Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 5

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 5
STARFSDOÐI Vaxandi tíðni starfsþreytu eða -doða í vestrænum fyrirtækjum. Sálfræðingar og félagsfræðing- ar reyna að skýrgreina þennan vanda. Starfsdoði er ómeðvituð streita. Hvað er unnt að gera til að draga úr starfsdoða? atvinnulíf m^mmmmmm^^^m Myndbandagerð Ný atvinnugrein sækir í sig veðrið. Sagt frá kvikmynda- og myndbandagerð á íslandi og nokkur fyrirtæki í þessari list- eða iðngrein sótt heim .................... 94 Viðskipti Smáfréttir úr viðskiptaheimi erlendis .............................. 98 Starfsdoði Vaxandi tíðni starfsþreytu eða -doða í vestrænum fyrirtækjum. Sálfræðingar og félagsfræðingar reyna að skýrgreina vandann og leysa hann......... 102 HEILBRIGÐI/VÍSINDI ■■■■ Mannaþefur, svitalykt og kynhormón.................. 106 Tímafrekt ráð við kattaofnæmi. 107 Þess vegna bera mæður afkvæmi sitt á vinstra armi.................. 107 Tölva mælir bóðþrýsting....... 108 Ferskir ávextir minnka líkur á bóðtappa .............................. 108 Úr heimi stærðfræðinnar....... 108 náttúra ^mammm^^^^^m Ófrískur hængur............... 109 Umhollt plastefni ............ 109 ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Hvers vegna refsum við? Grein eftir Pál Skúlason lögfr^ðing........... 110 Herstöðin. Sagt frá nýrri bók Friðriks Hauks Hallssonar, þar sem gerð er grein fyrir ítarlegustu rannsókn sem fram hefur farið á herstöðvamálinu ............ 112 ýmislegt m^^^^^^mmmmi Barnalíf..................... 25 Erlent fólk.................. 34 Krossgátan.................. 118 LEIÐARI Lukkumarkaðurinn Islendingar eyða meira en fimm milljörðum á ári í happdrætti og hafa aukið eyðsluna um rúman milljarð á þremur árum. Þetta eru gífurlegir fjármunir sem sést best á því að hvert heimili eyðir að meðaltali tæplega sex þúsundum króna á mánuði í happdrætti. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri umfjöllun Þjóðlífs um spilafíkn íslendinga. Óneitanlega sækir aö mönnum sú hugmynd að ef til vill væri þessum fjármunum betur varið í önnur verkefni sem bíöa úrlausnar í samfélagi okkar. En þá kemur að því að þeir sem standa fyrir happdrættunum eru yfirleitt miklar þjóðþrifastofnanir, — mannúðarsamtök, íþróttafélög, hjálparstofnanir og menningar- samtök. Erfitt er að sjá réttlætingu fyrir því að meina þeim þessa fjáröflun meðan enginn annar valkostur er sýnilegur. En fram hjá hinu verður heldur ekki horft að góðgerðasam- tök sem standa á bak við happdrætti eru óbeint að vinna að hamingju eins hóps á kostnað annars. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á „lukkumarkaðnum”, — sífellt fleiri félög og stofnanir efna til „lotterís" af einhverjum toga til að fjármagna starfsemi sína. Árin 1980-1987 jókst veitan um 67% en raunverulegt vinningshlutfall minnkaði á sama tíma um rúm 16%. Framboðið eykst, fleiri taka þátt í spilinu og fleiri verða fíkninni að bráð, Talið er að um 3% einstaklinga séu haldnir ólæknandi spilafíkn. Það þýðir að ásóknin í að leggja peninga undir og freista gæfunnar er yfirleitt saklaust gaman fyrir flesta auk þess sem réttlæting er fyrir því að styðja með þátttöku sinni hjálparstofnanir og mannúðarsamtök. En í 3% tilfella tekur gamanið að kárna; — komið að stjórnlausri fíkn einstaklinga. Jakob Smári sálfræðingur segir: „Erfitt er að draga mörkin þar sem hegðunin hættir að vera saklaus og verður sjúkleg. Þó má segja að þegar atferli einstaklingsins er farið að hafa neikvæðar afleiöingar í för með sér fyrir hann sjálfan og umhverfi hans þá er litið á það sem sjúklega hegðun." Vöxturinn á lukkumarkaðnum hlýtur að kalla á efasemdir manna. Spilakassar spretta upp eins og gorkúlur á haug og hvarvetna eru boðnir skafmiðar til sölu. Það er fleira neikvætt við þessa þróun en ólæknandi spilafíkn örfárra einstaklinga. Sálfræðingurinn bendir á að lukkuhjólið gegni einnig ákveðnu uppeldishlutverki og ali á hjálparleysi og peningahyggju hjá börnum og unglingum. Spilaæðið ýtir einnig undir það viðhorf að velgengni í lífinu sé ekki undir einstaklingnum sjálfum komið heldur heppni hans í lotteríum. „Slík uppeldisleg áhrif eru mjög slæm“, segir Jakob Smári. En það er ekki einungis unga fólkið sem er „áhættuhópur" í heimi lukkunnar. í Þjóðlífi er grípandi frásögn af bingókvöldi, þar sem margir ellilífeyrisþegar taka reglubundið þátt. Stór hluti þátttakenda spilar sex kvöld vikunnar fyrir tugþúsundir króna. Á bingókvöldum eru ávísanir oft geymdar til tíunda hvers mánaðar, því þá kemur ellilífeyririnn. Og það er greinilegt að spilakvöld í Veltubæ og Vinabæ er heimur út af fyrir sig. „Það eru hátt í hundrað manns sem eru hreinir fíklar", er haft eftir starfsstúlku. Venjuleg eyðsla í bingóblöð hjá þessu fólki er um 5000 krónur á kvöldi. Fyrir tiltölulega fáum árum var bæði siðlaust og löglaust að taka yfir 10% raunvexti. í dag virðist sú iðja vera lofsverð og lögleg. Fyrir tiltölulega fáum árum voru þrjú stór- happdrætti með heföbundnu sniði í landinu og fannst mörgum alveg nóg framboð. Nú hefur heimur áhættunnar breitt úr sér, þannig að ekki er hægt að þverfóta fyrir lukkutil- boðum. Þannig hafa viðhorf samfélagsins samtímis breyst, — „siðferðiskokið“ stækkað. Það er e.t.v. ástæða til að staldra við og spyrja: hvar eru mörkin? Þó lífið sé öðrum þræði eftir sem áður óskaplegt lotterí. Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjóm: Kristinn Karlsson, Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Biöm, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Haiidór Gröndvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda- stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Einar Heimisson, Páll Vilhjálmsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófdrk.: Sigurlaug Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Art- húr Björgvin Bollason(Munchen), Guðmundur Jónsson(London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörk), Einar Karl Haraldsson(Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir(Finnland), Guðbjörg Linda Rafns- dóttir(Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson(New Haven), Forsíða.hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Hörður Pálmarsson. Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Kópavogi. Blaðamenn símar: 622251 og 623280. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. ÞJÓÐLÍF 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.