Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 42
ÁSTARLEIKUR Viðtal við Pétur Gunnarsson um skáldsöguna yfirleitt en nú er að koma út eftir hann ný saga, — Hversdagshöllin PÉTUR MÁR ÓLAFSSON Um þessar mundir kemur út sagan Hversdagshöllin eftir Pétur Gunn- arsson. Aður hefur hann sent frá sér ljóða- bókina Splunkunýr dagur (1973), skáld- sögurnar Punktur punktur komma strik (1976), Ég um mig frá mér til mín (1978), Persónur og leikendur (1982j og Sagan öll (1985) en þær fjalla allar um Andra Har- aldsson. Frá því að Sagan öll kom út hefur Pétur haft hljótt um sig en þó gefið út greinasafnið Sykur og brauð (1987) og Vasabók (1989) auk þess að þýða Barna- sögu eftir Peter Handke (1987). A meðan aðrir rithöfundar láta naum- ast líða nema tvö ár á milli skáldsagna birtist Hvcrsdagshöllin eftir fimm ára hlé. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort þetta hafi verið erfið fæðing? „Ég hef unnið að bókinni meira og minna frá árinu 1985,“ segir Pétur. „Fæð- ingin var ekki erfið, ég þurfti einfaldlega Hvernig á að endursegja tónverk? þennan tíma. Hver höfundur hefur sitt tempó, sumir verða að koma texta frá sér en ég hef þá ástríðu að liggja yfir honum; velta setningum fyrir mér, snúa þeim við, strika út og sjá þær í nýju samhengi. Stundum finnst mér ég vera kominn með bók sem er tilbúin til útgáfu en sé síðan eitthvað sem þarf að betrumbæta. Ég hélt í fyrra að ég gæti sent Hversdagshöllina frá mér en vildi þegar til kom vinna lengur með hana. Það er auðvitað lúxus að geta legið svona yfir verki.“ Um hvað fjallar sagan? „Það er ekki gott að segja. Endursögn segir í raun lítið um bækur. Ulysses eftir James Joyce fjallar í stuttu máli um mann sem vaknar, kaupir sér morgunmat, fer í jarðarför eftir hádegi og kemur síðan við á bar seinni partinn. Þetta er mörg hundruð síðna verk. Mínar sögur gerast svo mikið í stílnum að það er eiginlega ómögulegt að endursegja þær. Og án þess að ég sé að tylla mér eitthvað á tær: hvernig á að end- ursegja tónverk? Ég er alls ekki epískur höfundur. Söguþráðurinn er aukaatriði, orðaspil og kenndir sem stíllinn vill miðla skipta meira máli. Og húmor? „Húmorinn er ein leið til að komast hjá söguþræði og það er aðferð sem ég notaði í Andrabókunum. I Hversdagshöllinni beiti ég öðrum meðulum. En ég er ekki rétti maðurinn til að lýsa breytingunni, var að enda við að skila inn síðustu próf- örk. Þetta er eins og að standa upp við hús og ætla að draga upp mynd af því, það er miklu nær að einhver sem stendur í fjar- lægð geri það. Ég bíð spenntur eftir við- brögðum lesenda.“ Er þetta saga úr nútímanum? „Hún gerist í samtímanum. En tíminn skiptir ekki öllu. Söguþráðurinn er ekki aðalatriðið heldur önnur áhrif sem su'llinn reynir að ná fram. Þetta er svipað ástar- leik. Það skiptir ekki öllu hvenær hann gerist, hann snýst um eitthvað annað en stað og stund.“ Eftir að hafa gefið sjálfur út þínar eigin bækur frá 1982 ertu aftur kominn til út- gefenda. Hvernig stendur á því? „Þegar við hjónin stofnuðum bókaút- gáfuna Punkta var það í raun ákaflega rök- rétt. Tölvuvæðingin var þá að fara af stað. Ég samdi á tölvu og setti textann um leið. Þá var stutt eftir af útgáfuferlinu. Með því að gefa út sjálfur þurfti ég ekki að standa neinum reikningsskil með handrit öðrum en sjálfum mér. Þetta var líka viðleitni til þess að geta lifað af ritstörfum. Ég reikn- aði út að með þessu fengi ég meira í minn hlut en gegnum forlag. Bókaútgáfan Punktar svaraði öllum okkar kröfum. Ég vissi að það var á vísan að róa, gekk út frá ákveðnum lesendahópi. Persónur og leik- endur mólu okkur gull, hún seldist í 5500 eintökum, sem skiluðu mér hærri ritlaun- um en 10.000 eintök af Punktinum. Þá fór ég að taka því rólega og um leið skrapp eintakafjöldinn saman en á móti kom að ég auglýsti aldrei bækurnar þannig að sá kostnaður sparaðist. Ég gaf líka út greina- safnið Sykur og brauð sem höfðaði til minni lesendahóps. Mig langaði mikið til að senda Vasabókina frá mér og lét verða af því, bók sem hvorki er skáldsaga né ljóðabók heldur athuganir. Ég hef aldrei gengið eins langt í að auglýsa ekki bók. Hún fór ekki einu sinni í Bókatíðindi en samt seldust á annað þúsund eintök. úna er ég staddur á ákveðnum vega- mótum. Forráðamenn Máls og menningar vildu gefa út stórbók með Andrabókunum og í framhaldi af því hnigu ákveðin rök að því að ganga til frek- ara samstarfs við forlagið. Titlunum hefur einnig fjölgað þannig að það verður meira verk að halda utan um þetta. Líklega er- um við hjónin líka orðin latari.“ 42 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.