er.“
Janne er spurð hvers vegna
viðskiptavinir ættu að velja Al-
coa Fjarðaál. „Það er bara af því
að það er langskemmtilegasta
fyrirtæki í heimi. Það eru mikil
gæði í álinu og við hjá Fjarðaáli
framleiðum umhverfisvænt ál
og berum virðingu fyrir öryggi
og heilsu einstaklinganna.“
„Við erum til dæmis
með samfélags
styrki og frá upphafi
og þar til nú hafa
nær 600 milljónir
króna verið veittar
til margvíslegra
samfélagsverk efna.“
Stjórnendur Fjarðaáls. ingólfur Þ. Ágústsson, Jóhann F. Helgason, Páll Freysteinsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir,
Geir Sigurpáll Hlöðversson, Janne Sigurðsson og Kristinn Harðarson.