Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 87

Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 87
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 87 Starfsmenn okkar koma gjarn- an fram í þeim og við tengjum þær einnig umhverfinu og samfélaginu á Austurlandi.“ Janne segir að hjá fyrirtækinu sé lögð áhersla á að vera góður „nágranni“ og að starfsmenn taki virkan þátt í samfélag- inu. „Við erum til dæmis með samfélagsstyrki og frá upphafi og þar til nú hafa nær 600 milljónir króna verið veittar til margvíslegra samfélagsverk- efna, einkum á Austurlandi. Svo hvetjum við starfsmenn til að taka þátt í sjálfboðaliða- störfum í samfélaginu en þeirra framlagi fylgja styrkir frá Samfélagssjóði Alcoa í Banda- ríkjunum. Okkur er einnig annt um að styðja sjálfbært samfélag á Austurlandi. Við reynum t.d. að finna leiðir til að bjóða út þjónustu og styðja í leiðinni vöxt atvinnulífsins. Við vinnum auk þess í stóru sjálfbærniverkefni í samstarfi við Landsvirkjun. Þar hafa verið þróaðir 50 mælikvarðar til að fylgjast með áhrifunum af Kárahnjúkavirkjun og álver- inu á Reyðarfirði á umhverfi, samfélag og efnahag landsins. Þannig sjáum við hvernig sam- félagið þróast.“ Fyrirtækið hefur skýra um - hverfisstefnu – að starfa í sátt við umhverfið og gera betur en krafist er í lögum og reglu gerð - um. „Álver mun alltaf hafa umhverfisáhrif en við vinnum stanslaust í að reyna að tak - marka þau áhrif.“ Sjötta afriðlinum bætt við Janne sér spennandi tíma fram- undan. „Varðandi fjárfestingar munum við í mars gangsetja sjötta afriðilinn í rafveitu álversins en þeir voru upphaf- lega fimm. Þetta er fjárfesting upp á 3,5 milljarða króna. Alcoa hefur ekki eingöngu byggt nýtt álver hér á Reyðarfirði heldur er haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækinu hér á staðnum. Á þessu ári lauk til dæmis tveim - ur fjárfestingaverkefnum þar sem fjárfest var fyrir um sjö milljarða króna. Þetta skapar bæði verðmæti og störf. Á næsta ári ætlum við að breyta vaktakerfinu þannig að það verði sveigjanlegra fyrir starfsfólkið en það fær að velja hvernig það vill hafa vaktakerf- ið sitt.“ Hvað varðar stefnumótun fyrirtækisins segir Janne að nú skipti mestu máli að ná sem bestri arðsemi. „Það snýst um að fá sem mest út úr fjárfesting- unum sem við erum með í dag til að búa okkur undir fram - tíðina og vonandi munum við geta stækkað álverið þegar fram líða stundir. Verði það gert verður lögð áhersla á öryggi og heilbrigði starfsfólks og einnig verður þess gætt að takmarka umhverfisáhrifin eins og mögu - legt er.“ Janne er spurð hvers vegna viðskiptavinir ættu að velja Al- coa Fjarðaál. „Það er bara af því að það er langskemmtilegasta fyrirtæki í heimi. Það eru mikil gæði í álinu og við hjá Fjarðaáli framleiðum umhverfisvænt ál og berum virðingu fyrir öryggi og heilsu einstaklinganna.“ „Við erum til dæmis með samfélags­ styrki og frá upphafi og þar til nú hafa nær 600 milljónir króna verið veittar til margvíslegra samfélagsverk efna.“ Stjórnendur Fjarðaáls. ingólfur Þ. Ágústsson, Jóhann F. Helgason, Páll Freysteinsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Geir Sigurpáll Hlöðversson, Janne Sigurðsson og Kristinn Harðarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.