Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 143

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 143
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 143 Ár Baltasars Kormáks Það efast enginn um að Baltasar Kormákur er sá íslenski kvikmyndamaður sem stendur upp úr á síðasta ári. Ekki aðeins á hann bestu íslensku kvik- myndina, Djúpið, heldur sló hann í gegn með Hollywoodstórmynd sinni Contraband, sem náði miklum vinsældum út um allan heim og gerði það að verkum að stórstjarnan Mark Wahlberg, sem lék aðalhlutverkið í mynd- inni og framleiddi, fékk mikla trú á Baltasar og lét í hendurnar á honum enn stærra verkefni, að leikstýra sér og Denzel Washington í 2 Guns, sannkallaðri Hollywoodstórmynd. Tökur eru búnar og eftirvinnsla hafin og verður 2 Guns frumsýnd í ágúst á næsta ári. Ljóst er því að Baltasar Kormákur verður ekki minna í sviðsljósinu á komandi ári. S amstarf Wahl bergs og Baltasars heldur áfram og er Baltasar að fara að leikstýra sjónvarpsmyndinni The Missionary, þar sem Mark Wahlberg er meðal framleiðenda, en Wahlberg er, meðfram því að vera einn vinsælasti leikarinn í Hollywood, framleiðandi kvikmynda og sjónvarps­ efnis sem hefur gert hann að einum ríkasta leikaranum í Hollywood. The Missionary er það sem Hollywood kallar „pilot“, en slík mynd, sem er í fullri lengd, er forveri sjónvarpssería. Stundum er það aðeins forverinn sem stendur uppi ef illa tekst til en oftast kemur í kjölfarið sjónvarpssería, allt fer eftir viðtökum fyrstu myndarinn­ ar. Það að Wahlberg skuli treysta Baltasar fyrir slíkri mynd segir nokkuð til um traustið, en þess má geta að Mark Wahlberg er einn aðalframleiðenda Boardwalk Empire og hver var það svo sem leikstýrði „pilot“ þeirrar seríu, jú, sjálfur Martin Scorsese. Þegar tökum er lokið á The Missionary, sem gerist í kaldastríðinu í Austur­Berlín, er það von Baltasars að hann geti farið í kvikmynd sína Everest, sem hlýtur að vera metnaðarfyllsta verk­ efni hans hingað til. Myndin verður byggð á örlagarík­ um atburðum þegar átta manns létust á hæsta fjalli heims árið 1996, atburðum sem Jon Krakauer skrifaði eftirminnilega um í bók sem komið hefur út á íslensku undir heitinu Á fjalli lífs og dauða. Kvikmynd Baltasars mun samt ekki byggð á bók inni. Undanfarið hefur Baltasar verið að fylgja Djúpinu eft ir í Bandaríkjunum en hún kemur til greina þegar tilkynntar verða tilnefningar á bestu erlendu kvikmynd­ inni til óskarsverðlauna og í þeirri kynningu er Mark Wahlberg betri en enginn. Hann safnaði vinum sínum í kvikmyndageiranum sam ­ an á sýningu á Djúpinu og í nýlegu viðtali sagðist Baltasar vera búinn að fá nokkur tilboð í kjölfar sýning­ arinnar og liggja á borðinu m.a. tilboð frá Warner Brothers og framleiðendum Sherlock Holmes­seríunnar. Þrátt fyrir freistandi tilboðin í Hollywood hefur Baltasar ekki gleymt þeim verkefnum sem hann er með á sinni könnu hér á Íslandi. Enn er í farvatninu víkingamyndin sem áætlað er að gera hér á landi þar sem í brennidepli eru víkingarnir sem komu með írska þræla til landsins. Þá hefur Baltasar keypt rétt inn á að kvikmynda Sjálf stætt fólk eftir Halldór Laxness og alltaf stendur til að kvikmynda Grafarþögn eftir bók Arnalds Indriða­ sonar, en Mýrin er tvímæla­ laust ein besta kvikmyndin sem Baltasar Kormákur hefur leikstýrt hingað til. Af allri þessari upptalningu má ráða að leikarinn Baltasar Kormákur sé kominn í langt frí, en upprunalega er Balt­ asar lærður leikari og gerði garðinn frægan á árum áður, m.a. í stórum hlutverkum á sviði Þjóðleikhússins þar sem hann hefur einnig leik­ stýrt þekktum leikritum. Kvikmyndir sem Baltasar Kormákur leikstýrir: 101 reykjavík (2000) hafið (2002) a little trip to heaven (2005) mýrin (2006) Brúðguminn (2008) inhale (2010) Contraband (2012) Djúpið (2012) 2 guns (2013) the missionary (2013) Leikstjóri ársins TexTi: HilMAr KArlsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.