Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 27

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 27
Dr. Robin Okey. Eins og sakir standa er ekki hægt að koma á sáttum milli lýðveldanna. (Mynd: Dickon Mager) orustu, og höfuðaðsetur serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar var í héraðinu um ald- ir til miðbiks þeirrar átjándu, að Tyrkir tóku fyrir það. Serbar segja að með full- tingi Tyrkja hafi Albanar gengið milli bols og höfuðs á þeim, og flæmt þá úr Kosovó. — í öðru lagi atburðir síðustu ára: Serbar fullyrða að árið 1968 hafi Tító, for- seti Júgóslavíu, friðþægt Albana eftir blóðugar óeirðir. Kosovó varð eins og lýð- veldi eitt og sér. Leyft var að nota kennslubækur frá Albaníu og háskólanum í höfuðborginni Prisníu var stjórnað ein- göngu af Albönum, svo dæmi séu tekin. Við vorum heimskir og gáfum engu gaum, sífra Serbar í dag. Öfgakennd þjóðernis- hyggja fékk byr undir báða vængi, Alban- ar hugðust hafa Kosovó fyrir sig eina. — Ég held að það sé eitthvað til í þessu hjá Serbum, og menn hljóta að skilja af- stöðu þeirra. Getur ein og hálf milljón Albana sagt tvöhundruð þúsund Serbum að þeir séu fyrir og verði að fara? Albanar svara að Serbar vilji fara og búa með öðr- um Serbum, þeim sé ekki þröngvað til eins eða neins. Það er að mörgu leyti rétt, og Serbum til lasts verður að segja, að ljótir kynþáttafordómar koma einnig til: „Þeir fjölga sér eins og kanínur“ hnussa þeir til að mynda. Albanar hafa langhæstu fæðingartíðni í Evrópu. Serbum gremst þetta sýnu meir í dag vegna þess að áður fyrr mátti ekki kvarta, Júgóslavar áttu jú að elska hver annan. — En á hinn bóginn er ekkert undar- legt að Albanar séu róttækir. Efnahagur Kosovó er hrikalegur, miklu verri en ann- arstaðar í Júgóslavíu, og Serbar hafa alls engan friðarvilja sýnt í málinu. 1981 kröfð- ust Albanar eigin lýðveldis, en Serbar brutu þær tilraunir harkalega á bak aftur. Nokkrir Albanar voru skotnir til bana. Nú, síðastliðið sumar afnámu Serbar í raun sjálfsstjórn héraðsins, í ár hafa þeir bannað dagblað og sjónvarp Albana, og í sumar leystu þeir þing þeirra upp. Alban- ar hafa engin réttindi lengur. Ekki er allt upp talið enn: Slóvenía, nyrsta lýðveldið, hefur lýst yfir fullveldi eins og Króatía. Þar að auki ákváðu Sló- venar að taka landvarnir lýðveldisins í eigin hendur. Júgóslavneski herinn hét að bregðast fljótt við...... og tók á sitt vald varnarmálaskrifstof- una í höfuðborginni Ljúbljana. En Sló- venar komu krók á móti bragði, þeir höfðu áður flutt höfuðstöðvar sínar annað. Þetta var ágætis málamiðlun, báðir geta sagst hafa staðið við orð sín. Hér sést greinilega munurinn á ástandinu í Slóven- íu og Króatíu, og svo í Kosovó. Þar eru engar lausnir mögulegar, engir samning- ar. Maður verður samt að spyrja núna hvernig standi á því að Júgóslavía sé enn ein heild? — Tvennt kemur til: Hinn kosturinn og sterk staða kommúnista. í seinna stríð- inu var valkosturinn vitaskuld ferlega slæmur, Slóveníu skipt milli ítala og Þjóð- verja, Króatar höfðu að vísu sitt leppríki, Serbía dróst saman og varð að héraði í kringum Belgrad, Búlgarar tóku Mak- edóníu, ítalir Svartfjallaland, og Kosvó, undir leppstjórn í Albaníu. Sjáðu til þetta var ekkert freistandi. — Kommúnistar buðu betri tíð, með Tító í broddi fylkingar. Og hann var klók- ur. Þeir hömpuðu ekki kommúnisma heldur frjálsri Júgóslavíu. Tító rauf svo allan vinskap við Stalín og Sovétríkin, hætti við að þjóðnýta bújarðir, og Júgósla- vía óx til vegs og virðingar, mikið til hans vegna. Efnahagur landsins tók umtals- verðum framförum, og það var mun frjáls- ara en önnur ríki Austur-Evrópu. Enda var Tító hafinn upp til skýjanna? — Seiseijú mikil ósköp. T.d. var ég þarna árið 1982, á annarri ártíð hans. Lofi um Tító rigndi yfir mann. „Er ég hugsa til ÞJÓÐLÍF 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.