Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 107
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 107
Stjórn SVÞ 2012: Guðrún Jóhannesdóttir, Hermann Guðmundsson, Finnur Árnason, Guðmundur H. Jónsson,
Margrét Kristmanns dóttir formaður, Sigríður Margrét oddsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri.
sitja sjö, þar af fjórar konur.
Því eru konur í meirihluta
stjórnarmanna hjá okkur. Þetta
er í fyrsta skipti sem stjórn
aðildarfélags Samtaka atvinnu-
lífsins er skipuð konum að
meirihluta. SVÞ tilnefnir síðan
einnig einstaklinga í fram-
kvæmdastjórn og stjórn SA og
þar eru kynjahlutföllin í báðum
tilfellum 50/50. Við höfum því
aldrei upplifað það hjá SVÞ að
það sé skortur á frambærileg-
um konum til að verja hags-
muni greinarinnar.“
Hver er stefna SVÞ varð-
andi samfélagslega ábyrgð og
hafa samtökin komið sér upp
ákveðnu gildismati til að starfa
eftir?
Áhersla á sanngjarna
viðskiptahætti
„Samtökin hafa ekki skrif-
lega stefnu um samfélagslega
ábyrgð en í verki leggjum
við m.a. áherslu á sanngjarna
við skiptahætti og jafnrétti
kynj anna. SVÞ styðja auk
þess við bakið á ýmsum góð -
gerðarmálum, en hér megum
við greinilega taka okkur á og
setja skipulega niður á blað
hvernig samtökin vilja bæta
samfélagið sem þau starfa í.“
Hvernig metur þú horfurnar
á næsta ári?
„Ég er að eðlisfari mjög bjart -
sýn – en tel engu að síður að
næstu misseri verði innflutn-
ingsfyrirtækjum þung. Ég tel
hins vegar mikilvægast að hér
í samfélaginu verði sleginn nýr
taktur á nýju ári. Það er alltof
algengt að fólk, hvar sem er í
þjóðfélaginu, mæti til leiks með
hnefann á lofti og sé til í enda-
lausan slag um jafnvel ómerki-
legustu mál. Þjóðin stendur
frammi fyrir stórum verk efnum
þar sem sígildar lausn ir sem
kenndar eru við hægri eða vinstri
duga skammt; við þurfum að
komast upp úr hjólförum átaka
og töfra lausna.“
„Þótt það sé út af fyrir sig ömurleg
staða að þurfa að fara í dómsmál við
ríkið í þeim tilgangi að knýja það til að
efna alþjóðasamninga sem það hef
ur gert sýnir þetta mál hins vegar að
samtökin hvika hvergi þegar um grund
vallarhagsmuni versl unarinnar í land
inu er að ræða.“