Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 122
122 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Gagnavarslan er ungt og framsækið þekkingarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf og heildarlausnir í
stýringu upplýsinga og varðveislu þeirra.
Aukin hagkvæmni
og skilvirkni
Brynja Guðmundsdóttir er
forstjóri Gagnavörslunnar:
Hvaða árangur fyrirtækis þíns
ert þú ánægðust með á árinu?
„Gagnavarslan vann með
fjölmörgum viðskiptavinum
að því að auka hagkvæmni og
skilvirkni í rekstri þeirra fyrir-
tækja og stendur það hæst upp
úr í mínum huga. Við leggjum
metnað okkar í að reyna að
tryggja heilbrigði fyrirtækja
með þjónustuframboði Gagna-
vörslunnar. Í ljósi þess var
þjón ustuframboð fyrirtækisins
aukið og enn meiri áhersla lögð
á ráðgjöf á þessu sviði. Gagna-
varslan náði góðum árangri á
árinu og jók tekjur sínar um
u.þ.b. 40% á milli ára.“
Aukið þjónustuframboð
Hvað bar hæst á árinu í fyrir-
tæki þínu?
„Aukið þjónustuframboð til
viðskiptavina, s.s. aukið fram-
boð ráðgjafar, fjöldi nýrra við-
skiptavina sem völdu CoreData
sem sínar hugbúnaðarlausnir
á ýmsum sviðum og þá náðust
stórir sigrar í skönnunarverk-
efnum auk vörslusamninga á
skjölum, listaverkum og menn-
ingarminjum. Þar á meðal eru
samningar við erlenda aðila
og einnig eru erlendir aðilar
farnir að leita til okkar að fyrra
bragði. Við fögnuðum fimm
ára afmæli nú í lok árs, sem er
mikilvægur áfangi hjá nýsköp-
unar fyrirtæki. Einnig breyttum
við fyrirtækinu í hf. úr ehf. og
skráðum hlutabréfin hjá Verð-
bréfaskráningu Íslands. “
Ætlum okkur stóra hluti á
árinu
Hvernig metur þú horfurnar á
næsta ári?
„Við erum mjög bjartsýn fyrir
næsta ár og ætlum okkur stóra
hluti, hér heima sem erlendis.
CoreData BoardMeetings- og
CoreData Claims-hugbúnaðar-
lausnirnar okkar eru nú þegar
komnar í notkun hjá fjölmörg-
um íslenskum fyrirtækjum
sem starfa á alþjóðavettvangi
og finnum við fyrir miklum
áhuga á þessum lausnum að
utan. Einnig eru mikil tækifæri
í skönnunar- og vörsluverkefn-
um, bæði innanlands og utan.“
Hvað nýjar vörutegundir og
vörulínur komu fram?
„Við lögðum meiri áherslu á
ráðgjöf í stefnumótun, gæða-
stjórnun og ráðgjöf tengdri
mannauðsmálum og heilsu
fyrirtækja. Við fjárfestum í
mjög öflugum vögguskanna til
að skanna inn fundargerðar-
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 340 milljónir 2012 Fjöldi starfsmanna: 50 forstjóri: Brynja Guðmundsdóttir stjórnarformaður: Frímann Elvar Guðjónsson
stefnan: „Að vinna með viðskiptavinum okkar að aukinni hagkvæmni og skilvirkni.“
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
Gagnavarslan