Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 120
120 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Á þessu ári eru 20 ár frá stofnun Bláa Lónsins hf. Starfsemin hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Ferðaþjónustan
er í örum vexti og horfir til enn eins metárs í greininni.
Eitt af 25 undrum veraldar
Grímur Sæmundsen er
forstjóri Bláa Lónsins.
Hvaða árangur fyrirtækis þíns
ert þú ánægðastur með á árinu?
„Rekstur félagsins gekk afar
vel á árinu og njótum við þess
að hjá okkur starfar frábær, sam-
hentur hópur starfsfólks.
Við héldum áfram að fá
al þjóðlegar viðurkenningar
en hið virta tímarit National
Geo graphic valdi Bláa Lónið
sem eitt af 25 undrum verald-
ar í sérstöku tölublaði sem
kom út fyrr á þessu ári og var
helgað stöð um sem tímaritið
telur standa upp úr á heims-
vísu. Í um fjöllun blaðsins er
Bláa Lóninu lýst sem paradís
jarðvarm ans í umhverfi sem
minni á tunglið.
Bláa Lónið er einnig það sem
erlendum gestum er sækja
Ísland heim er minnisstæðast.
Niðurstöður könnunarinnar
eru hvetjandi fyrir bæði starfs-
fólk og stjórnendur og vitnis-
burður um að sú upplifun sem
við bjóðum er í samræmi við
væntingar viðskiptavina.
Nú nýlega gerðu Bláa Lónið
hf., lyfjafræðideild Háskóla
Íslands og ónæmisfræðideild
og rannnsóknastofa gigtar-
sjúkdóma Landspítala með
sér samstarf um rannsóknir á
bólguhemjandi efnum unnum
úr þörungum Bláa Lónsins.
Markmiðið rannsóknarinnar
er að efla þekkingu á lífvirkni
Bláa Lónsins með því að finna
og skilgreina bólguhemjandi
efni úr þörungum sem þar lifa.
Nýtt náttúrulegt efni sem hefur
bólguhemjandi virkni getur
leitt til áhugaverðra mögu-
leika í vöruþróun. Efnin sem
finnast verða nýtt í framleiðslu
húðvara og á síðari stigum
einn ig í heilsuvörur og lyf, með
það að leiðarljósi að styðja við
núverandi starfsemi og skapa
ný tækifæri til enn frekari
verð mætasköpunar úr náttúru-
auðlindinni. Tækniþróunar-
sjóður mun styrkja rannsóknina
með 30 milljóna króna fram-
lagi á næstu þremur árum. Í
samvinnu við Háskóla Ís lands
og Landspítala hefur Bláa
Lónið unnið að psoriasis-
rann sókn sem er jafnframt
doktors verkefni Jennu Huld ar
Eysteinsdóttur læknis. Rann -
sókna niðurstöðurnar eru mjög
lofandi og munu styrkja sam-
keppnis stöðu meðferðarinnar á
alþjóðamarkaði.“
Hvaða nýjar vörutegundir og
-línur komu fram á árinu?
„Sett var á markað ný húð-
vara, Blue Lagoon algae mask
(þör ungamaski), sem byggist á
þörungum Bláa Lónsins. Varan
sló í gegn hér heima og selst
einn ig gríðarlega vel í gegnum
netverslun okkar.“
vanhugsuð skattstefna st
jórnvalda
Hvernig metur þú horfurnar á
næsta ári?
„Horfurnar á næsta ári eru
afar góðar þegar horft er
til ís lenskrar ferðaþjónustu.
Van hugsuð skattastefna
stjórn valda skaðar þó bæði
sam keppnishæfni og vöxt
grein arinnar. Þetta á sérstak-
lega við um verðmætasta þátt
grein arinnar sem eru ráðstefnu-
og hvataferðir. En ákvarðanir
um slíkar ferðir eru teknar með
löngum fyrirvara.“
Hver er stefnumótun
fyrirtækisins?
„Hlutverk okkar er m.a. að
veita vellíðan og upplifun er
byggist á samspili náttúru og
vísinda. Bláa Lónið er leiðandi
fyrirtæki í íslenskri ferðaþjón-
ustu og með uppbyggingu
og áherslu okkar á heilsu og
upp lifun munum við halda
áfram að vera leiðandi í þróun
íslenskrar ferðaþjónustu.“
Áhersla á samfélagsleg
verkefni
Hver er stefna Bláa Lónsins
varð andi samfélagslega
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Ari MAGnÚsson
uM áraMót
Bláa Lónið
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: Velta árið 2011: 19,5 mEUR (3,2 milljarðar króna) fjöldi starfsmanna: 250 forstjóri: Grímur Sæmundsen
stjórnarformaður: Helgi Magnússon stefna: Stefna Bláa Lónsins er að vera leiðandi við þróun og uppbyggingu heilsuferðaþjónustu á Íslandi