Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 104
104 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
„Reksturinn gekk vel, þökk sé frábæru starfsfólki okkar, félagið jók forystu sína heima fyrir á sviði nýsköpunar og þróunar
og við héldum áfram sókn okkar á mörkuðum erlendis með nýjum lausnum,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. „Í því
sambandi er vert að nefna sérstaklega kraftmikið þróunarstarf sem leiddi af sér margar nýjar og áhugaverðar vörur svo sem
nýtt vildarkerfi, rafrænt veski og posa tengdan við kassakerfi.“
Áhersla lögð á frumkvæði,
nýsköpun og traust
Upplýsingar Um fyrirtækið:
fjöldi starfsmanna: 158 forstjóri: Viðar Þorkelsson stjórnarformaður: Björk Þórarinsdóttir stefnan: „Hlutverk Valitors er að skapa
viðskiptavinum sínum ný tækifæri í krafti framúrskarandi tæknilausna í greiðslumiðlun.“
Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslulausna sem starfar á alþjóð-
legum vettvangi og leggur
sér staka áherslu á frumkvæði,
nýsköpun og traust í starfsemi
sinni. Hlutverk fyrirtækisins
er að skapa viðskiptavinum
sínum ný tækifæri í krafti fram -
úrskarandi tæknilausna.
Viðar Þorkelsson, forstjóri
fyrir tækisins, segir að það
sem hafi borið hæst á árinu
sé framsækin útgáfustarfsemi
Vali tors erlendis sem byggist á
ís lensku hugviti og kraftmiklu
þróunar- og markaðsstarfi. „Við
gerðum fjölda útgáfusamn-
inga við fyrirtæki í Bretlandi,
Kan ada og Svíþjóð.“
Viðar segir að hann sé fyrst og
fremst ánægður með árangur
fyrirtækisins í heild á árinu.
„Reksturinn gekk vel, þökk
sé frábæru starfsfólki okkar,
fé lagið jók forystu sína heima
fyrir á sviði nýsköpunar og
þróunar og við héldum áfram
sókn okkar á mörkuðum erl -
endis með nýjum lausnum. Í
því sambandi er vert að nefna
sérstaklega kraftmikið þró unar-
starf sem leiddi af sér margar
nýjar og áhugaverðar vörur svo
sem nýtt vildarkerfi, rafrænt
veski og posa tengdan við
kassakerfi.
Fyrirtækið lagði grunninn
að innleiðingu á snertilaus-
um lausnum (NFC) sem eru
greiðslu lausnir fyrir snjallsíma
og snertilaus kort. Við erum full
eftirvæntingar að kynna þessa
nýjung fyrir korthöfum og sölu-
aðilum fyrri hluta næsta árs.“
Hvað varðar horfurnar
á næsta ári segir Viðar að
starfs menn Valitors séu bjart-
sýnir á getu fyrirtækisins
til að takast á við þau krefj-
andi og spennandi verkefni
sem eru fram undan. „Mikil
gerjun er um þessar mundir á
greiðslumiðlunarmark aðnum í
Evrópu, m.a. vegna innleiðingar
snertilausra greiðslna þar sem
við verðum í fararbroddi. Á
hinn bóginn höfum við áhyggj-
ur af óvissu í rekstrarum hverfi
hérlendra fyrirtækja sem bitnar
á samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs. Þar á ég m.a. við tíðar
breytingar á laga- og skatta-
umhverfi og óvissu um stöðu
grunnatvinnuvega.
Áhugaverð boðmiðlun
Nýtt vildarkerfi var markaðs-
sett á árinu í samstarfi við
365 og fleiri góða samstarfs-
aðila. Í tengslum við átakið
„Pinnið á minnið“ buðum við
fyrirtækjum, kaupmönnum og
samstarfs aðilum nýja tegund
posa sem tengdir eru við kassa-
kerfi. Auk þess þróuðum við
nýjar lausnir fyrir fyrirfram-
greidd kort til notkunar á
mörk uðum erlendis.“
Þegar kemur að auglýsingum
og kynningum segir Viðar að
starfsmenn leggi áherslu á að
boðmiðlun fyrirtækisins, hvort
sem um er að ræða auglýsing-
ar eða almannatengsl, sé
áhuga verð, komi gagnlegum
skilaboðum áleiðis og spegli
raun veruleikann þannig að
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Úr einKAsAfni
uM áraMót
Valitor