Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 91
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 91
nýjar áherslur í efnahags
þróun
Gísli segir að til að búa í nor-
rænu velferðarsamfélagi þurfi
Íslendingar 3-5% hagvöxt til
langs tíma. „Til að ná því þurf-
um við að skapa um þrjátíu
þúsund ný störf á næstu tíu
árum. Helmingur þeirra þarf
að vera fyrir háskólamenntað
fólk. Við þurfum að skapa
spennandi tækifæri fyrir ungt
fólk og við þurfum að halda
reyndu fólki í landinu og stöðva
fólksflóttann. Hér verða að
bjóðast starfstækifæri, laun og
lífskjör eins og þau gerast best í
heiminum.“
Gísli segir að jarðhiti, fisk-
veiðar og orkufrekur iðnaður
hafi lagt grunn að velferðar-
samfélaginu. „Samkeppnis-
hæfni okkar sem þjóðar krefst
áframhaldandi hagvaxtar og
þar munu þessar greinar áfram
gegna mikilvægu hlutverki.
Hins vegar munu aðrir þættir
vega þyngra til framtíðar litið:
Vel menntað vinnuafl, græn
orka og staðsetning landsins
mitt á milli Evrópu og Banda-
ríkjanna ásamt nálægð við
norður heimskautið.“
Allt snýst þetta um rétta
fólkið
Gísli segir Thule Investments
vera þekkingarfyrirtæki og að
hafa rétta fólkið skipti sköpum
í rekstri Thule sem og í þeim
fyrirtækjum sem fjárfest er í.
„Okkur er umhugað um að
teymin hafi einstaklinga með
fjölbreytta reynslu og skoðanir.
Thule uppfyllir þegar lög um
kynjahlutfall í stjórn fyrir-
tækisins.
Thule Investments hefur þá
stefnu að ráða besta fólkið sem
völ er á óháð kyni, kynþætti,
uppruna eða trúarskoðunum.
Að sama skapi eru stjórnun,
ábyrgð, laun og umbun ákvörð-
uð á jafnréttisgrundvelli.
Fyrirtækið leggur áherslu á
að hafa ávallt á að skipa fram-
úrskarandi og vel menntuðum
einstaklingum þar sem hver og
einn fær að njóta sín í liðsheild-
inni og taka virkan þátt í þróun
fyrirtækisins og þeirra fyrir-
tækja og verkefna sem Thule
vinnur að.”
Gísli segir Thule umhverfis-
vænt fyrirtæki sem noti pappír
hóflega og nýti rafræn gögn og
vinnuaðferðir til hins ýtrasta.
„Félagið vinnur að og hyggur á
fjárfestingar í umhverfis vænni
orku og umhverfisvænum
efnaiðnaði.“
Auka fjölbreytni atvinnu
lífsins
Gísli segir að samfélagsleg
ábyrgð og gildismat fyrirtækis-
ins fari saman en það er að
taka virkan þátt í uppbyggingu
nýrra atvinnugreina á Íslandi
til hagsbóta fyrir land og þjóð.
„Félagið vinnur að verkefnum
sem eru í senn spennandi
nýjungar í íslenskt atvinnulíf,
ábatasamir fjárfestingarkostir
og með mikinn mögulegan
ávinning fyrir framtíð Íslands.“
En hvers vegna ættu fagfjár-
festar að eiga viðskipti við
Thule Investments? „Thule
In vestments er eitt fárra, ef
ekki eina fjárfestingafélagið
hér á landi, sem hafa bein-
línis að markmiði að treysta
grunnstoðir og auka fjölbreytni
íslensks atvinnulífs með því
að taka þátt í vexti ungra
fyrirtækja sem starfa í nýjum
atvinnu greinum. Fjárfestar sem
vilja taka þátt í því mikilvæga
verkefni eiga samleið með
Thule Investments.“
„Fyrirtækið leggur
áherslu á að hafa
ávallt á að skipa
fram úrskarandi
og vel menntuðum
einstaklingum þar
sem hver og einn
fær að njóta sín í
liðsheild inni og taka
virkan þátt í þróun
fyrirtækisins.“