Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 51

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 51
Einar Már Gudmundsson. Það má segja að ég hafí verið að færa mig nær hefðinni í skáldsagnaformi. (Ljósmynd: Leifur) verkalýðsbaráttunni, andúðin gegn yfir- völdunum sem setja svip sinn á þennan tíma. Hvernig náðir þú anda tímans, sem sag- an gerist á? — Ég man vel eftir þessu sem ungling- ur. Ég man t.d. skýrt eftir allsherjarverk- föllum þegar borgin var nánast í herkví. Eins man maður eftir hinum alþjóðlega anda sem fylgdi öllum uppreisnunum er- lendis og eins því andrúmslofti sem ung- lingar hrærðust í í popptónlistinni. Sjálfur gekk ég í Fylkinguna í kringum 1970 og þar eru þessir tímar mjög lifandi. Þá var Fylkingin meira í ætt við stjórnleysingja- samtök. Þá var margt fólk sem kom af götunni og miðlaði hinum af því sem var að gerast, jafnt utangarðsmenn sem og sögumenn. Þetta var fyrir daga hinna pottþéttu lausna. Á vissan hátt var þetta miðstöð hinnar andlegu leitar. En þú hefur samt þurft að vinna heim- ildavinnu? — Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn um 1980 var ég byrjaður að fikta dálítið við þetta efni. En ég náði aldrei að skjóta und- ir það þeim jarðnesku fótum sem ég vildi. Fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar ég byrja að fikta aftur í þessu efni, þá var ég fljótur að sjá að þetta var miklu stærra og viða- meira mál en ég hafði í fyrstu haldið. Þá athugaði ég og skoðaði dagblöð og ýmiss gögn og bækur. Norðanstúlkan kemur í bæinn og hittir sérkennilegt fólk og lendir í hringiðu, sem hún eiginlega ræður ekkert við. Manni dettur í hug að Ragnhildur gæti verið systir Uglu. Hvað segir þú um þessi vensl? — Stúlkan sem kemur til borgarinnar er auðvitað ákveðin klisja. Hún á sér sterka hefð í íslenskum bókmenntum og er mjög áberandi í bókmenntum eftir seinna stríð samanber sögur Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar. En ég er náttúrulega með þessa „klisju“ á öðrum tíma og í öðru rúmi. Ég er á vissan hátt neyddur til að snúa þessum hlutum á haus. Þannig segir í upphafi annars kafla: „Sú tíð var löngu liðin að ungar stúlkur komu til borgarinn- ar og réðu sig til starfa í híbýlum háttsettra embættismanna.“ Mín stúlka ferðast meira í gegnum undirheima borgarinnar og það setur frekar mark sitt á hana heldur en hið sígilda þema um að fara úr sveit í borg. Ég beini sumsé sjónum mínum að lífi hennar í borginni, einveru hennar, basli og sambandi hennar við hræringarn- ar sem eiga sér stað. En það er klárt mál að ég er undir áhrifum þessarar hefðar. Nú er hægt að þekkja ýmsa drætti í sögu- persónum þínum í mörgum samtíðar- mönnum úr pólitíkinni, — er sagan að einhveru leyti uppgjör Einars Más? — Nei á engan hátt. Ég hef ekkert að gera upp við. í sögunni er ein persóna sem gerir upp, og sú persóna endar í hjálpræð- ishernum. Það hafa verið skrifaðar margar „uppgjörsbækur“ þar sem menn iðrast synda sinna, en skáldsagan er ekki vett- vangur fyrir slíka yfirbót. Ég hef mjög gaman af öllum persónunum í bókinni og það er fyrst og fremst sú sagnaskemmtun sem rekur söguna áfram. Mönnum er síð- an frjálst að túlka þetta á hvern hátt sem þeir vilja. 0 ÞJÓÐLÍF 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.